Segjum JÁ við líffæragjöf Jórunn Sörensen skrifar 15. febrúar 2014 06:00 Eftir lestur greinar Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur, formanns velferðarnefndar, sem birtist í Fréttablaðinu 1. febrúar sl., verður ekki hjá því komist að velta því fyrir sér af hverju hún vill leggja stein í götu þess að gengið sé út frá ætluðu samþykki í frumvarpi sem liggur fyrir Alþingi um breytingu á lögum um brottnám líffæra en Sigríður Ingibjörg lætur að því liggja í grein sinni að ef til vill þurfi ekki að gera slíka breytingu á lögunum. Sigríður Ingibjörg kemst að þessari niðurstöðu eftir að hafa heyrt skoðanir „sumra siðfræðinga“ sem hún kallar svo en þeir, segir Sigríður Ingibjörg: „benda á að líffæragjöf sé mikilvæg gjöf og það eigi ekki að taka ákvörðunina um að gefa slíka gjöf af fólki með lagasetningu“. Það er út af fyrir sig athyglisvert að „sumir siðfræðingar“ líti á það sem neikvætt að löggjöfin vilji greiða fyrir því að líffæri þeirra sem látast með sviplegum hætti séu notuð til lækninga. Með breytingu á lögum um brottnám líffæra, frá ætlaðri neitun í ætlað samþykki, verður viðhorf löggjafans til líffæragjafar jákvætt og þar með verður það eðlilegri og auðveldari ákvörðun fyrir ættingja að samþykkja líffæragjöf látins ástvinar. Af hverju velur Sigríður Ingibjörg ekki að halda á lofti áliti annarra siðfræðinga eins og til dæmis skoðun dr. Vilhjálms Árnasonar heimspekings sem hann setur fram í bók sinni „Siðfræði lífs og dauða“? Þar ber hann saman kostina tvo – ætlað samþykki og ætlaða neitun og segir: „Í ljósi þess sem ég hef sagt um rök fyrir líffæragjöfum, þá tel ég að fyrra viðhorfið sé ákjósanlegra frá siðfræðilegu sjónarmiði […] Í siðuðu samfélagi er eðlilegra að gera ráð fyrir því að manneskjan vilji koma náunga sínum til hjálpar í neyð heldur en að hún hafni því.“ (V.Á. Reykjavík 1993, s: 174-175). Þetta viðhorf hafa allar þjóðirnar í kringum okkur nú þegar gert að sínu og breytt sínum lögum um brottnám líffæra í ætlað samþykki. Er það einlæg von mín að Íslendingar beri gæfu til þess að gera það einnig. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Sjá meira
Eftir lestur greinar Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur, formanns velferðarnefndar, sem birtist í Fréttablaðinu 1. febrúar sl., verður ekki hjá því komist að velta því fyrir sér af hverju hún vill leggja stein í götu þess að gengið sé út frá ætluðu samþykki í frumvarpi sem liggur fyrir Alþingi um breytingu á lögum um brottnám líffæra en Sigríður Ingibjörg lætur að því liggja í grein sinni að ef til vill þurfi ekki að gera slíka breytingu á lögunum. Sigríður Ingibjörg kemst að þessari niðurstöðu eftir að hafa heyrt skoðanir „sumra siðfræðinga“ sem hún kallar svo en þeir, segir Sigríður Ingibjörg: „benda á að líffæragjöf sé mikilvæg gjöf og það eigi ekki að taka ákvörðunina um að gefa slíka gjöf af fólki með lagasetningu“. Það er út af fyrir sig athyglisvert að „sumir siðfræðingar“ líti á það sem neikvætt að löggjöfin vilji greiða fyrir því að líffæri þeirra sem látast með sviplegum hætti séu notuð til lækninga. Með breytingu á lögum um brottnám líffæra, frá ætlaðri neitun í ætlað samþykki, verður viðhorf löggjafans til líffæragjafar jákvætt og þar með verður það eðlilegri og auðveldari ákvörðun fyrir ættingja að samþykkja líffæragjöf látins ástvinar. Af hverju velur Sigríður Ingibjörg ekki að halda á lofti áliti annarra siðfræðinga eins og til dæmis skoðun dr. Vilhjálms Árnasonar heimspekings sem hann setur fram í bók sinni „Siðfræði lífs og dauða“? Þar ber hann saman kostina tvo – ætlað samþykki og ætlaða neitun og segir: „Í ljósi þess sem ég hef sagt um rök fyrir líffæragjöfum, þá tel ég að fyrra viðhorfið sé ákjósanlegra frá siðfræðilegu sjónarmiði […] Í siðuðu samfélagi er eðlilegra að gera ráð fyrir því að manneskjan vilji koma náunga sínum til hjálpar í neyð heldur en að hún hafni því.“ (V.Á. Reykjavík 1993, s: 174-175). Þetta viðhorf hafa allar þjóðirnar í kringum okkur nú þegar gert að sínu og breytt sínum lögum um brottnám líffæra í ætlað samþykki. Er það einlæg von mín að Íslendingar beri gæfu til þess að gera það einnig.
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar