Lífið

Reykjavíkurmót í spuna

Ugla Egilsdóttir skrifar
Stefán Ingvar Vigfússon, Guðbrandur Loki Rúnarsson og Hávarr Hermóðsson stofnuðu Ungleik.
Stefán Ingvar Vigfússon, Guðbrandur Loki Rúnarsson og Hávarr Hermóðsson stofnuðu Ungleik. Mynd/valgarður gíslason.
Reykjavíkurmót í spuna verður í Norræna húsinu í kvöld.

Mótið er lokaviðburðurinn á Nýárshátíð Ungleiks til styrktar geðdeild Landspítalans.

„Ungleikur hefur safnað 70 þúsund krónum, án stuðnings frá fyrirtækjum, sem er til marks um styrk lista í samfélaginu,“ segir Stefán Ingvar Vigfússon hjá Ungleik. „Vonandi söfnum við meiru í kvöld,“ segir Stefán.

Keppnin er með sama sniði og Leiktu betur, spunakeppni framhaldsskólanna. Vinningar eru í boði Norræna hússins, Borgarleikhússins og Rub 23.

Reykjavíkurmót í spuna fer fram í Norræna húsinu í kvöld 31. janúar klukkan 19.00. Miðaverð er þúsund krónur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.