Tilnefnd en talar ekki 1. febrúar 2014 12:00 Sigríður María Egilsdóttir vekur hvarvetna eftirtekt. „Ég gerði mitt besta til að tala íslensku með sænskum hreim en það hefði aldrei orðið trúverðugt,“ segir Sigríður María Egilsdóttir leikkona sem tilnefnd er til Edduverðlauna sem besta leikkona í aukahlutverki. Í myndinni Hross í oss leikur Sigríður sænska stúlku sem starfar sem hestatemjari á íslenskum sveitabæ og var sænsk leikkona fengin til að tala fyrir Sigríði í myndinni. „Benni [Benedikt Erlingsson leikstjóri, innsk. blm.] vildi hafa þetta sem flottast og raunverulegast. Ég tala auðvitað mína dönsku sem ég lærði í grunnskóla en átti erfiðara með sænskuna. Ætli ég hafi ekki hljómað meira eins og Íslendingur að reyna að tala sænsku en Svíi að tala íslensku. Svo við tókum þessa ákvörðun, að fá sænska leikkonu til að tala fyrir mig og mér fannst það bara koma mjög vel út.“ Fréttablaðið hafði samband við Benedikt Erlingsson sem var staddur í Gautaborg að kynna Hross í oss sem hefur nú innreið sína á sænskan markað. Hann upplýsti að sænska leikkonan væri læknir að nafni Lovísa Permann sem væri leikkona í hjáverkum og við nám í leiklistarskóla. Það má því kannski segja að Sigríður og Lovísa deili þeirri upphefð sem felst í Eddutilnefningunni þar sem rödd og raddbeiting er einn stærsti hlutinn af list leikarans. „Já, næsta skref verður að fá tilnefningu fyrir hlutverk þar sem ég notast við eigin rödd,“ segir Sigríður og hlær. Hún segir þessa tilnefningu mikla upphefð og til þess fallna að auka áhuga hennar á leiklist. Sigríður er reyndar með leiklistina í blóðinu – faðir hennar er Egill Heiðar Anton Pálsson leikstjóri, sem frumsýndi Gullna hliðið á Akureyri á dögunum, og afi hennar Hallmar Sigurðsson leikstjóri sem var Borgarleikhússtjóri á sínum tíma. „Nú er ég samt bara að vinna og safna fyrir Asíureisu og svo stefni ég á að hefja nám í lögfræði,“ segir leikkonan unga sem þarf ekki einu sinni að tala til að heilla bíógesti víða um heimfréttablaðið/daníel Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Fleiri fréttir Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Sjá meira
„Ég gerði mitt besta til að tala íslensku með sænskum hreim en það hefði aldrei orðið trúverðugt,“ segir Sigríður María Egilsdóttir leikkona sem tilnefnd er til Edduverðlauna sem besta leikkona í aukahlutverki. Í myndinni Hross í oss leikur Sigríður sænska stúlku sem starfar sem hestatemjari á íslenskum sveitabæ og var sænsk leikkona fengin til að tala fyrir Sigríði í myndinni. „Benni [Benedikt Erlingsson leikstjóri, innsk. blm.] vildi hafa þetta sem flottast og raunverulegast. Ég tala auðvitað mína dönsku sem ég lærði í grunnskóla en átti erfiðara með sænskuna. Ætli ég hafi ekki hljómað meira eins og Íslendingur að reyna að tala sænsku en Svíi að tala íslensku. Svo við tókum þessa ákvörðun, að fá sænska leikkonu til að tala fyrir mig og mér fannst það bara koma mjög vel út.“ Fréttablaðið hafði samband við Benedikt Erlingsson sem var staddur í Gautaborg að kynna Hross í oss sem hefur nú innreið sína á sænskan markað. Hann upplýsti að sænska leikkonan væri læknir að nafni Lovísa Permann sem væri leikkona í hjáverkum og við nám í leiklistarskóla. Það má því kannski segja að Sigríður og Lovísa deili þeirri upphefð sem felst í Eddutilnefningunni þar sem rödd og raddbeiting er einn stærsti hlutinn af list leikarans. „Já, næsta skref verður að fá tilnefningu fyrir hlutverk þar sem ég notast við eigin rödd,“ segir Sigríður og hlær. Hún segir þessa tilnefningu mikla upphefð og til þess fallna að auka áhuga hennar á leiklist. Sigríður er reyndar með leiklistina í blóðinu – faðir hennar er Egill Heiðar Anton Pálsson leikstjóri, sem frumsýndi Gullna hliðið á Akureyri á dögunum, og afi hennar Hallmar Sigurðsson leikstjóri sem var Borgarleikhússtjóri á sínum tíma. „Nú er ég samt bara að vinna og safna fyrir Asíureisu og svo stefni ég á að hefja nám í lögfræði,“ segir leikkonan unga sem þarf ekki einu sinni að tala til að heilla bíógesti víða um heimfréttablaðið/daníel
Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Fleiri fréttir Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Sjá meira