Lífið

"Konur þurfa að læra þetta líka“

Ugla Egilsdóttir skrifar
Kristín Tómasdóttir.
Kristín Tómasdóttir.
Kristín Tómasdóttir er einn af kennurum á námskeiði á vegum Skema í febrúar þar sem forritun og sjálfstyrking eru tvinnuð saman. „Námskeiðið er bara fyrir stelpur. Nemendur öðlast ekki aðeins meiri tæknikunnáttu, heldur líka jákvæðari sjálfsmynd,“ segir Kristín.

Kristín segir að það skipti máli að byrja snemma að kenna bæði stelpum og strákum á tölvur. „Auðveldast er að læra tungumál fyrir tólf ára aldur. Rannsóknir sýna mjög sambærilegar niðurstöður í forritunarkennslu.“ segir Kristín. Hún segir að mikill skortur sé á tæknimenntuðu fólki, og sérstaklega konum. „Karlmenn virðast ekki anna þeirri eftirspurn sem er eftir tæknimenntuðu fólki, svo konur þurfa að læra þetta líka,“ segir Kristín.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.