Ragnheiður er gríðarlegt efni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. febrúar 2014 10:00 Ragnheiður Júlíusdóttir í leik með Fram í vetur. Vísir/Daníel Hún varð Íslandsmeistari síðasta vor en ekki með liðsfélögum sínum í meistaraflokki Fram heldur með 3. flokki Fram sem sankaði að sér öllum titlum á síðasta tímabili. Ragnheiður Júlíusdóttir steig sín fyrstu spor með meistaraflokki Fram í haust og það er óhætt að segja að hún hafi skotist hratt upp á stjörnuhimininn. Íslandsmeistarar síðasta árs misstu marga lykilmenn í sumar og Framliðið þurfti að treysta á gott unglingastarf frá fyrsta leik. Það var því gott að geta kallað á efnilegasta leikmann Íslands að mati þjálfara deildarinnar.Ótrúlega öflug í vetur „Hún kemur á blindu hliðina inn í deildina, á frábæran leik í Meisturum meistaranna og er tekin alvarlega frá þeim leik. Hún hefur verið ótrúlega öflug í vetur. Við vissum að hún yrði öflug en hún hefur verið framar vonum með þessa hluti og hvað hún er rosalega sterk andlega,“ segir Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Framliðsins, sem var óhræddur að henda þessari sextán ára stelpu út í djúpu laugina. „Ragnheiður er gríðarlegt efni, hún hefur rosalega öflugan skrokk og er mjög sterk. Hún hefur líka svakalega öfluga hönd sem er gríðarlega mikilvægt í kvennahandbolta. Hún er mikil skytta,“ segir Halldór Jóhann. Ragnheiður Júlíusdóttir hefur skorað 76 mörk í 14 leikjum með Fram í Olís-deildinni í vetur, 5,4 mörk í leik að meðaltali, þar af hefur hún átt níu marka leiki á móti báðum efstu liðum deildarinnar, Val og Stjörnunni.Hættir aldrei „Hún hættir aldrei,“ segir Halldór Jóhann og kemur með dæmi um það þegar hann hefur þurft að skamma hana. „Ég hef látið hana finna svolítið fyrir því í vetur því mér finnst hún vera orðin það góður leikmaður. Maður hefur þurft aðeins að taka hana til hliðar en hún er það öflugur persónuleiki að hún kemur alltaf sterk til baka,“ segir hann. Halldór Jóhann veit þó vel að enginn leikmaður er fullskapaður sextán ára gamall og Fram ætlar að hjálpa henni að vaxa. „Það er vinna okkar næstu árin að hjálpa henni að verða að góðum leikmanni og svo síðar að frábærum leikmanni. Hún hefur skrokkinn í það og hæfileikana. Það er margt sem hún hefur og það sem hún hefur ekki er auðveldara að laga,“ segir Halldór Jóhann. Ragnheiður hefur verið frábær í vetur en hún fékk þó mikla samkeppni sem efnilegasti leikmaður deildarinnar enda nóg af flottum handboltastelpum að koma upp í deildinni. Ragnheiður endaði með aðeins einu stigi meira en Fylkisstelpan Thea Imani Sturludóttir. Selfyssingurinn Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir var síðan ekki langt á eftir. „Þær mynda útilínu í 20 ára landsliðinu þó að bæði Thea og Ragnheiður séu enn gjaldgengar í 18 ára landsliðið því þær eru bara 16 ára og fæddar 1997,“ segir Halldór. Ragnheiður er vinstri skytta, Hrafnhildur Hanna spilar sem leikstjórnandi og Thea Imani er hægri skytta. Það er því ljóst að framtíðarútispilarar íslenska landsliðsins þykja vera þrír efnilegustu leikmenn Olís-deildar