Konungarnir mætast á sviðinu í Hörpu Gunnar Leó Pálsson skrifar 7. febrúar 2014 10:00 Björgvin Halldórsson og Bubbi Morthens koma fram saman á tónleikum í Hörpu. mynd/gassi „Þessi tónleikar eiga sér langa forsögu, það er búið að tala um að gera þetta í nokkur ár en það hefur aldrei gefist tími. Það er að gera þetta núna eða aldrei,“ segir Björgvin Halldórsson sem heldur í fyrsta skipti tónleika ásamt Bubba Morthens í Hörpu í apríl. Eins og alþjóð veit, er um að ræða líklega tvö af stærstu nöfnum íslenskrar tónlistarsögu. „Við Bubbi höfum þekkst mjög lengi og höfum sungið saman áður eins og á Jólagestunum í hittifyrra og á nýju dúettaplötunni minni. Ég hef einnig verið gestur í þættinum hans Bubba þannig að við þekkjumst vel,“ útskýrir Björgvin. Blaðamaður gat ekki annað en spurt hvort konungarnir tveir væru farnir að búa til nýja tónlist saman. „Það er ekki komið að því enn. Maður veit þó aldrei, það gæti vel verið að við kæmum með eitthvert nýtt efni,“ segir Björgvin. Þessir tveir mikilvirkustu og vinsælustu söngvarar landsins, sem stundum hafa eldað saman grátt silfur, munu slíðra sverðin og ganga til leiks í sameiginlegri ást sinni á tónlistinni, hvort heldur það eru dægurvísur, sveitasöngvar eða rokk og ról. Þeir munu syngja sín eigin lög og lög hvor annars og flytja saman margar gersemar úr söngbókinni. „Þetta er ofsalega spennandi og ögrandi verkefni. Við ætlum ekkert að hafa þetta of stórt og mikið, frekar kósí og létt.“ Þeir félagar ætla að spjalla um ferilinn og segja góðar sögur á milli laga. Með þeim á sviðinu verður sérvalin hljómsveit en hana skipa Þórir Úlfarsson á hljómborð, Þórir Baldursson á Hammond-orgel, Jón Elvar Hafsteinsson og Guðmundur Pétursson á gítar, Benedikt Brynleifsson á trommur og Eiður Arnarsson á bassa. Kynnir á tónleikunum verður einn vinsælasti grínisti landsins, Ari Eldjárn.Tónleikarnir fara fram laugardagurinn 5. apríl, í Eldborgarsalnum í Hörpu og hefjast klukkan 20.00. Miðasala hefst á þriðjudaginn á midi.is. Tónlist Mest lesið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Menning Allt búið hjá Austin og Kaiu Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Þessi tónleikar eiga sér langa forsögu, það er búið að tala um að gera þetta í nokkur ár en það hefur aldrei gefist tími. Það er að gera þetta núna eða aldrei,“ segir Björgvin Halldórsson sem heldur í fyrsta skipti tónleika ásamt Bubba Morthens í Hörpu í apríl. Eins og alþjóð veit, er um að ræða líklega tvö af stærstu nöfnum íslenskrar tónlistarsögu. „Við Bubbi höfum þekkst mjög lengi og höfum sungið saman áður eins og á Jólagestunum í hittifyrra og á nýju dúettaplötunni minni. Ég hef einnig verið gestur í þættinum hans Bubba þannig að við þekkjumst vel,“ útskýrir Björgvin. Blaðamaður gat ekki annað en spurt hvort konungarnir tveir væru farnir að búa til nýja tónlist saman. „Það er ekki komið að því enn. Maður veit þó aldrei, það gæti vel verið að við kæmum með eitthvert nýtt efni,“ segir Björgvin. Þessir tveir mikilvirkustu og vinsælustu söngvarar landsins, sem stundum hafa eldað saman grátt silfur, munu slíðra sverðin og ganga til leiks í sameiginlegri ást sinni á tónlistinni, hvort heldur það eru dægurvísur, sveitasöngvar eða rokk og ról. Þeir munu syngja sín eigin lög og lög hvor annars og flytja saman margar gersemar úr söngbókinni. „Þetta er ofsalega spennandi og ögrandi verkefni. Við ætlum ekkert að hafa þetta of stórt og mikið, frekar kósí og létt.“ Þeir félagar ætla að spjalla um ferilinn og segja góðar sögur á milli laga. Með þeim á sviðinu verður sérvalin hljómsveit en hana skipa Þórir Úlfarsson á hljómborð, Þórir Baldursson á Hammond-orgel, Jón Elvar Hafsteinsson og Guðmundur Pétursson á gítar, Benedikt Brynleifsson á trommur og Eiður Arnarsson á bassa. Kynnir á tónleikunum verður einn vinsælasti grínisti landsins, Ari Eldjárn.Tónleikarnir fara fram laugardagurinn 5. apríl, í Eldborgarsalnum í Hörpu og hefjast klukkan 20.00. Miðasala hefst á þriðjudaginn á midi.is.
Tónlist Mest lesið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Menning Allt búið hjá Austin og Kaiu Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira