Tveir lífeyrissjóðir eiga í öllum félögum á Aðallista Kauphallarinnar Óli Kristján Ármannsson skrifar 5. febrúar 2014 07:00 Spáð í spilin. Frá morgunverðarfundi sem haldinn var í nóvember síðastliðnum um lífeyrissjóðina og atvinnulífið. Fréttablaðið/GVA Samtals eiga lífeyrissjóðir landsins, beint og óbeint, að minnsta kosti 37,44 prósent hlutafjár íslenskra félaga sem skráð eru á Aðallista Kauphallar Íslands (Nasdaq OMX Iceland). Umsvifin hafa aukist töluvert á einu ári, en í ársbyrjun í fyrra var frá því greint að sjóðirnir ættu um 29 prósent af heildarvirði skráðra hlutabréfa á listanum. Líkast til er eignarhlutur sjóðanna eitthvað stærri því í samantektinni er einungis horft til skráningar á lista yfir 20 stærstu eigendur hvers félags, eins og hún var um síðustu mánaðamót. Einhverjir sjóðir gætu átt smærri hlut sem ekki nær á listann, auk þess sem ekki er tekið tillit til eignar í hlutabréfasjóðum.Langmest eiga lífeyrissjóðir í N1, eða 60,4 prósent hlutafjár. Þar á eftir koma svo Icelandair og Vodafone þar sem sjóðirnir eiga 46,8 og 45,1 prósent. Minnst er eign þeirra í VÍS, 17,4 prósent. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, hvetur lífeyrissjóði til að endurskoða hvernig þeir koma að eigendaaðhaldi fyrirtækja. Þess sé þörf í ljósi aukinna umsvifa þeirra innanlands vegna gjaldeyrishafta. Hætt sé við að halli á samkeppnisumhverfið ef eigendaaðhald er ónógt með fyrirtækjum. Eins þurfi að hafa sérstaka gát á eignarhaldi félaga sem eiga í samkeppni, en yfirferð á lista yfir 20 stærstu leiðir í ljós að sex lífeyrissjóðir eiga bæði í TM og VÍS í Kauphöllinni. Þar af er Lífeyrissjóður verslunarmanna meðal stærstu eigenda. Þá eiga tveir lífeyrissjóðir í öllum íslensku félögunum sem skráð eru á aðallista Kauphallarinnar. Tengdar fréttir Undanþágur kosta fyrirtæki og Seðlabanka 1,5 milljarða Áætla má beinan kostnað vegna beiðna fyrirækja um undanþágur frá höftum. Frá og með 2009 hafa um 3.700 fyrirtæki sótt um undanþágu. Erfitt er að setja mælistiku á kostnað þjóðfélagsins við viðvarandi gjaldeyrishöft. 29. janúar 2014 07:00 Þróunarfyrirtæki á hraðri leið úr landi Lítil virkni er orðin í íslenskum félögum sem stofnuð voru um útrás á sviði virkjana og jarðvarma. Gjaldeyrishöft hrekja starfsemina úr landi því erlendir fjárfestar stíga ekki fæti inn fyrir höft. Fólk með sérhæfða þekkingu finnur samt vinnu víða. 30. janúar 2014 07:00 Glötuð tækifæri mælast illa Hér hefur verið byggð upp óþarflega mikil þolinmæði gagnvart gjaldeyrishöftum, segir Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. Friðrik Már Baldursson, hagfræðiprófessor við Háskólann í Reykjavík, segir lönd aðlagast höftum merkilega vel. Önnur lögmál kunni þó að eiga við um þróuð ríki en þróunarlönd. 29. janúar 2014 09:15 Í haftaumhverfi þurfa lífeyrissjóðir að gæta að sér Eftir því sem gjaldeyrishöft eru lengur í gildi fækkar fjárfestingarkostum lífeyrissjóðanna. Áhætta eykst í rekstri þeirra og dregur úr ávöxtun. Forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir höftin til þess fallin að vega að samkeppni. 5. febrúar 2014 07:00 Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Samtals eiga lífeyrissjóðir landsins, beint og óbeint, að minnsta kosti 37,44 prósent hlutafjár íslenskra félaga sem skráð eru á Aðallista Kauphallar Íslands (Nasdaq OMX Iceland). Umsvifin hafa aukist töluvert á einu ári, en í ársbyrjun í fyrra var frá því greint að sjóðirnir ættu um 29 prósent af heildarvirði skráðra hlutabréfa á listanum. Líkast til er eignarhlutur sjóðanna eitthvað stærri því í samantektinni er einungis horft til skráningar á lista yfir 20 stærstu eigendur hvers félags, eins og hún var um síðustu mánaðamót. Einhverjir sjóðir gætu átt smærri hlut sem ekki nær á listann, auk þess sem ekki er tekið tillit til eignar í hlutabréfasjóðum.Langmest eiga lífeyrissjóðir í N1, eða 60,4 prósent hlutafjár. Þar á eftir koma svo Icelandair og Vodafone þar sem sjóðirnir eiga 46,8 og 45,1 prósent. Minnst er eign þeirra í VÍS, 17,4 prósent. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, hvetur lífeyrissjóði til að endurskoða hvernig þeir koma að eigendaaðhaldi fyrirtækja. Þess sé þörf í ljósi aukinna umsvifa þeirra innanlands vegna gjaldeyrishafta. Hætt sé við að halli á samkeppnisumhverfið ef eigendaaðhald er ónógt með fyrirtækjum. Eins þurfi að hafa sérstaka gát á eignarhaldi félaga sem eiga í samkeppni, en yfirferð á lista yfir 20 stærstu leiðir í ljós að sex lífeyrissjóðir eiga bæði í TM og VÍS í Kauphöllinni. Þar af er Lífeyrissjóður verslunarmanna meðal stærstu eigenda. Þá eiga tveir lífeyrissjóðir í öllum íslensku félögunum sem skráð eru á aðallista Kauphallarinnar.
Tengdar fréttir Undanþágur kosta fyrirtæki og Seðlabanka 1,5 milljarða Áætla má beinan kostnað vegna beiðna fyrirækja um undanþágur frá höftum. Frá og með 2009 hafa um 3.700 fyrirtæki sótt um undanþágu. Erfitt er að setja mælistiku á kostnað þjóðfélagsins við viðvarandi gjaldeyrishöft. 29. janúar 2014 07:00 Þróunarfyrirtæki á hraðri leið úr landi Lítil virkni er orðin í íslenskum félögum sem stofnuð voru um útrás á sviði virkjana og jarðvarma. Gjaldeyrishöft hrekja starfsemina úr landi því erlendir fjárfestar stíga ekki fæti inn fyrir höft. Fólk með sérhæfða þekkingu finnur samt vinnu víða. 30. janúar 2014 07:00 Glötuð tækifæri mælast illa Hér hefur verið byggð upp óþarflega mikil þolinmæði gagnvart gjaldeyrishöftum, segir Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. Friðrik Már Baldursson, hagfræðiprófessor við Háskólann í Reykjavík, segir lönd aðlagast höftum merkilega vel. Önnur lögmál kunni þó að eiga við um þróuð ríki en þróunarlönd. 29. janúar 2014 09:15 Í haftaumhverfi þurfa lífeyrissjóðir að gæta að sér Eftir því sem gjaldeyrishöft eru lengur í gildi fækkar fjárfestingarkostum lífeyrissjóðanna. Áhætta eykst í rekstri þeirra og dregur úr ávöxtun. Forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir höftin til þess fallin að vega að samkeppni. 5. febrúar 2014 07:00 Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Undanþágur kosta fyrirtæki og Seðlabanka 1,5 milljarða Áætla má beinan kostnað vegna beiðna fyrirækja um undanþágur frá höftum. Frá og með 2009 hafa um 3.700 fyrirtæki sótt um undanþágu. Erfitt er að setja mælistiku á kostnað þjóðfélagsins við viðvarandi gjaldeyrishöft. 29. janúar 2014 07:00
Þróunarfyrirtæki á hraðri leið úr landi Lítil virkni er orðin í íslenskum félögum sem stofnuð voru um útrás á sviði virkjana og jarðvarma. Gjaldeyrishöft hrekja starfsemina úr landi því erlendir fjárfestar stíga ekki fæti inn fyrir höft. Fólk með sérhæfða þekkingu finnur samt vinnu víða. 30. janúar 2014 07:00
Glötuð tækifæri mælast illa Hér hefur verið byggð upp óþarflega mikil þolinmæði gagnvart gjaldeyrishöftum, segir Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. Friðrik Már Baldursson, hagfræðiprófessor við Háskólann í Reykjavík, segir lönd aðlagast höftum merkilega vel. Önnur lögmál kunni þó að eiga við um þróuð ríki en þróunarlönd. 29. janúar 2014 09:15
Í haftaumhverfi þurfa lífeyrissjóðir að gæta að sér Eftir því sem gjaldeyrishöft eru lengur í gildi fækkar fjárfestingarkostum lífeyrissjóðanna. Áhætta eykst í rekstri þeirra og dregur úr ávöxtun. Forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir höftin til þess fallin að vega að samkeppni. 5. febrúar 2014 07:00