Kynjakvótar beri árangur strax Ugla Egilsdóttir skrifar 28. janúar 2014 11:30 Keppti í Gettu betur María Helga er þýðandi og jarðfræðingur. Mynd/Stephanie Shih „Markmiðið er að kynjakvótarnir verði óþarfi eftir nokkur ár,“ segir María Helga Guðmundsdóttir. Hún er ein þeirra sem standa fyrir Gettu betur-búðum fyrir stelpur. Síðasta haust var ákveðið að taka tímabundið upp kynjakvóta í Gettu betur. Kvótarnir taka gildi vorið 2015 og halda áfram vorið 2016. Á meðan þessir kynjakvótar eru í keppninni verður að vera að minnsta kosti einn keppandi af hvoru kyni í hverju liði. „Gettu betur-búðirnar eru hugsaðar til að styrkja þessa kynjakvóta svo þeir skili strax árangri,“ segir María Helga. Hópurinn að baki æfingabúðunum samanstendur af stelpum sem hafa keppt í Gettu betur. María Helga keppti í Gettu betur fyrir hönd Menntaskólans við Hamrahlíð árin 2004 og 2005. „Við höfum verið að hittast óformlega, stelpur sem hafa keppt í Gettu betur,“ segir María Helga. „Hópurinn er stærri en margan grunar, en samt nógu lítill til að við getum hist í heimahúsi. Þegar ákveðið var að taka upp kynjakvóta vildum við nýta tækifærið og búa til umhverfi fyrir stelpur til að kynnast þessu. Allt í kringum þetta er mjög karllægt í mörgum skólum. Hugmyndin er að gefa stelpum tækifæri til að koma sterkar inn í keppnina á eigin forsendum.“ Menningarsjóður Hlaðvarpans styrkti verkefnið um fjögur hundruð þúsund krónur. Ráðist verður í kynningarherferð í vor fyrir stelpur í efstu bekkjum grunnskóla og á framhaldsskólaaldri. „Kynningarherferðin er undanfari æfingabúða sem við höldum í haust, þar sem við semjum spurningar og búum til leiki og æfingar í kringum þetta,“ segir María Helga. „Þetta er líka tækifæri fyrir fróðleiksfúsar stelpur til að umgangast jákvæðar fyrirmyndir. Ég veit ekki með sjálfa mig, en mér finnst hinar stelpurnar í hópnum að minnsta kosti sýna fram á að það er gaman að vera fróðleiksfús.“ Átakið stílar fyrst og fremst inn á árganga sem eru gjaldgengir í keppnina á meðan til stendur að hafa kynjakvóta. „Æfingabúðirnar eiga hins vegar ekki að einskorðast við þær stelpur sem ætla að keppa eða munu keppa. Þær eru fyrir allar sem vettlingi geta valdið. Við viljum að sem flestar taki þátt,“ segir María Helga. María Helga vonast til þess að koma nokkrum sterkum árgöngum af stelpum í keppnina. „Vonandi gleymir fólk þá fljótt að þessi keppni hafi eitt sinn verið strákaveldi. Við viljum að kynjakvótarnir skili því að þetta ójafnvægi heyri sögunni til, og að allir sækist eftir þessu óháð kyni.“ Mest lesið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Fleiri fréttir Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sjá meira
„Markmiðið er að kynjakvótarnir verði óþarfi eftir nokkur ár,“ segir María Helga Guðmundsdóttir. Hún er ein þeirra sem standa fyrir Gettu betur-búðum fyrir stelpur. Síðasta haust var ákveðið að taka tímabundið upp kynjakvóta í Gettu betur. Kvótarnir taka gildi vorið 2015 og halda áfram vorið 2016. Á meðan þessir kynjakvótar eru í keppninni verður að vera að minnsta kosti einn keppandi af hvoru kyni í hverju liði. „Gettu betur-búðirnar eru hugsaðar til að styrkja þessa kynjakvóta svo þeir skili strax árangri,“ segir María Helga. Hópurinn að baki æfingabúðunum samanstendur af stelpum sem hafa keppt í Gettu betur. María Helga keppti í Gettu betur fyrir hönd Menntaskólans við Hamrahlíð árin 2004 og 2005. „Við höfum verið að hittast óformlega, stelpur sem hafa keppt í Gettu betur,“ segir María Helga. „Hópurinn er stærri en margan grunar, en samt nógu lítill til að við getum hist í heimahúsi. Þegar ákveðið var að taka upp kynjakvóta vildum við nýta tækifærið og búa til umhverfi fyrir stelpur til að kynnast þessu. Allt í kringum þetta er mjög karllægt í mörgum skólum. Hugmyndin er að gefa stelpum tækifæri til að koma sterkar inn í keppnina á eigin forsendum.“ Menningarsjóður Hlaðvarpans styrkti verkefnið um fjögur hundruð þúsund krónur. Ráðist verður í kynningarherferð í vor fyrir stelpur í efstu bekkjum grunnskóla og á framhaldsskólaaldri. „Kynningarherferðin er undanfari æfingabúða sem við höldum í haust, þar sem við semjum spurningar og búum til leiki og æfingar í kringum þetta,“ segir María Helga. „Þetta er líka tækifæri fyrir fróðleiksfúsar stelpur til að umgangast jákvæðar fyrirmyndir. Ég veit ekki með sjálfa mig, en mér finnst hinar stelpurnar í hópnum að minnsta kosti sýna fram á að það er gaman að vera fróðleiksfús.“ Átakið stílar fyrst og fremst inn á árganga sem eru gjaldgengir í keppnina á meðan til stendur að hafa kynjakvóta. „Æfingabúðirnar eiga hins vegar ekki að einskorðast við þær stelpur sem ætla að keppa eða munu keppa. Þær eru fyrir allar sem vettlingi geta valdið. Við viljum að sem flestar taki þátt,“ segir María Helga. María Helga vonast til þess að koma nokkrum sterkum árgöngum af stelpum í keppnina. „Vonandi gleymir fólk þá fljótt að þessi keppni hafi eitt sinn verið strákaveldi. Við viljum að kynjakvótarnir skili því að þetta ójafnvægi heyri sögunni til, og að allir sækist eftir þessu óháð kyni.“
Mest lesið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Fleiri fréttir Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sjá meira