Náttúrufræðistofnun vill útrýma friðuðum kanínum Garðar Örn Úlfarsson skrifar 31. janúar 2014 08:30 Í öllum sveitarfélögium höfuðborgarsvæðisins nema Seltjarnarnesi eru nú villtar kanínur eins og þessar í Elliðaárdal. Fréttablaðið/Pjetur „Ef ekki er gripið inn í með fækkunaraðgerðum af einhverju tagi þá er allmikil hætta á að fjölgun kanína nái því stigi að tjón af þeirra völdum verði mikið og útbreitt,“ segja fulltrúar umhverfissviða allra sveitarfélaganna sex á höfuðborgarsvæðinu í sameiginlegri ályktun. Fulltrúarnir segja villtar kanínur á allmörgum stöðum á höfuðborgarsvæðinu og í öllum sveitarfélögnum nema Seltjarnarnesi. Útbreiðslan hafi aukist verulega á síðustu árum, einkum á gróðursælum stöðum þar sem garðyrkja og skógrækt fari fram. Með hlýnandi loftslagi aukist líkur á að viðvarandi stofn styrkist mjög á næstu árum. Kanínur valda töluverðu tjóni á gróðri eins og garðeigendur verðir varir við í vaxandi mæli. Eins skapist töluverð slysahætta þegar kanínur hlaupa yfir götu.Getur raskað jafnvægi vistkerfa í landinu „Þá eru vistfræðileg rök fyrir því að kanínur eigi ekki heima í íslenskri náttúru enda eru þær skráðar hérlendis sem mögulega ágeng framandi tegund sem gæti raskað jafnvægi íslenskra vistkerfa og að mati Náttúrufræðistofnunar Íslands ber að útrýma þeim eða að minnsta kosti hafa mjög stranga stjórn á stofnstærð þeirra,“ segja fulltrúarnir. Fram kemur að þótt vandamál og tjón sem fylgi kanínunum sé oftast staðbundið sé ljóst að útbreiðsla þeirra sé að aukast. „Ef ekki er gripið inn í með fækkunaraðgerðum af einhverju tagi þá er allmikil hætta á að fjölgun kanína nái því stigi að tjón af þeirra völdum verði mikið og útbreitt. Því mun fylgja töluverður kostnaður fyrir sveitarfélögin,“ segja fulltrúarnir sem telja skynsamlegt að íhuga af alvöru hvort ráðast eigi í umtalsverðar fækkunaraðgerðir á höfuðborgarsvæðinu öllu. „Og þá fyrr en seinna áður en vandamálið stigmagnast.“Verði „fjarlægðar“ af stórum svæðum Fulltrúarnir leggja til að kanínur sé fjarlægðar af stórum hluta útbreiðslusvæðis þeirra, sérstaklega þar sem þéttleiki þeirra sé mjög mikill, mikil hætta á tjóni og þar sem mest hætta er á að þær dreifi sér til nálægra svæða. Þeir benda þó á að kanínur eru friðaðar samkvæmt lögum um veiðar og vernd villtra dýra. Því þurfi að sækja um leyfi til umhverfisráðuneytisins fyrir fækkunaraðgerðum. „Jafnframt álykta undirritaðir að nauðsynlegt er að upplýsa almenning um að ekki skuli sleppa gælukanínum út í náttúruna. Það sé kanínunum ekki til framdráttar því margar þeirra lifa ekki af veturna. Því varðar þetta mál einnig velferð þessara gæludýra,“ segja fulltrúarnir og vísa til þess að lögum um velferð dýra sem tóku gildi um áramótin segi að með öllu sé óheimilt að sleppa dýrum sem hafa alist upp hjá mönnum út í náttúruna í þeim tilgangi að þau verði þar til frambúðar.Ný lög banna að kaninum sé sleppt lausum „Með því að leggja áherslu á að um lögbrot sé að ræða gæti það aðstoðað við að draga úr því að kanínueigendur sleppi þeim lausum,“ segir í ályktun sexmenninganna sem kveða málið viðkvæmt því mörgum líki vel við þá hugmynd að hafa kanínur villtar eða hálfvilltar á útivistarsvæðum í þéttbýlinu. „Engu að síður er það fagleg ályktun undirritaðra að ekki sé hægt að horfa fram hjá þeim rökum sem hér hafa verið nefnd sem styðja fækkunaraðgerðir.“ Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Sjá meira
