Spila Skímó-syrpuna Gunnar Leó Pálsson skrifar 25. janúar 2014 09:00 Hljómsveitin Skítamórall kemur fram á Spot í kvöld eftir langt hlé. Fréttablaðið/Pjetur „Það verður ótrúlega gaman að koma saman aftur,“ segir Arngrímur Fannar Haraldsson, gítarleikari Skítamórals, en sveitin kemur saman í kvöld. Langt er nú síðan hljómsveitin hélt dansleik á höfuðborgarsvæðinu og má því búast við að gamlir og nýir Skímóaðdáendur fjölmenni á Spot til að skemmta sér með drengjunum. Skítamórall var um árabil vinsælasta hljómsveit landsins en hefur haft hægt um sig undanfarin ár en þó komið saman nokkrum sinnum á ári til að skemmta sér og öðrum. „Við höfum verið saman í hljómsveit í um tuttugu ár en við höfum passað upp á spila ekki of oft né of sjaldan síðustu ár,“ og bætir við að það sé þessi gullni meðalvegur sem geri þetta svo skemmtilegt. Sveitin hefur ekki gefið út nýtt efni í nokkur ár en hefur í hyggju að gefa út nýtt efni með hækkandi sól. „Við tókum æfingarispu í október og nóvember og til varð nýtt efni,“ útskýrir Arngrímur. Þeir telja þó afar ólíklegt að nýtt efni verði flutt á Spot í kvöld. Í dag skipa sveitina ásamt Arngrími þeir Gunnar Ólason söngvari og gítarleikari, Herbert Viðarsson bassaleikari, Jóhann Bachmann trommuleikari og Gunnar Þór Jónsson gítarleikari. Allir eru upprunalegir meðlimir í sveitinni fyrir utan Gunnar Þór. Skítamórall mun leika öll sín vinsælustu lög og munu Ennþá, Farin, Myndir og öll hin Skímólögin hljóma ásamt syrpunni góðu sem lifað hefur lengi með hljómsveitinni. „Við tökum nokkur cover-lög en þau eru sum hálfpartinn orðin að okkar lögum. Ætli svona 75 prósent af prógramminu séu ekki okkar eigin lög.“ Skímósyrpan hefur lengi verið talin einhver skemmtilegasta og best heppnaða lagasyrpa sem sett hefur verið saman af íslenskri hljómsveit. „Gipsy Kings-syrpan er orðin okkar. Hún byrjar á syrpu með lögum með Gipsy Kings, svo bættum við vinsælum lögum við. Við höfum aldrei æft syrpuna og á böllum er hún aldrei nákvæmlega eins því stundum er bætt inn aukalögum. Við eigum það til að koma hver öðrum á óvart og koma með lag og þá elta hinir,“ segir Arngrímur. Þeir leika syrpuna yfirleitt einungis einu sinni á hverjum dansleik. „Fólk verður yfirleitt svekkt ef það missir af henni.“ Syrpan var tekin upp árið 1997 á gamla Gauk á Stöng og sett á plötuna Tjútt. Dansleikurinn á Spot hefst á miðnætti og kostar 2.000 krónur inn. „Við eigum einnig von á þjóðþekktum leynigesti og hvet ég fólk til að mæta snemma svo það missi nú ekki af neinu,“ segir Arngrímur. Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
„Það verður ótrúlega gaman að koma saman aftur,“ segir Arngrímur Fannar Haraldsson, gítarleikari Skítamórals, en sveitin kemur saman í kvöld. Langt er nú síðan hljómsveitin hélt dansleik á höfuðborgarsvæðinu og má því búast við að gamlir og nýir Skímóaðdáendur fjölmenni á Spot til að skemmta sér með drengjunum. Skítamórall var um árabil vinsælasta hljómsveit landsins en hefur haft hægt um sig undanfarin ár en þó komið saman nokkrum sinnum á ári til að skemmta sér og öðrum. „Við höfum verið saman í hljómsveit í um tuttugu ár en við höfum passað upp á spila ekki of oft né of sjaldan síðustu ár,“ og bætir við að það sé þessi gullni meðalvegur sem geri þetta svo skemmtilegt. Sveitin hefur ekki gefið út nýtt efni í nokkur ár en hefur í hyggju að gefa út nýtt efni með hækkandi sól. „Við tókum æfingarispu í október og nóvember og til varð nýtt efni,“ útskýrir Arngrímur. Þeir telja þó afar ólíklegt að nýtt efni verði flutt á Spot í kvöld. Í dag skipa sveitina ásamt Arngrími þeir Gunnar Ólason söngvari og gítarleikari, Herbert Viðarsson bassaleikari, Jóhann Bachmann trommuleikari og Gunnar Þór Jónsson gítarleikari. Allir eru upprunalegir meðlimir í sveitinni fyrir utan Gunnar Þór. Skítamórall mun leika öll sín vinsælustu lög og munu Ennþá, Farin, Myndir og öll hin Skímólögin hljóma ásamt syrpunni góðu sem lifað hefur lengi með hljómsveitinni. „Við tökum nokkur cover-lög en þau eru sum hálfpartinn orðin að okkar lögum. Ætli svona 75 prósent af prógramminu séu ekki okkar eigin lög.“ Skímósyrpan hefur lengi verið talin einhver skemmtilegasta og best heppnaða lagasyrpa sem sett hefur verið saman af íslenskri hljómsveit. „Gipsy Kings-syrpan er orðin okkar. Hún byrjar á syrpu með lögum með Gipsy Kings, svo bættum við vinsælum lögum við. Við höfum aldrei æft syrpuna og á böllum er hún aldrei nákvæmlega eins því stundum er bætt inn aukalögum. Við eigum það til að koma hver öðrum á óvart og koma með lag og þá elta hinir,“ segir Arngrímur. Þeir leika syrpuna yfirleitt einungis einu sinni á hverjum dansleik. „Fólk verður yfirleitt svekkt ef það missir af henni.“ Syrpan var tekin upp árið 1997 á gamla Gauk á Stöng og sett á plötuna Tjútt. Dansleikurinn á Spot hefst á miðnætti og kostar 2.000 krónur inn. „Við eigum einnig von á þjóðþekktum leynigesti og hvet ég fólk til að mæta snemma svo það missi nú ekki af neinu,“ segir Arngrímur.
Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira