Lífið

Eddusýningar í Bíó Paradís

Bíó Paradís
Bíó Paradís Vísir/Stefán
Þær kvikmyndir og stuttmyndir sem hlutu tilnefningu til Eddunnar verða sýndar í Bíó Paradís.

Um er að ræða myndirnar Hross í Oss eftir Benedikt Erlingsson, Málmhaus eftir Ragnar Bragason og XL eftir Martein Þórsson.

Stuttmyndirnar þrjár sem hlutu tilnefningu voru Heilabrotinn eftir Braga Þór Hinriksson, Hvalfjörður eftir Guðmund Arnar Guðmundsson og Víkingar eftir Magali Magistry.

Frítt er fyrir meðlimi ÍKSA, Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar, en almenn miðasala fer fram á midi.is og í miðasölu Bíós Paradísar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.