Lífið

Málmhaus í útrás

Ragnar Bragason leikstjóri.
Ragnar Bragason leikstjóri. Fréttablaðið/Anton Brink
„Nú er að byrja þessi vorannar-traffík í þessum kvikmyndahátíðum, sem eru helst á haustin og á vorin,“ segir Ragnar Bragason, leikstjóri kvikmyndarinnar Málmhauss.

Myndin keppir til verðlauna á kvikmyndahátíðum í Gautaborg og í Santa Barbara í næsta mánuði.

„Hátíðin í Gautaborg fókuserar mest á myndar frá Skandinavíu en Santa Barbara er meira alþjóðleg hátíð og þar verða margar af stærstu stjörnunum í kvikmyndaheiminum,“ útskýrir Ragnar.

Þess má til gamans geta að í Gautaborg keppa bæði Málmhaus og Hross í oss til verðlauna en einungis átta myndir eiga möguleika á verðlaununum þar og sýnir það styrk íslenskra kvikmynda.

Baltasar Kormákur fær heiðursverðlaun á hátíðinni í Gautaborg. Um er að ræða nýja viðurkenningu á hátíðinni og er hann fyrstur til að hljóta þau verðlaun.

Málmhaus mun einnig verða sýnd á kvikmyndahátíðum í Glasgow í febrúar, Istanbúl í mars og í Kaupmannahöfn í apríl.

Myndin fer í dreifingu á árinu og fer líklega í sýningar í kvikmyndahúsum sem víðast í kjölfarið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.