„Ef ekki er gripið inn í með fækkunaraðgerðum af einhverju tagi þá er allmikil hætta á að fjölgun kanína nái því stigi að tjón af þeirra völdum verði mikið og útbreitt,“ segja fulltrúar umhverfissviða allra sveitarfélaganna sex á höfuðborgarsvæðinu í sameiginlegri ályktun. Fulltrúarnir segja villtar kanínur á allmörgum stöðum á höfuðborgarsvæðinu og í öllum sveitarfélögnum nema Seltjarnarnesi. Útbreiðslan hafi aukist verulega á síðustu árum, einkum á gróðursælum stöðum þar sem garðyrkja og skógrækt fari fram. Með hlýnandi loftslagi aukist líkur á að viðvarandi stofn styrkist mjög á næstu árum. Kanínur valda töluverðu tjóni á gróðri eins og garðeigendur verðir varir við í vaxandi mæli. Eins skapist töluverð slysahætta þegar kanínur hlaupa yfir götu.Getur raskað jafnvægi vistkerfa í landinu „Þá eru vistfræðileg rök fyrir því að kanínur eigi ekki heima í íslenskri náttúru enda eru þær skráðar hérlendis sem mögulega ágeng framandi tegund sem gæti raskað jafnvægi íslenskra vistkerfa og að mati Náttúrufræðistofnunar Íslands ber að útrýma þeim eða að minnsta kosti hafa mjög stranga stjórn á stofnstærð þeirra,“ segja fulltrúarnir. Fram kemur að þótt vandamál og tjón sem fylgi kanínunum sé oftast staðbundið sé ljóst að útbreiðsla þeirra sé að aukast. „Ef ekki er gripið inn í með fækkunaraðgerðum af einhverju tagi þá er allmikil hætta á að fjölgun kanína nái því stigi að tjón af þeirra völdum verði mikið og útbreitt. Því mun fylgja töluverður kostnaður fyrir sveitarfélögin,“ segja fulltrúarnir sem telja skynsamlegt að íhuga af alvöru hvort ráðast eigi í umtalsverðar fækkunaraðgerðir á höfuðborgarsvæðinu öllu. „Og þá fyrr en seinna áður en vandamálið stigmagnast.“Verði „fjarlægðar“ af stórum svæðum Fulltrúarnir leggja til að kanínur sé fjarlægðar af stórum hluta útbreiðslusvæðis þeirra, sérstaklega þar sem þéttleiki þeirra sé mjög mikill, mikil hætta á tjóni og þar sem mest hætta er á að þær dreifi sér til nálægra svæða. Þeir benda þó á að kanínur eru friðaðar samkvæmt lögum um veiðar og vernd villtra dýra. Því þurfi að sækja um leyfi til umhverfisráðuneytisins fyrir fækkunaraðgerðum. „Jafnframt álykta undirritaðir að nauðsynlegt er að upplýsa almenning um að ekki skuli sleppa gælukanínum út í náttúruna. Það sé kanínunum ekki til framdráttar því margar þeirra lifa ekki af veturna. Því varðar þetta mál einnig velferð þessara gæludýra,“ segja fulltrúarnir og vísa til þess að lögum um velferð dýra sem tóku gildi um áramótin segi að með öllu sé óheimilt að sleppa dýrum sem hafa alist upp hjá mönnum út í náttúruna í þeim tilgangi að þau verði þar til frambúðar.Ný lög banna að kaninum sé sleppt lausum „Með því að leggja áherslu á að um lögbrot sé að ræða gæti það aðstoðað við að draga úr því að kanínueigendur sleppi þeim lausum,“ segir í ályktun sexmenninganna sem kveða málið viðkvæmt því mörgum líki vel við þá hugmynd að hafa kanínur villtar eða hálfvilltar á útivistarsvæðum í þéttbýlinu. „Engu að síður er það fagleg ályktun undirritaðra að ekki sé hægt að horfa fram hjá þeim rökum sem hér hafa verið nefnd sem styðja fækkunaraðgerðir.“
Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Sjá meira