Dill flytur í friðað hús Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 18. febrúar 2014 09:00 "Gunnar Karl er listamaður og snillingur í eldhúsinu,“ segir Pétur sem er mikill aðdáandi kokksins. Vísir/Stefán „Fyrir nokkrum mánuðum var tekin ákvörðun um að flytja Dill Restaurant úr Norræna húsinu. Dill er hluti af KEX-inu en kokkurinn Gunnar Karl Gíslason stofnaði Dill og kom inní KEX-ið með okkur með Gastro-pöbbinn Sæmund í sparifötunum,“ segir Pétur Marteinsson, einn af eigendum KEX hostels. Dill mun flytja á nýjan stað við Hverfisgötu innan nokkurra vikna og í sama húsi verður einnig pitsustaður sem Gunnar Karl á hugmyndina að. „Dillið verður í minni kantinum með sæti fyrir 22 til 24. Við fundum hús sem er byggt árið 1910. Þetta er friðað hús sem við erum að færa meira í upprunalegan stíl. Það er engu að síður flókið að koma fyrir veitingastað í þessu húsi og framkvæmdir hafa dregist aðeins. Við elskum þetta hús og vildum nýta restina af húsinu einhvern veginn. Gunnar var búinn að ganga með pitsustaðarhugmyndina í maganum lengi þannig að við sáum möguleika fyrir þann stað í þessu húsi,“ segir Pétur. Matseðillinn á Dill verður svipaður og áður og sömu kokkar í eldhúsinu. Ekki er komið nafn á pitsustaðinn og gefur Pétur lítið upp um matseðilinn þar. „Gunnar Karl er höfundurinn að uppskriftunum og grunar mig að hann muni fara óhefðbundnar leiðir. Hann mun bjóða upp á öðru vísi nálgun í sósum og botnum og ég er ekki viss um að hægt verði að panta sér Hawaiian eða Pepperoni-veislu.“ Þá hyggja þeir KEX-arar líka á að opna kaffihús í Vesturbænum sem verður enn annar angi af Sæmundi í sparifötunum. „Það er krúttlegt hverfaverkefni. Við erum að ganga frá leigusamningi og fáum vonandi afhent einhvern tímann í mars. Við ætlum að taka þann tíma sem þarf til að innrétta það og gera huggulegt þannig að Vesturbæingum þyki gaman að koma þangað inn,“ segir Pétur. Hann segir engin plön um að opna KEX hostel annars staðar en á Skúlagötu. „Við erum með nokkrar hugmyndir í skúffunni sem við höfum ekkert skoðað að ráði. Við erum lítill hópur og reynum að gera það sem við tökum okkur fyrir hendur vel og dreifum ekki orkunni of mikið.“ Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Fleiri fréttir Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Vegan próteinbomba að hætti Kolbeins Arnbjörnssonar Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira
„Fyrir nokkrum mánuðum var tekin ákvörðun um að flytja Dill Restaurant úr Norræna húsinu. Dill er hluti af KEX-inu en kokkurinn Gunnar Karl Gíslason stofnaði Dill og kom inní KEX-ið með okkur með Gastro-pöbbinn Sæmund í sparifötunum,“ segir Pétur Marteinsson, einn af eigendum KEX hostels. Dill mun flytja á nýjan stað við Hverfisgötu innan nokkurra vikna og í sama húsi verður einnig pitsustaður sem Gunnar Karl á hugmyndina að. „Dillið verður í minni kantinum með sæti fyrir 22 til 24. Við fundum hús sem er byggt árið 1910. Þetta er friðað hús sem við erum að færa meira í upprunalegan stíl. Það er engu að síður flókið að koma fyrir veitingastað í þessu húsi og framkvæmdir hafa dregist aðeins. Við elskum þetta hús og vildum nýta restina af húsinu einhvern veginn. Gunnar var búinn að ganga með pitsustaðarhugmyndina í maganum lengi þannig að við sáum möguleika fyrir þann stað í þessu húsi,“ segir Pétur. Matseðillinn á Dill verður svipaður og áður og sömu kokkar í eldhúsinu. Ekki er komið nafn á pitsustaðinn og gefur Pétur lítið upp um matseðilinn þar. „Gunnar Karl er höfundurinn að uppskriftunum og grunar mig að hann muni fara óhefðbundnar leiðir. Hann mun bjóða upp á öðru vísi nálgun í sósum og botnum og ég er ekki viss um að hægt verði að panta sér Hawaiian eða Pepperoni-veislu.“ Þá hyggja þeir KEX-arar líka á að opna kaffihús í Vesturbænum sem verður enn annar angi af Sæmundi í sparifötunum. „Það er krúttlegt hverfaverkefni. Við erum að ganga frá leigusamningi og fáum vonandi afhent einhvern tímann í mars. Við ætlum að taka þann tíma sem þarf til að innrétta það og gera huggulegt þannig að Vesturbæingum þyki gaman að koma þangað inn,“ segir Pétur. Hann segir engin plön um að opna KEX hostel annars staðar en á Skúlagötu. „Við erum með nokkrar hugmyndir í skúffunni sem við höfum ekkert skoðað að ráði. Við erum lítill hópur og reynum að gera það sem við tökum okkur fyrir hendur vel og dreifum ekki orkunni of mikið.“
Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Fleiri fréttir Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Vegan próteinbomba að hætti Kolbeins Arnbjörnssonar Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira