Opið bréf til Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra Bryndís Snæbjörnsdóttir og Friðrik Sigurðsson skrifar 6. febrúar 2014 06:00 Ágæti ráðherra. Landssamtökunum Þroskahjálp hefur borist fjöldi ábendinga og kvartana vegna þeirra breytinga sem gerðar voru á kostnaðarþátttöku notenda í bleyjukaupum við setningu nýrrar reglugerðar sem tók gildi nú um áramótin. Þessi breyting hefur í för með sér verulega kjaraskerðingu hjá því fólki sem vegna veikinda eða fötlunar er háð því að nota bleyjur að staðaldri. Samkvæmt upplýsingum sem samtökin hafa aflað sér getur kostnaðarþátttaka hjá fullorðnum einstaklingi numið 4-5.000 krónum á mánuði. Þær u.þ.b 5.700 króna auknu ráðstafanatekjur sem margir af skjólstæðingum samtakanna fengu nú um áramót vegna verðlagshækkana örorkulífeyris hefur ríkissjóði tekist að ná til baka að stærstum hluta. Fyrir manneskju sem eingöngu hefur tekjur sínar af örorkulífeyri er hér um að ræða alvarlega og viðvarandi kjaraskerðingu sem ekki getur talist ásættanleg. Kaup á bleyjum geta ekki talist til eðlilegra útgjalda fyrir fólk sem komið er af barnsaldri og engar líkur á að um misnotkun sé að ræða enda ekki varningur sem er eftirsóttur nema fyrir þá sem þurfa nauðsynlega á honum að halda. Því eru öll rök fyrir því að það sé bæði sanngjarnt og eðlilegt að Sjúkratryggingar Íslands taki 100% þátt í kostnaði við bleyjukaup. Landssamtökin Þroskahjálp fara fram á það við ráðherra að hann endurskoði umrædda reglugerð og færi hana aftur til fyrra horfs, þ.e. í 100% greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga Íslands vegna bleyjukaupa einstaklinga þriggja ára og eldri. Jafnframt vilja samtökin benda á að þær breytingar sem gerðar hafa verið á bótum almannatrygginga og skattamálum að undanförnu hafa ekki komið þeim einstaklingum til góða sem einvörðungu hafa bætur almannatrygginga sér til framfærslu. Hagur þessara einstaklinga mun því hreinlega versna frá því sem áður var. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Snæbjörnsdóttir Mest lesið Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Ágæti ráðherra. Landssamtökunum Þroskahjálp hefur borist fjöldi ábendinga og kvartana vegna þeirra breytinga sem gerðar voru á kostnaðarþátttöku notenda í bleyjukaupum við setningu nýrrar reglugerðar sem tók gildi nú um áramótin. Þessi breyting hefur í för með sér verulega kjaraskerðingu hjá því fólki sem vegna veikinda eða fötlunar er háð því að nota bleyjur að staðaldri. Samkvæmt upplýsingum sem samtökin hafa aflað sér getur kostnaðarþátttaka hjá fullorðnum einstaklingi numið 4-5.000 krónum á mánuði. Þær u.þ.b 5.700 króna auknu ráðstafanatekjur sem margir af skjólstæðingum samtakanna fengu nú um áramót vegna verðlagshækkana örorkulífeyris hefur ríkissjóði tekist að ná til baka að stærstum hluta. Fyrir manneskju sem eingöngu hefur tekjur sínar af örorkulífeyri er hér um að ræða alvarlega og viðvarandi kjaraskerðingu sem ekki getur talist ásættanleg. Kaup á bleyjum geta ekki talist til eðlilegra útgjalda fyrir fólk sem komið er af barnsaldri og engar líkur á að um misnotkun sé að ræða enda ekki varningur sem er eftirsóttur nema fyrir þá sem þurfa nauðsynlega á honum að halda. Því eru öll rök fyrir því að það sé bæði sanngjarnt og eðlilegt að Sjúkratryggingar Íslands taki 100% þátt í kostnaði við bleyjukaup. Landssamtökin Þroskahjálp fara fram á það við ráðherra að hann endurskoði umrædda reglugerð og færi hana aftur til fyrra horfs, þ.e. í 100% greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga Íslands vegna bleyjukaupa einstaklinga þriggja ára og eldri. Jafnframt vilja samtökin benda á að þær breytingar sem gerðar hafa verið á bótum almannatrygginga og skattamálum að undanförnu hafa ekki komið þeim einstaklingum til góða sem einvörðungu hafa bætur almannatrygginga sér til framfærslu. Hagur þessara einstaklinga mun því hreinlega versna frá því sem áður var.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar