Þyrfti höll undir ljósakrónuna Ugla Egilsdóttir skrifar 28. janúar 2014 11:00 Sigríður Sigurðardóttir er að læra húsgagnasmíði í Tækniskólanum í Reykjavík. Sigríður Sigurðardóttir tréskurðarkona sýnir útskorna ljósakrónu úr sapílívið og fleiri verk á Þjóðminjasafninu á fimmtudaginn. „Ég var að taka ljósakrónuna upp úr kassanum þar sem hún hefur fengið að dúsa í tvö ár. Það var ánægjulegt að sjá að hún hefur ekki myglað,“ segir Sigríður. Hún lauk þriggja ára diplómanámi frá City & Guilds of London Art School í sögulegum og húsgagnatengdum tréútskurði og gyllingu árið 2011. Ljósakrónan var útskriftarverkefni hennar. „Ég vildi gera eitthvað stórt og mikið í útskriftarverkefninu. Það er kannski hluti af því að vera Íslendingur að taka aðeins of stórt upp í sig,“ segir Sigríður. „Ég tók mér níu mánuði í að skera út ljósakrónuna. Það voru langir dagar og ég gerði ekki mikið annað. En ég náði að klára hana og fékk verðlaun við útskrift fyrir hana,“ segir Sigríður.Fyrirmynd ljósakrónunnar er gyllt ljósakróna frá árinu 1740 sem hangir í V&A-safninu í london. Mynd/Atsushi Meguro.Mikil fyrirferð er á ljósakrónunni, og Sigríður býr að eigin sögn ekki í heppilegu húsnæði til að ljósakrónan fái notið sín. „Ég djókaði með að ætla að kaupa mér höll til að hafa hana í. Það hefur ekki gerst enn þá,“ segir Sigríður. Sigríður smitaðist af tréskurðarbakteríunni eftir að hún fór á námskeið í tréskurði. „Þá vissi ég um leið að ég vildi læra þetta og verða tréskurðarkona. Mig langaði alltaf að vinna með höndunum, frekar en að vinna fyrir framan tölvu.“ Sýningin ber nafnið Viður við og við: útskurður Sigríðar Sigurðardóttur og verður opnuð á Torginu í Þjóðminjasafninu klukkan 15.30 fimmtudaginn 30. janúar. Sýningin er hluti af Vetrarhátíð í Reykjavík. Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Selma Björns bálill eftir að miðasöluvefur eyðilagði draum móður hennar Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Fleiri fréttir Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Sjá meira
Sigríður Sigurðardóttir tréskurðarkona sýnir útskorna ljósakrónu úr sapílívið og fleiri verk á Þjóðminjasafninu á fimmtudaginn. „Ég var að taka ljósakrónuna upp úr kassanum þar sem hún hefur fengið að dúsa í tvö ár. Það var ánægjulegt að sjá að hún hefur ekki myglað,“ segir Sigríður. Hún lauk þriggja ára diplómanámi frá City & Guilds of London Art School í sögulegum og húsgagnatengdum tréútskurði og gyllingu árið 2011. Ljósakrónan var útskriftarverkefni hennar. „Ég vildi gera eitthvað stórt og mikið í útskriftarverkefninu. Það er kannski hluti af því að vera Íslendingur að taka aðeins of stórt upp í sig,“ segir Sigríður. „Ég tók mér níu mánuði í að skera út ljósakrónuna. Það voru langir dagar og ég gerði ekki mikið annað. En ég náði að klára hana og fékk verðlaun við útskrift fyrir hana,“ segir Sigríður.Fyrirmynd ljósakrónunnar er gyllt ljósakróna frá árinu 1740 sem hangir í V&A-safninu í london. Mynd/Atsushi Meguro.Mikil fyrirferð er á ljósakrónunni, og Sigríður býr að eigin sögn ekki í heppilegu húsnæði til að ljósakrónan fái notið sín. „Ég djókaði með að ætla að kaupa mér höll til að hafa hana í. Það hefur ekki gerst enn þá,“ segir Sigríður. Sigríður smitaðist af tréskurðarbakteríunni eftir að hún fór á námskeið í tréskurði. „Þá vissi ég um leið að ég vildi læra þetta og verða tréskurðarkona. Mig langaði alltaf að vinna með höndunum, frekar en að vinna fyrir framan tölvu.“ Sýningin ber nafnið Viður við og við: útskurður Sigríðar Sigurðardóttur og verður opnuð á Torginu í Þjóðminjasafninu klukkan 15.30 fimmtudaginn 30. janúar. Sýningin er hluti af Vetrarhátíð í Reykjavík.
Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Selma Björns bálill eftir að miðasöluvefur eyðilagði draum móður hennar Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Fleiri fréttir Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Sjá meira