Veðurteppt á Austur-Grænlandi Ugla Egilsdóttir skrifar 30. janúar 2014 11:00 Sýningin á Pioneer á Íslandi verður sú fyrsta utan Grænlands. Mynd/Einkasafn Pipaluk K. Jørgensen er höfundur og leikstjóri grænlensku dans- og söngsýningarinnar Pioneer sem verður sýnd í Nemendaleikhúsinu á laugardag. Fréttablaðið náði tali af Pipaluk í gær, en þá var hún veðurteppt á Austur-Grænlandi. „Það stóð til að fljúga til Íslands í dag, en fluginu var aflýst vegna stormviðris,“ segir Pipaluk. „Vonandi getum við flogið héðan á morgun.“ Sýningin á laugardaginn verður fyrsta sýningin á Pioneer utan Grænlands. „Við höfum hins vegar ferðast með hana til sex bæja á Grænlandi,“ segir Pipaluk. Sýningin hefur notið töluverðra vinsælda á Grænlandi. Síðast sýndi hópurinn í bænum þar sem þau eru veðurteppt. „Í gær komu 800 manns á sýninguna. Það er nánast allur þessi litli bær.“ Pipaluk skrifaði leikritið, leikstýrði því og framleiddi það, en Karina Møller samdi dansa. Pipaluk lærði leiklist í Danmörku 2001-2003. „Eftir það stofnaði ég mitt eigið leikfélag og fór að skrifa. Þetta er fjórða leiksýningin sem ég skrifa og leikstýri. Ég hef unnið við sjónvarp og leikhús síðustu sex ár, en hjartað er í leikhúsinu,“ segir Pipaluk. Pioneers var frumsýnt síðasta haust. „Leikritið fjallar um fortíð, nútíð og framtíð Grænlands. Það fjallar líka um gamlar goðsögur, en á nútímalegan hátt. Tónlistin í leikritinu er nýmóðins. Kimmernaq Kjeldsen syngur tónlistina í verkinu og við notum líka tónlist eftir hljómsveitina Nanook, sem hefur notið mikilla vinsælda á Grænlandi,“ segir Pipaluk. „Síðan notum við myndefni frá Visit Greenland. Þar er mikið af fallegum myndum af snjó, norðurljósum og hundasleðum.“ Visit Greenland er fjárhagslegur bakhjarl verkefnisins. Pipaluk hefur áður komið til Íslands í frí, og vonast til þess að kynnast fólki úr íslenskum leiklistarheimi. Pipaluk segist hafa verið í sambandi við Steinunni Knútsdóttur, formann leiklistardeildar Listaháskóla Íslands. „Við stefnum jafnvel á að vinna saman í framtíðinni. Þær áætlanir eru þó skammt á veg komnar. Nú vonumst við bara til þess að veðrið batni svo við komumst til Íslands í tæka tíð fyrir þessa sýningu,“ segir Pipaluk. Pioneer verður sýnt í Listaháskóla Íslands við Sölvhólsgötu laugardaginn 1. febrúar klukkan 20.00. Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Selma Björns bálill eftir að miðasöluvefur eyðilagði draum móður hennar Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Fleiri fréttir Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Sjá meira
Pipaluk K. Jørgensen er höfundur og leikstjóri grænlensku dans- og söngsýningarinnar Pioneer sem verður sýnd í Nemendaleikhúsinu á laugardag. Fréttablaðið náði tali af Pipaluk í gær, en þá var hún veðurteppt á Austur-Grænlandi. „Það stóð til að fljúga til Íslands í dag, en fluginu var aflýst vegna stormviðris,“ segir Pipaluk. „Vonandi getum við flogið héðan á morgun.“ Sýningin á laugardaginn verður fyrsta sýningin á Pioneer utan Grænlands. „Við höfum hins vegar ferðast með hana til sex bæja á Grænlandi,“ segir Pipaluk. Sýningin hefur notið töluverðra vinsælda á Grænlandi. Síðast sýndi hópurinn í bænum þar sem þau eru veðurteppt. „Í gær komu 800 manns á sýninguna. Það er nánast allur þessi litli bær.“ Pipaluk skrifaði leikritið, leikstýrði því og framleiddi það, en Karina Møller samdi dansa. Pipaluk lærði leiklist í Danmörku 2001-2003. „Eftir það stofnaði ég mitt eigið leikfélag og fór að skrifa. Þetta er fjórða leiksýningin sem ég skrifa og leikstýri. Ég hef unnið við sjónvarp og leikhús síðustu sex ár, en hjartað er í leikhúsinu,“ segir Pipaluk. Pioneers var frumsýnt síðasta haust. „Leikritið fjallar um fortíð, nútíð og framtíð Grænlands. Það fjallar líka um gamlar goðsögur, en á nútímalegan hátt. Tónlistin í leikritinu er nýmóðins. Kimmernaq Kjeldsen syngur tónlistina í verkinu og við notum líka tónlist eftir hljómsveitina Nanook, sem hefur notið mikilla vinsælda á Grænlandi,“ segir Pipaluk. „Síðan notum við myndefni frá Visit Greenland. Þar er mikið af fallegum myndum af snjó, norðurljósum og hundasleðum.“ Visit Greenland er fjárhagslegur bakhjarl verkefnisins. Pipaluk hefur áður komið til Íslands í frí, og vonast til þess að kynnast fólki úr íslenskum leiklistarheimi. Pipaluk segist hafa verið í sambandi við Steinunni Knútsdóttur, formann leiklistardeildar Listaháskóla Íslands. „Við stefnum jafnvel á að vinna saman í framtíðinni. Þær áætlanir eru þó skammt á veg komnar. Nú vonumst við bara til þess að veðrið batni svo við komumst til Íslands í tæka tíð fyrir þessa sýningu,“ segir Pipaluk. Pioneer verður sýnt í Listaháskóla Íslands við Sölvhólsgötu laugardaginn 1. febrúar klukkan 20.00.
Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Selma Björns bálill eftir að miðasöluvefur eyðilagði draum móður hennar Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Fleiri fréttir Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Sjá meira