Saga mannsins með nærfatanafnið er lyginni líkust Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. febrúar 2014 07:00 Bruno Banani braut blað í sögu Kyrrahafseyjunnar Tonga þegar hann renndi sér í Sotsjí um síðustu helgi. Vísir/Getty Þegar hinn 26 ára gamli Bruno Banani frá Tonga renndi sér á baksleðanum niður brekkuna í Sotsjí um síðustu helgi rættist ósk Salote Mafile‘o Pilolevu Tuita, prinsessunnar af Tonga, um að eiga keppanda á Vetrarólympíuleikunum. Banani, sem keppt hefur á þremur heimsmeistaramótum, endaði í 32. sæti og stóð sig hreint með ágætum. Saga hans er lyginni líkust. Eiginlega bara hálfgerð lygi. Það er t.a.m. engin tilviljun að hann heitir það sama og þýski nærfataframleiðandinn Bruno Banani. Hann tók nefnilega upp nafn fyrirtækisins fyrir fimm árum í markaðsskyni og hefur síðan verið auglýsing fyrir fyrirtækið þar sem hann þýtur á baksleða niður brekkur heimsins á allt að 140 kílómetra hraða.Fundu glufu í regluverkinu Fuahea Semi, eins og hann heitir réttu nafni, mætti á hálfgert baksleðanámskeið sem þýski meistarinn Isabel Barschinski hélt á Tonga árið 2009 og í framhaldinu hafði markaðsfyrirtækið Makai samband við hann. Það viðraði þá hugmynd við Semi að byrja að æfa íþróttina af krafti og breyta nafni sínu í Bruno Banani. Reglur Ólympíunefndarinnar hvað varðar auglýsingar í kringum leikana eru mjög strangar og mega íþróttamenn ekki einu sinni birtast í þeim hvar sem er í heiminum á meðan á leikunum stendur. Ekki nema sé verið að auglýsa eitthvert af þeim fyrirtækjum sem styrkja Ólympíuleikana. „Ég virði Ólympíuleikana en við fundum þarna glufu í regluverkinu. Við fengum þá hugmynd að breyta nafni hans sem er ekki bannað,“ sagði Mathias Ihle, forstjóri Maikai, við ESPN í janúar. Hinum endurnefnda Banani var svo boðið til æfinga með þýska landsliðinu er hann reyndi að komast á Vetrarólympíuleikana í Vancouver 2010 en það tókst ekki. Hann hefur síðan keppt á þremur heimsmeistaramótum og er nú búinn að endurskrifa Ólympíusögu Tonga. Markaðsfyrirtækið breytti ekki bara nafni Semi heldur sögu hans. Faðir Semi fæðir og klæðir fjölskyldu sína með því að tína kassavarætur en þar sem þær þekkja ekki allir var frekar sagt að hann tíndi kókoshnetur. Sú setning fylgir svo alltaf Banani að hann „fái kraft úr kókoshnetum“. Þýska blaðið Der Spiegel kom upp um Banani fyrir tveimur árum en það stöðvaði hvorki nærfataframleiðandann né íþróttamanninn sjálfan. Hann hélt áfram ótrauður og tryggði sér keppnisrétt á ÓL 2014 í lok desember á síðasta ári. Prinsessan af Tonga var svo mætt til Sotsjí fyrir keppnina um síðustu helgi þar sem hún hoppaði og öskraði af gleði. „Áfram Bruno, áfram Tonga, áfram Tonga!“ hrópaði hún. Ekkert lítið ánægð með að draumur hennar rættist. Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Fleiri fréttir „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Sjá meira
Þegar hinn 26 ára gamli Bruno Banani frá Tonga renndi sér á baksleðanum niður brekkuna í Sotsjí um síðustu helgi rættist ósk Salote Mafile‘o Pilolevu Tuita, prinsessunnar af Tonga, um að eiga keppanda á Vetrarólympíuleikunum. Banani, sem keppt hefur á þremur heimsmeistaramótum, endaði í 32. sæti og stóð sig hreint með ágætum. Saga hans er lyginni líkust. Eiginlega bara hálfgerð lygi. Það er t.a.m. engin tilviljun að hann heitir það sama og þýski nærfataframleiðandinn Bruno Banani. Hann tók nefnilega upp nafn fyrirtækisins fyrir fimm árum í markaðsskyni og hefur síðan verið auglýsing fyrir fyrirtækið þar sem hann þýtur á baksleða niður brekkur heimsins á allt að 140 kílómetra hraða.Fundu glufu í regluverkinu Fuahea Semi, eins og hann heitir réttu nafni, mætti á hálfgert baksleðanámskeið sem þýski meistarinn Isabel Barschinski hélt á Tonga árið 2009 og í framhaldinu hafði markaðsfyrirtækið Makai samband við hann. Það viðraði þá hugmynd við Semi að byrja að æfa íþróttina af krafti og breyta nafni sínu í Bruno Banani. Reglur Ólympíunefndarinnar hvað varðar auglýsingar í kringum leikana eru mjög strangar og mega íþróttamenn ekki einu sinni birtast í þeim hvar sem er í heiminum á meðan á leikunum stendur. Ekki nema sé verið að auglýsa eitthvert af þeim fyrirtækjum sem styrkja Ólympíuleikana. „Ég virði Ólympíuleikana en við fundum þarna glufu í regluverkinu. Við fengum þá hugmynd að breyta nafni hans sem er ekki bannað,“ sagði Mathias Ihle, forstjóri Maikai, við ESPN í janúar. Hinum endurnefnda Banani var svo boðið til æfinga með þýska landsliðinu er hann reyndi að komast á Vetrarólympíuleikana í Vancouver 2010 en það tókst ekki. Hann hefur síðan keppt á þremur heimsmeistaramótum og er nú búinn að endurskrifa Ólympíusögu Tonga. Markaðsfyrirtækið breytti ekki bara nafni Semi heldur sögu hans. Faðir Semi fæðir og klæðir fjölskyldu sína með því að tína kassavarætur en þar sem þær þekkja ekki allir var frekar sagt að hann tíndi kókoshnetur. Sú setning fylgir svo alltaf Banani að hann „fái kraft úr kókoshnetum“. Þýska blaðið Der Spiegel kom upp um Banani fyrir tveimur árum en það stöðvaði hvorki nærfataframleiðandann né íþróttamanninn sjálfan. Hann hélt áfram ótrauður og tryggði sér keppnisrétt á ÓL 2014 í lok desember á síðasta ári. Prinsessan af Tonga var svo mætt til Sotsjí fyrir keppnina um síðustu helgi þar sem hún hoppaði og öskraði af gleði. „Áfram Bruno, áfram Tonga, áfram Tonga!“ hrópaði hún. Ekkert lítið ánægð með að draumur hennar rættist.
Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Fleiri fréttir „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Sjá meira