Lífið

David Guetta er alls enginn prímadonna

David Guetta og félagar hans í Sky Agency á góðri stund
David Guetta og félagar hans í Sky Agency á góðri stund
Í tilefni af 25 ára afmæli útvarpsstöðvarinnar FM957 verður blásið til stórtónleika í Laugardalshöll þann 16. júní næstkomandi.

Það er hinn heimsfrægi David Guetta sem kemur til með að troða upp fyrir afmælisgesti en hann er eitt stærsta nafnið í tónlistarbransanum í dag.

„David er mjög spenntur fyrir að koma til landsins og upplifa þjóðhátíðarstemningu,“ segir Trond Opsahl, annars eigenda Sky agency sem flytur David inn. David er einn vinsælasti tónlistarmaður í heimi um þessar mundir en þrátt fyrir það er David að sögn Tronds mjög jarðbundinn og kurteis og alls engin prímadonna.

„Það fer samt ekkert á milli mála hvers vegna maðurinn er stjarna, hann gefur sig alltaf 100 prósent í það sem hann gerir og hættir aldrei mínútu fyrr en hann er fullkomlega sáttur,“ segir Trond.

Fluttur verður inn búnaður frá Noregi fyrir tónleikana.

„Það eru ekki til nægilega góðar græjur á landinu fyrir tónleika eins og þessa. David myndi frekar þiggja lægri greiðslu fyrir að koma fram en að sætta sig við eitthvað annað en fullkomnun. Það að standa fyrir framan trylltan áhorfendaskara er það skemmtilegasta sem hann gerir.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.