Í fótspor langafa Ugla Egilsdóttir skrifar 4. febrúar 2014 12:00 Þórdís Eva Steinsdóttir og Helgi Guðjónsson voru valin efnilegustu unglingarnir. Mynd/ Steinn Jóhannsson. „Mamma mín og pabbi voru bæði í frjálsum, og meira að segja langafi minn í móðurætt,“ segir Þórdís Eva Steinsdóttir, sem var ásamt Helga Guðjónssyni valin efnilegust unglinga af Framförum – Hollvinafélagi millivegalengda- og langhlaupara. „Langafi minn hét Sveinn Kr. Magnússon. Hann bjó í Hafnarfirði og keppti með FH eins og ég,“ segir hún. Þórdís Eva og Helgi voru í góðum hópi verðlaunahafa, því meðal annarra sem hlutu verðlaun voru Aníta Hinriksdóttir og Kári Steinn Karlsson, en þau voru valin hlauparar ársins. Þórdís lítur upp til þeirra beggja og líka hlauparans Usains Bolt. Hún segir mjög hvetjandi að fá viðurkenningu á borð við þessa. „Ég fékk ávaxtakörfu með fullt af ávöxtum í, gjafabréf, hlaupadagbók, sokkapar og peningaverðlaun. Ég er ekki búin að ákveða hvað ég geri fyrir peninginn.“ Þórdís þakkar góðan árangur sinn því að hún æfir vel og er dugleg að keppa. „Ég er til dæmis búin að keppa þrjár helgar í röð og á þrjár eftir. Ég keppi í öllu; hlaupum, stökkum og köstum, en mest í hlaupum. 400 og 800 metra hlaup eru uppáhaldið mitt. Í fyrra setti ég 29 Íslandsmet. Ég setti líka eitt Íslandsmet á Reykjavíkurleikunum um daginn og um síðustu helgi setti ég tvö.“ Einna eftirminnilegastir þykja Þórdísi Gautaborgarleikarnir. „Þar vann ég þrenn verðlaun, ein í þrístökki, önnur í 600 metra hlaupi og þriðju í 200 metra hlaupi. Draumurinn er að komast einhvern tímann á Ólympíuleikana, eða á eitthvert annað stórmót,“ segir Þórdís. Hún æfir ekki bara frjálsar, heldur líka fótbolta. „Ég æfi frjálsar fimm sinnum í viku og fótbolta fimm sinnum í viku, en ég mæti ekki á allar æfingar í frjálsum og heldur ekki í fótbolta. Ég reyni auðvitað að mæta á allar en hef bara ekki tíma. Ég get ekki valið hvort mér finnst skemmtilegra í fótbolta eða frjálsum. Ég er samt betri í frjálsum.“ Þórdís segir að það einfaldi valið lítið. „Bróðir minn er með mér í frjálsum og ein af bestu vinkonum mínum er líka í frjálsum. Svo eru hinar tvær bestu vinkonur mínar með mér í fótbolta.“ Þórdís er á fjórtánda ári og gengur í Setbergsskóla. „Uppáhaldsfagið mitt í skólanum eru íþróttir. Íþróttir eru aðaláhugamálið. Önnur áhugamál komast ekki fyrir,“ segir hún. Auk áðurnefndra hlaupara fengu Kristinn Þór Kristinsson og Helen Ólafsdóttir viðurkenningu fyrir mestu framfarirnar á árinu 2013. Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Fleiri fréttir Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Sjá meira
„Mamma mín og pabbi voru bæði í frjálsum, og meira að segja langafi minn í móðurætt,“ segir Þórdís Eva Steinsdóttir, sem var ásamt Helga Guðjónssyni valin efnilegust unglinga af Framförum – Hollvinafélagi millivegalengda- og langhlaupara. „Langafi minn hét Sveinn Kr. Magnússon. Hann bjó í Hafnarfirði og keppti með FH eins og ég,“ segir hún. Þórdís Eva og Helgi voru í góðum hópi verðlaunahafa, því meðal annarra sem hlutu verðlaun voru Aníta Hinriksdóttir og Kári Steinn Karlsson, en þau voru valin hlauparar ársins. Þórdís lítur upp til þeirra beggja og líka hlauparans Usains Bolt. Hún segir mjög hvetjandi að fá viðurkenningu á borð við þessa. „Ég fékk ávaxtakörfu með fullt af ávöxtum í, gjafabréf, hlaupadagbók, sokkapar og peningaverðlaun. Ég er ekki búin að ákveða hvað ég geri fyrir peninginn.“ Þórdís þakkar góðan árangur sinn því að hún æfir vel og er dugleg að keppa. „Ég er til dæmis búin að keppa þrjár helgar í röð og á þrjár eftir. Ég keppi í öllu; hlaupum, stökkum og köstum, en mest í hlaupum. 400 og 800 metra hlaup eru uppáhaldið mitt. Í fyrra setti ég 29 Íslandsmet. Ég setti líka eitt Íslandsmet á Reykjavíkurleikunum um daginn og um síðustu helgi setti ég tvö.“ Einna eftirminnilegastir þykja Þórdísi Gautaborgarleikarnir. „Þar vann ég þrenn verðlaun, ein í þrístökki, önnur í 600 metra hlaupi og þriðju í 200 metra hlaupi. Draumurinn er að komast einhvern tímann á Ólympíuleikana, eða á eitthvert annað stórmót,“ segir Þórdís. Hún æfir ekki bara frjálsar, heldur líka fótbolta. „Ég æfi frjálsar fimm sinnum í viku og fótbolta fimm sinnum í viku, en ég mæti ekki á allar æfingar í frjálsum og heldur ekki í fótbolta. Ég reyni auðvitað að mæta á allar en hef bara ekki tíma. Ég get ekki valið hvort mér finnst skemmtilegra í fótbolta eða frjálsum. Ég er samt betri í frjálsum.“ Þórdís segir að það einfaldi valið lítið. „Bróðir minn er með mér í frjálsum og ein af bestu vinkonum mínum er líka í frjálsum. Svo eru hinar tvær bestu vinkonur mínar með mér í fótbolta.“ Þórdís er á fjórtánda ári og gengur í Setbergsskóla. „Uppáhaldsfagið mitt í skólanum eru íþróttir. Íþróttir eru aðaláhugamálið. Önnur áhugamál komast ekki fyrir,“ segir hún. Auk áðurnefndra hlaupara fengu Kristinn Þór Kristinsson og Helen Ólafsdóttir viðurkenningu fyrir mestu framfarirnar á árinu 2013.
Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Fleiri fréttir Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Sjá meira