Peningarnir góð viðurkenning 12. febrúar 2014 10:30 Ása Helga Hjörleifsdóttir. „Það er ekki hægt að gera bíómynd fyrir þennan pening, en viðurkenningin skiptir máli,“ segir Ása Helga Hjörleifsdóttir sem fékk þúsund evrur, eða um 160 þúsund íslenskar krónur, í verðlaun á Berlinale Co-Production Market í gær til að þróa áfram kvikmyndina Svaninn. Kvikmyndin byggir á bók Guðbergs Bergssonar. „Tvö önnur verkefni fengu sömu peningaupphæð í verðlaun. Berlinale Co-Production Market er hugsaður til þess að kynna kvikmyndaverkefni í þróun fyrir meðframleiðendum. Svanurinn verður fyrsta mynd Ásu Helgu í fullri lengd, en hún hefur áður gert stuttmyndina Ástarsögu. Kvikmyndaverkefnin þrjú sem fengu verðlaun voru valin úr hópnum til að kynna kvikmyndirnar með formlegum hætti fyrir framleiðendum á hátíðinni. „Við höfum fengið ótrúlega jákvæðar viðtökur,“ segir Ása Helga. „Við fengum miklu fleiri fundarbeiðnir með framleiðendum en við gátum annað. Við erum í viðræðum við nokkra framleiðendur sem eru þrautreyndir og hafa gert slatta af flottum myndum. Framhaldið skýrist örugglega á næstu vikum.“ Ása Helga hefur haft lítið svigrúm til þess að horfa á myndir á hátíðinni hingað til. „Mig langar að sjá Nymphomaniac eftir Lars Von Trier,“ segir Ása Helga. Menning Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
„Það er ekki hægt að gera bíómynd fyrir þennan pening, en viðurkenningin skiptir máli,“ segir Ása Helga Hjörleifsdóttir sem fékk þúsund evrur, eða um 160 þúsund íslenskar krónur, í verðlaun á Berlinale Co-Production Market í gær til að þróa áfram kvikmyndina Svaninn. Kvikmyndin byggir á bók Guðbergs Bergssonar. „Tvö önnur verkefni fengu sömu peningaupphæð í verðlaun. Berlinale Co-Production Market er hugsaður til þess að kynna kvikmyndaverkefni í þróun fyrir meðframleiðendum. Svanurinn verður fyrsta mynd Ásu Helgu í fullri lengd, en hún hefur áður gert stuttmyndina Ástarsögu. Kvikmyndaverkefnin þrjú sem fengu verðlaun voru valin úr hópnum til að kynna kvikmyndirnar með formlegum hætti fyrir framleiðendum á hátíðinni. „Við höfum fengið ótrúlega jákvæðar viðtökur,“ segir Ása Helga. „Við fengum miklu fleiri fundarbeiðnir með framleiðendum en við gátum annað. Við erum í viðræðum við nokkra framleiðendur sem eru þrautreyndir og hafa gert slatta af flottum myndum. Framhaldið skýrist örugglega á næstu vikum.“ Ása Helga hefur haft lítið svigrúm til þess að horfa á myndir á hátíðinni hingað til. „Mig langar að sjá Nymphomaniac eftir Lars Von Trier,“ segir Ása Helga.
Menning Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira