Lífið

„Ég er Phil Collins Dalvíkur“

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Friðrik Ómar Hjörleifsson kann vel við sig við trommusettið.
Friðrik Ómar Hjörleifsson kann vel við sig við trommusettið. mynd/einkasafn
„Trommugiggunum mínum fjölgar alltaf meira og meira,“ segir Friðrik Ómar Hjörleifsson, tónlistarmaður en hann er nú bókaður fjórar helgar í röð sem trommari.

Friðrik Ómar er frekar þekktur fyrir að munda míkrafóninn fremst á sviðinu en er nú kominn aftast á sviðið. „Þegar fólk sér mig á bak við settið á þeim skemmtunum sem ég hefði verið að spila á, horfir það gjarnan á mig með stórt spurningarmerki í augunum.“

Trommur eru aðalhljóðfæri Friðriks Ómars í grunninn og lærði hann hjá bróður sínum. „Fyrir tveimur til þremur árum keypti ég mér trommusett aftur en ég trommaði mikið alla mína barnæsku og á unglingsárunum,“ útskýrir Friðrik Ómar. Bróðir Friðriks Ómars, Halli Gulli, er virtur trommuleikari og lék meðal annars með Stjórninni.

Friðrik syngur minna á böllunum fyrir vikið. „Ég er meira í því að radda þegar ég tromma en ég get hins vegar alveg sungið og spilað í einu,“ bætir Friðrik Ómar við.

Spurður út í hæfnina segist Friðrik Ómar vera frekar rólegur trommuleikari. „Ég er ekkert svakalegt tæknitröll á settinu en er svona „less is more“ trommari. Ég er Phil Collins Dalvíkur.“

Friðrik Ómar er nú á fullu að undirbúa tónleikaferð um landið í mars og apríl til að fylgja eftir velgengni plötunnar sinnar Kveðja.

Hér fyrir neðan má sjá myndskeið af Friðriki Ómari lemja húðir á Heiðurstónleikum Freddie Mercury. Hann hefur leik eftir um það bil þrjár mínútur í myndbandinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.