kvenna. Þær eru allar þrátt fyrir ungan aldur í stórum hlutverkum innan sinna liða og í hópi markahæstu leikmanna deildarinnar þótt Hrafnhildur sé sú eina sem er markahæst hjá sínu liði.Ragnheiður Júlíusdóttir.Vísir/Daníel31 stig(fimm sinnum í 1. sæti, tisvar sinnum í 2. sæti)Ragnheiður Júlíusdóttir 16 ára (fædd 10. júní 1997) Vinstri skytta í Fram Spilar númer 9 76 mörk í 14 leikjum 5,4 mörk að meðaltali í leikReynsla í efstu deild fyrir tímabilið 0 leikirThea Imani Sturludóttir.Vísir/Valli30 stig(fimm sinnum í 1. sæti, einu sinni í 2. sæti)Thea Imani Sturludóttir 17 ára (fædd 21. janúar 1997) Hægri skytta í Fylki Spilar númer 88 59 mörk í 13 leikjum 4,5 mörk að meðaltali í leikReynsla í efstu deild fyrir tímabilið 10 leikir / 43 mörkHrafnhildur Hanna Þrastardóttir.Vísir/Daníel23 stig(einu sinni í 1. sæti, fimm sinnum í 2. sæti)Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir 18 ára (fædd 14. maí 1995) Leikstjórnandi í Selfossi Spilar númer 4 69 mörk í 14 leikjum 4,9 mörk að meðaltali í leikReynsla í efstu deild fyrir tímabilið 16 leikir / 96 mörkAðrar sem fengu atkvæði Drífa Þorvaldsdóttir, ÍBV 7 Þuríður Guðjónsdóttir, Selfossi 6 (1 í fyrsta sæti) Áróra Eir Pálsdóttir, Haukum 3 Esther Viktoría Ragnarsdóttir, Stjörnunni 3 Hildur Karen Jóhannsdóttir, Fylki 1 Melkorka Mist Gunnarsdóttir, Fylki 1 Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir, HK 1 Díana Kristín Sigmarsdóttir, Fylki 1 Þórhildur Braga Þórðardóttir, HK 1 Olís-deild kvenna Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport Fleiri fréttir Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Sjá meira
Hún varð Íslandsmeistari síðasta vor en ekki með liðsfélögum sínum í meistaraflokki Fram heldur með 3. flokki Fram sem sankaði að sér öllum titlum á síðasta tímabili. Ragnheiður Júlíusdóttir steig sín fyrstu spor með meistaraflokki Fram í haust og það er óhætt að segja að hún hafi skotist hratt upp á stjörnuhimininn. Íslandsmeistarar síðasta árs misstu marga lykilmenn í sumar og Framliðið þurfti að treysta á gott unglingastarf frá fyrsta leik. Það var því gott að geta kallað á efnilegasta leikmann Íslands að mati þjálfara deildarinnar.Ótrúlega öflug í vetur „Hún kemur á blindu hliðina inn í deildina, á frábæran leik í Meisturum meistaranna og er tekin alvarlega frá þeim leik. Hún hefur verið ótrúlega öflug í vetur. Við vissum að hún yrði öflug en hún hefur verið framar vonum með þessa hluti og hvað hún er rosalega sterk andlega,“ segir Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Framliðsins, sem var óhræddur að henda þessari sextán ára stelpu út í djúpu laugina. „Ragnheiður er gríðarlegt efni, hún hefur rosalega öflugan skrokk og er mjög sterk. Hún hefur líka svakalega öfluga hönd sem er gríðarlega mikilvægt í kvennahandbolta. Hún er mikil skytta,“ segir Halldór Jóhann. Ragnheiður Júlíusdóttir hefur skorað 76 mörk í 14 leikjum með Fram í Olís-deildinni í vetur, 5,4 mörk í leik að meðaltali, þar af hefur hún átt níu marka leiki á móti báðum efstu liðum deildarinnar, Val og Stjörnunni.Hættir aldrei „Hún hættir