Gjöfin stóra Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar 1. febrúar 2014 06:00 Mikil umræða fer nú fram um líffæragjöf vegna andláts Skarphéðins Andra Kristjánssonar. Saga hans er einstök en eins og flestir vita dó hann í kjölfar umferðarslyss og gaf líffæri sín til sex einstaklinga. Hann hafði velt þessu fyrir sér, tekið ákvörðun og rætt við fjölskylduna án þess að óa fyrir að kallið kæmi svo snemma. Ég vil þakka foreldrum hans fyrir að segja okkur frá gjöf Skarphéðins og um leið votta þeim, fjölskyldu og vinum, mína dýpstu samúð. Siv Friðleifsdóttir flutti þingsályktun um að ráðherra yrði falið að leggja fram frumvarp um ætlað samþykki við líffæragjöf. Á síðasta þingi afgreiddi velferðarnefnd málið frá sér, með breytingum þó, en það komst því miður ekki á dagskrá þingsins. Silja Dögg Gunnarsdóttir hefur nú lagt fram frumvarp um málið og það er á starfsáætlun velferðarnefndar. Nefndin kynnti sér málið vel og Siðfræðistofnun Háskóla Íslands hélt málþing um siðferðileg álitamál vegna líffæragjafar. Ég leyfi mér að fullyrða að þingmenn séu almennt sammála um mikilvægi þess að fjölga líffæragjöfum. Breyting til að stuðla að því gæti verið að setja ætlað samþykki eða krafið samþykki í lög. Í síðara tilfellinu væri með skipulögðum hætti leitað eftir afstöðu fólks til mögulegrar líffæragjafar. Sumir siðfræðingar benda á að líffæragjöf sé mikilvæg gjöf og það eigi ekki að taka ákvörðunina um að gefa slíka gjöf af fólki með lagasetningu. En ef til vill þarf ekki lagabreytingu. Á málþingi Siðfræðistofnunar kom fram að mikilvægasti áhrifaþátturinn á vilja fólks til að gefa líffæri væri að fram hefði farið almenn samfélagsumræða um mikilvægi líffæragjafar og spurningar sem vakna í kringum jafnviðkvæmt og stórt mál. Hvernig sem lögin um líffæragjöf verða þá er það alltaf réttur aðstandenda að neita. Umræða og fræðsla um líffæragjöf er því besta leiðin til að fjölga líffæragjöfum. Gjöfin hans Skarphéðins og foreldra hans er því enn stærri en þau grunaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Mikil umræða fer nú fram um líffæragjöf vegna andláts Skarphéðins Andra Kristjánssonar. Saga hans er einstök en eins og flestir vita dó hann í kjölfar umferðarslyss og gaf líffæri sín til sex einstaklinga. Hann hafði velt þessu fyrir sér, tekið ákvörðun og rætt við fjölskylduna án þess að óa fyrir að kallið kæmi svo snemma. Ég vil þakka foreldrum hans fyrir að segja okkur frá gjöf Skarphéðins og um leið votta þeim, fjölskyldu og vinum, mína dýpstu samúð. Siv Friðleifsdóttir flutti þingsályktun um að ráðherra yrði falið að leggja fram frumvarp um ætlað samþykki við líffæragjöf. Á síðasta þingi afgreiddi velferðarnefnd málið frá sér, með breytingum þó, en það komst því miður ekki á dagskrá þingsins. Silja Dögg Gunnarsdóttir hefur nú lagt fram frumvarp um málið og það er á starfsáætlun velferðarnefndar. Nefndin kynnti sér málið vel og Siðfræðistofnun Háskóla Íslands hélt málþing um siðferðileg álitamál vegna líffæragjafar. Ég leyfi mér að fullyrða að þingmenn séu almennt sammála um mikilvægi þess að fjölga líffæragjöfum. Breyting til að stuðla að því gæti verið að setja ætlað samþykki eða krafið samþykki í lög. Í síðara tilfellinu væri með skipulögðum hætti leitað eftir afstöðu fólks til mögulegrar líffæragjafar. Sumir siðfræðingar benda á að líffæragjöf sé mikilvæg gjöf og það eigi ekki að taka ákvörðunina um að gefa slíka gjöf af fólki með lagasetningu. En ef til vill þarf ekki lagabreytingu. Á málþingi Siðfræðistofnunar kom fram að mikilvægasti áhrifaþátturinn á vilja fólks til að gefa líffæri væri að fram hefði farið almenn samfélagsumræða um mikilvægi líffæragjafar og spurningar sem vakna í kringum jafnviðkvæmt og stórt mál. Hvernig sem lögin um líffæragjöf verða þá er það alltaf réttur aðstandenda að neita. Umræða og fræðsla um líffæragjöf er því besta leiðin til að fjölga líffæragjöfum. Gjöfin hans Skarphéðins og foreldra hans er því enn stærri en þau grunaði.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun