Lífið

Asnalegt að segja nei við þessu

Ugla Egilsdóttir skrifar
Ásdís söng Pink Matter eftir Frank Ocean í Söngkeppni framhaldsskólanna.
Ásdís söng Pink Matter eftir Frank Ocean í Söngkeppni framhaldsskólanna. Mynd/Álfheiður Erla Guðmundsdóttir.
Ásdís María Viðarsdóttir syngur lagið Amor eftir Hauk Johnson í undankeppni Eurovision. „Aðdragandinn að þátttöku minni var ekkert sérlega rómantískur. Haukur sendi mér skilaboð á Facebook og spurði hvort ég vildi taka þátt,“ segir Ásdís. „Ég var pínu efins fyrst. Svo heyrði ég lagið og mér fannst það mjög gott. Mér fannst líka asnalegt að segja nei við góðu tækifæri því mig langar til að verða söngkona. Ég er að deyja úr spenningi.“

Ásdís María er yngsti flytjandinn í undankeppninni í ár. „Ég er samt ekkert svo ung, ég er tvítug. Það er búið að gera allt í heiminum, þannig að til að vekja athygli þarf maður annað hvort að vera yngstur eða elstur til að gera eitthvað. Ég er ekki alveg nógu ung til að það sé eitthvað stórmerkilegt. Ég er búin að missa af þeirri lest. En ég get enn orðið elst til að gera eitthvað. Ég stefni að því að taka aftur þátt seinna og vera þá elsti keppandinn í sögu keppninnar.“

Ásdís María vann Söngvakeppni framhaldsskóla síðasta vor. „Haukur sá mig keppa í Söngvakeppninni, og hafði mig þess vegna í huga fyrir Eurovision.“ Ásdís fær góða æfingu fyrir söngkeppnir á karókíkvöldum á Harlem, sem Margrét Erla Maack og Ragnheiður Maísól standa fyrir. „Ég er algjör karókíkona. Ég syng alltaf annað hvort eitthvað geðveikt hresst eða trylltar ballöður. “






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.