aldrei,“ segir Halldór Jóhann og kemur með dæmi um það þegar hann hefur þurft að skamma hana. „Ég hef látið hana finna svolítið fyrir því í vetur því mér finnst hún vera orðin það góður leikmaður. Maður hefur þurft aðeins að taka hana til hliðar en hún er það öflugur persónuleiki að hún kemur alltaf sterk til baka,“ segir hann. Halldór Jóhann veit þó vel að enginn leikmaður er fullskapaður sextán ára gamall og Fram ætlar að hjálpa henni að vaxa. „Það er vinna okkar næstu árin að hjálpa henni að verða að góðum leikmanni og svo síðar að frábærum leikmanni. Hún hefur skrokkinn í það og hæfileikana. Það er margt sem hún hefur og það sem hún hefur ekki er auðveldara að laga,“ segir Halldór Jóhann. Ragnheiður hefur verið frábær í vetur en hún fékk þó mikla samkeppni sem efnilegasti leikmaður deildarinnar enda nóg af flottum handboltastelpum að koma upp í deildinni. Ragnheiður endaði með aðeins einu stigi meira en Fylkisstelpan Thea Imani Sturludóttir. Selfyssingurinn Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir var síðan ekki langt á eftir. „Þær mynda útilínu í 20 ára landsliðinu þó að bæði Thea og Ragnheiður séu enn gjaldgengar í 18 ára landsliðið því þær eru bara 16 ára og fæddar 1997,“ segir Halldór. Ragnheiður er vinstri skytta, Hrafnhildur Hanna spilar sem leikstjórnandi og Thea Imani er hægri skytta. Það er því ljóst að framtíðarútispilarar íslenska landsliðsins þykja vera þrír efnilegustu leikmenn Olís-deildar kvenna. Þær eru allar þrátt fyrir ungan aldur í stórum hlutverkum innan sinna liða og í hópi markahæstu leikmanna deildarinnar þótt Hrafnhildur sé sú eina sem er markahæst hjá sínu liði.Ragnheiður Júlíusdóttir.Vísir/Daníel31 stig(fimm sinnum í 1. sæti, tisvar sinnum í 2. sæti)Ragnheiður Júlíusdóttir 16 ára (fædd 10. júní 1997) Vinstri skytta í Fram Spilar númer 9 76 mörk í 14 leikjum 5,4 mörk að meðaltali í leikReynsla í efstu deild fyrir tímabilið 0 leikirThea Imani Sturludóttir.Vísir/Valli30 stig(fimm sinnum í 1. sæti, einu sinni í 2. sæti)Thea Imani Sturludóttir 17 ára (fædd 21. janúar 1997) Hægri skytta í Fylki Spilar númer 88 59 mörk í 13 leikjum 4,5 mörk að meðaltali í leikReynsla í efstu deild fyrir tímabilið 10 leikir / 43 mörkHrafnhildur Hanna Þrastardóttir.Vísir/Daníel23 stig(einu sinni í 1. sæti, fimm sinnum í 2. sæti)Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir 18 ára (fædd 14. maí 1995) Leikstjórnandi í Selfossi Spilar númer 4 69 mörk í 14 leikjum 4,9 mörk að meðaltali í leikReynsla í efstu deild fyrir tímabilið 16 leikir / 96 mörkAðrar sem fengu atkvæði Drífa Þorvaldsdóttir, ÍBV 7 Þuríður Guðjónsdóttir, Selfossi 6 (1 í fyrsta sæti) Áróra Eir Pálsdóttir, Haukum 3 Esther Viktoría Ragnarsdóttir, Stjörnunni 3 Hildur Karen Jóhannsdóttir, Fylki 1 Melkorka Mist Gunnarsdóttir, Fylki 1 Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir, HK 1 Díana Kristín Sigmarsdóttir, Fylki 1 Þórhildur Braga Þórðardóttir, HK 1
Olís-deild kvenna Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport Fleiri fréttir Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Sjá meira