Lærði að gera plötuumslag á YouTube Ugla Egilsdóttir skrifar 29. janúar 2014 09:30 Íris er framkvæmdastjóri listar án Landamæra. Mynd/Kristinn Magnússon. Íris Stefanía Skúladóttir hannar lógó fyrir keppanda í undankeppni Eurovision í Noregi. „Lagahöfundurinn, Josefin Winther, er æskuvinkona mín,“ segir Íris. Lógóið verður prentað á boli og derhúfur og það verður einnig notað í kynningarefni á netinu. „Josefin var svo hrifin af mynd sem ég málaði af henni fyrir nokkrum árum að hún bað mig um að hanna fyrir sig plötuumslag. Upp frá því hefur Josefin alltaf beðið mig um að sjá um alla grafík í kringum tónlistina sína, og ég hef líka leikstýrt tónlistarmyndböndum fyrir hana.“ Lagið eftir Josefin heitir Silent Storm og lenti í fimmtán laga úrslitum í undankeppni Eurovision í Noregi. Carl Espen syngur lagið. „Carl er frændi Josefin. Hann hefur algjöra englarödd, þessi drengur,“ segir Íris. Hún hefur mikla trú á því að Josefin gangi vel í keppninni. „Formaður Eurovision-klúbbsins í Noregi heldur með þessu lagi, samkvæmt frétt í Aftenposten.“ Íris leggur áherslu á að hún sé bara áhugahönnuður og máli einungis í frítíma sínum. „Ég hafði aldrei hannað neitt á ævi minni þegar ég hannaði umslagið, þannig að ég fór á námskeið í InDesign og Photoshop hjá Myndlistarskóla Reykjavíkur til að læra það. Svo lá ég á YouTube og horfði á myndbönd sem hétu „How to Make a CD Cover.“ Ég var ánægð með afraksturinn. Ég notaði myndina sem ég málaði af Josefin sem fyrirmynd að umslaginu, með nýjum bakgrunni.“Lógó Írisar er byggt á ljósmynd af Carl Espen.Josefin bjó um tíma á Íslandi. „Þá reddaði ég henni leiguíbúð í kjallaranum hjá frænku minni,“ segir Íris. Hún kynnti vinkonu sína líka fyrir tónlistarmanninum John Grant. „Ég kynntist John Grant fyrir algjöra tilviljun á Laundromat,“ segir Íris. „Ég vissi ekkert hver hann var þegar ég byrjaði að spjalla við hann. Ég bauð honum heim til mín í mat til þess að hann þyrfti ekki að borða einn í ókunnugu landi. Hann þáði það, og bauð mér svo á tónleikana sína á Airwaves í Hörpu. Svo kynnti ég hann fyrir Josefin.“ John Grant og Josefin náðu vel saman að sögn Írisar. „Hann fékk hana til að hita upp fyrir sig á þrennum tónleikum í London með þúsundum áhorfenda, sem hefur hjálpað til við að koma henni á framfæri í London,“ segir Íris. Nú býr Josefin í London, en John Grant er fluttur í kjallaraíbúð frænku Írisar. „Það má segja að þessi íbúð hafi spilað svolitla rullu í íslensku tónlistarlífi, því bæði Josefin og John Grant hafa tekið upp tónlist í þessum kjallara,“ segir Íris. Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira
Íris Stefanía Skúladóttir hannar lógó fyrir keppanda í undankeppni Eurovision í Noregi. „Lagahöfundurinn, Josefin Winther, er æskuvinkona mín,“ segir Íris. Lógóið verður prentað á boli og derhúfur og það verður einnig notað í kynningarefni á netinu. „Josefin var svo hrifin af mynd sem ég málaði af henni fyrir nokkrum árum að hún bað mig um að hanna fyrir sig plötuumslag. Upp frá því hefur Josefin alltaf beðið mig um að sjá um alla grafík í kringum tónlistina sína, og ég hef líka leikstýrt tónlistarmyndböndum fyrir hana.“ Lagið eftir Josefin heitir Silent Storm og lenti í fimmtán laga úrslitum í undankeppni Eurovision í Noregi. Carl Espen syngur lagið. „Carl er frændi Josefin. Hann hefur algjöra englarödd, þessi drengur,“ segir Íris. Hún hefur mikla trú á því að Josefin gangi vel í keppninni. „Formaður Eurovision-klúbbsins í Noregi heldur með þessu lagi, samkvæmt frétt í Aftenposten.“ Íris leggur áherslu á að hún sé bara áhugahönnuður og máli einungis í frítíma sínum. „Ég hafði aldrei hannað neitt á ævi minni þegar ég hannaði umslagið, þannig að ég fór á námskeið í InDesign og Photoshop hjá Myndlistarskóla Reykjavíkur til að læra það. Svo lá ég á YouTube og horfði á myndbönd sem hétu „How to Make a CD Cover.“ Ég var ánægð með afraksturinn. Ég notaði myndina sem ég málaði af Josefin sem fyrirmynd að umslaginu, með nýjum bakgrunni.“Lógó Írisar er byggt á ljósmynd af Carl Espen.Josefin bjó um tíma á Íslandi. „Þá reddaði ég henni leiguíbúð í kjallaranum hjá frænku minni,“ segir Íris. Hún kynnti vinkonu sína líka fyrir tónlistarmanninum John Grant. „Ég kynntist John Grant fyrir algjöra tilviljun á Laundromat,“ segir Íris. „Ég vissi ekkert hver hann var þegar ég byrjaði að spjalla við hann. Ég bauð honum heim til mín í mat til þess að hann þyrfti ekki að borða einn í ókunnugu landi. Hann þáði það, og bauð mér svo á tónleikana sína á Airwaves í Hörpu. Svo kynnti ég hann fyrir Josefin.“ John Grant og Josefin náðu vel saman að sögn Írisar. „Hann fékk hana til að hita upp fyrir sig á þrennum tónleikum í London með þúsundum áhorfenda, sem hefur hjálpað til við að koma henni á framfæri í London,“ segir Íris. Nú býr Josefin í London, en John Grant er fluttur í kjallaraíbúð frænku Írisar. „Það má segja að þessi íbúð hafi spilað svolitla rullu í íslensku tónlistarlífi, því bæði Josefin og John Grant hafa tekið upp tónlist í þessum kjallara,“ segir Íris.
Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira