Eftirlíkingar geta verið skrautfjöður í hattinn Marín Manda skrifar 21. febrúar 2014 10:00 Vísir/ Daníel Rúnarsson Í dag rekur Steinunn Vala Sigfúsdóttir handverks- og framleiðslufyrirtækið Hring eftir hring. Fyrir nokkrum árum tók hún mikilvæga ákvörðun um að fylgja hjartanu og segist vera lánsöm að starfa við það sem hún hefur unun af. Lífið ræddi við hana um fyrirtækið sem er í stöðugri þróun, íslenskt handverk, eftirlíkingar og annasamt líf með stóra fjölskyldu. „Það gerðist bara einn daginn að ég sá hlutina í nýju ljósi, eins og það rofaði til í huga mér og mig langaði allt í einu bara að vera heima og prjóna lopapeysur frekar en vinna áfram sem verkfræðingur. Ég hafði lagt allan minn metnað í verkfræðina í þeim tilgangi að læra eitthvað praktískt og merkilegt og tók líka þátt í ungliðapólitíkinni með það í huga að verða menntamálaráðherra einn daginn,“ segir Steinunn Vala Sigfúsdóttir hlæjandi þegar talið berst að aðdraganda Hring eftir hring ævintýrsins. Hún stóð á tímamótum í lífi sínu, ófrísk að þriðja barni og þráði ekkert heitar en að synda á móti straumnum. Steinunn Vala fékk leyfi frá vinnunni á arkitektastofunni sem hún starfaði á og ákvað að sækja um í myndlist í Listaháskólanum til að ýta undir sköpunargáfuna og láta gamlan listakonudraum rætast. „Í undirbúningsnámi fyrir inntöku í Listaháskólann var rík áhersla lögð á að horfa inn á við og ég áttaði mig á því að ég hef verið að búa til skartgripi allt mitt líf. Ég hafði alltaf búið til fylgihluti til að poppa lúnu og margnotuðu flíkurnar mínar upp því ég var alltaf svo blönk. Eitt af verkefnunum mínum gekk út á að sýna að hægt væri að gera skart úr öllu í kringum þig, sama hvað það er. Upphaflegi hringurinn minn var því búinn til úr afgöngum, ef svo má að orði komast.“Hringurinn vakti strax athygliHver er sagan á bak við fyrsta hringinn? „Allt þetta ævintýri mitt hefur verið tekið í litlum skrefum. Ég bjó til einn hring úr leir og gekk með hann sjálf. Alls staðar sýndi fólk áhuga á að eignast slíkan hring og ég fann því fljótt að þetta gæti orðið dýrmætt verkefni. Það var frekar snemma sem ég setti mér það langtímamarkmið að búa til vörumerki með stefnuna á að stækka og fá hönnuði til að starfa í fyrirtækinu. Það er lykilatriði að fá fjárfesta en þeir vilja fjárfesta í einhverju sem er raunhæft og eftirsóknarvert. Ég get ímyndað mér að fæstir hönnuðir viti í byrjun hvernig fjárfestar eru aðgengilegir. Verkfræðinámið hefur því nýst mér einstaklega vel. Ég hugsa þetta í eins konar ferli og reikna allt út á hagkvæman hátt. Núna erum við að safna okkur tengslaneti og reynslu. Með reynslu tekurðu betri ákvarðanir, heldur utan um framleiðendur, fjárfestana, lagerinn og sölustaði. Á Íslandi eru rosalega margir að gera flotta hluti og það er frjáls hönnun sem er tekið eftir erlendis. Margir gefast þó upp á rekstrinum sem fylgir því að vera með eigið vörumerki því það tekur langan tíma að ná uppskeru.Hvaðan kemur nafnið Hring eftir hring? „Ég hef alltaf átt erfitt með nöfn, dúkkan mín hét Dúkkan hennar Steinu. Hesturinn minn fékk aldrei nafn heldur og hét bara Hesturinn hennar Steinu. Þegar mig vantaði nafn á fyrirtækið þá leitaði ég til mágkonu minnar sem kom með hugmyndina. Mér þótti nafnið henta vel enda vísar það til þess að hlutirnir hafa tilhneigingu til að fara í hringi og mér fannst ég sjálf hafa farið í hring þegar ég gerði fyrsta hringinn. Og svo var ég líka að gera hring eftir hring eftir hring.“Ef þú lítur til baka, hefðir þú þá jafnvel frekar átt að feta listabrautina upphaflega í stað þess að fara í verkfræðina? „Ég sá ekkert praktískt við að læra hönnun eða myndlist þegar ég stóð frammi fyrir valinu á háskólanámi, sem þó var í raun það sem mig langaði mest til. Mér þótti ólíklegt að það gæti gengið upp hjá mér að lifa af sem listamaður og sjá fyrir fjölskyldu í leiðinni en sem betur fer hef ég áttað mig á því að raunveruleikinn er annar. Verkfræðin heldur mörgum leiðum opnum varðandi framhaldsnám og eins sá ég fyrir mér að ég gæti tengt hana við húsahönnun seinna meir. Ég sé ekki eftir náminu mínu. Ekki í eina mínútu. Ég lærði margt í verkfræðinni sem nýtist mér núna við uppbyggingu Hring eftir hring og rekstur fyrirtækisins. En það dýrmætasta sem ég lærði þar var að takast á við það sem manni þykir erfitt og stundum óyfirstíganlegt, vinna verkið og leysa það að lokum. Það er besta sjálfsstyrking sem ég þekki, að gefast ekki upp þó þú vitir ekki hver lausnin er í raun, fyrr en eftir á. Því yfirleitt er það auðveldara en maður heldur og það vekur hjá manni sigurtilfinningu og gefur manni þá vissu að maður sé sterkur og sjálfstæður einstaklingur.“Hugsjón Steinunnar Völu varðandi Hring eftir hring er skýr rétt eins og markmiðin hennar. „Ég hugsa þetta sem ævistarf. Allt sem við gerum hjá Hring eftir hring er gert með það fyrir augum að fyrirtækið verði sjálfbært, að það verði þekkt á alþjóðamarkaði sem gott og vandað hönnunarfyrirtæki sem búi yfir góðri þekkingu á framleiðslu, dreifingu og sölu hönnunarvara. Þannig getum við boðið fleiri hönnuðum góð atvinnutækifæri og stuðning við að koma hugmyndum sínum og vörum á framfæri. Mikið af tíma mínum fer í að mynda, rækta og efla tengsl við mikilvæga samstarfsaðila erlendis. Tengslanetið er mjög mikilvægt. Bloggarar, blaðamenn, ritstjórar, eigendur hönnunarverslana, umboðsmenn, kynningarfulltrúar, framleiðendur, aðrir hönnuðir, sýningarstjórar, ljósmyndarar og prófessorar hjá háskólum – allt þetta fólk er mikilvægt í þessu ferli. Allt skartið er byggt á einhvers konar handverkiSegðu örlítið frá samstarfi þínu við handverksfólk víða um land. „Ég hef alltaf viljað geta útvegað góð störf fyrir fólk, bæði hér í borginni og úti á landi, og er mjög upptekin af handverksfólki. Ætli ég hafi ekki einnig orðið örlítið pirruð af leirnum sem ég vann með og langaði að vinna með fagfólki sem byggi yfir sérþekkingu og tækjabúnaði þannig að erfiðara væri að herma eftir vörunum. Þegar ég ákvað að gera nýja línu sem nefnist Teboðið leitaði ég til tannsmiða en þeir vinna ótrúlega nákvæmnisvinnu sem gaman er að kynnast. Leirlistakona gerir fiskana og hina postulínshlutina fyrir mig og einnig vinn ég með Mugga húsgagnasmið sem gerir tréslaufurnar. Gullsmiður smíðar fyrir okkur hringana í Teboðslínunni. Handverk tel ég afar mikilvægt að haldist á lífi, rétt eins og mikilvægt er að við þekkjum tungumálið okkar, kunnum að lesa og skrifa og vitum hvaðan mjólkin og kjötið kemur, því að þó tæknin hjálpi okkur og opni margar dyr þá er handverkið grunnurinn. Ég hef mikla ástríðu fyrir handverki og hef sjálf unun af því að vinna með höndunum.“Eftirlíkingar geta verið skrautfjöður í hattinnSkartið þitt hefur notið mikilla vinsælda og þá virðast eftirlíkingar fylgja í kjölfarið. Hvað finnst þér um það? „Það er ekki alslæmt að gerðar séu eftirlíkingar af vörum þínum. Það jákvæða er að með eftirlíkingunum fylgir viðurkenning á því að þú hafir búið til eftirsóknarverða vöru. Stundum hefur það verið notað sem skrautfjöður í minn hatt þegar ég hef verið kynnt fyrir erlendum aðilum í fyrsta sinn: „Þetta er Steinunn Vala skartgripahönnuður. Það er ótrúlegt hversu margir hafa reynt að gera eftirlíkingar af skartinu hennar á Íslandi.“ En vissulega eru mörg vandræði sem fylgja eftirlíkingum. Þær villa um fyrir neytendum. Oftast eru gæði eftirlíkinganna léleg, enda forsenda þess að það sé þess virði að búa til eftirlíkingu sú að hún kosti minna en upprunalega varan. Það er mikil kúnst að búa til góða og vandaða vöru sem búin er til af fólki við mannsæmandi aðstæður og þolir álagningu hönnuðarins, vörumerkisins, framleiðandans, sölustaðarins og ríkisins. Allir þessir þættir eru mikilvægir og nauðsynlegir. Við viljum hafa búðir, ekki satt? Við viljum ganga að því vísu að við getum skipt vöru, fengið nýja og heyrt söguna á bak við vöruna. Við viljum geta eignast annan stól við borðstofuborðið sem er af sömu gerð og hinir. Allt kostar það sitt. Við viljum líka að hönnuðir hanni hluti fyrir okkur. Fólk sem hefur menntun, þjálfun og reynslu af að búa til hluti sem endast, eru umhverfisvænir, hagkvæmir, fallegir með góða notkunarmöguleika. Við viljum líka hafa vörumerki eða fyrirtæki sem halda utan um allt saman því án þeirra værum við ein, hver í sínu horni að halda uppi mörgum diskum í einu – það er ekki góð nýting á tíma.“Lífið gengur uppÍslenskar konur vinna mjög mikið ásamt því sem þær sinna öllu sem viðkemur fjölskyldulífinu. Hvernig hefur þér tekist að sameina krafta þína á þessum sviðum í miðri uppbyggingu á fyrirtæki? „Ég hugsa um það daglega hversu lánsöm ég er, að hafa tök á því að vinna við það sem ég hef mesta ánægju af að gera. Bara það eitt, að finna sína réttu hillu í lífinu, er dýrmætt og gefur manni heilmikla orku. Einnig á ég mann sem tekur þátt í uppeldinu og fjölskyldulífinu til jafns við mig. Ég á heilsuhrausta stráka sem bjarga sér eins og þeir geta, svo þetta reddast allt einhvern veginn. Oft skipti ég vinnudeginum í tvennt. Vinn aftur á kvöldin þegar strákarnir eru komnir í háttinn en hef í staðinn tíma fyrir fiðlutíma og skutl í lok skóladags. En ákveðir þú að reka inn nefið til mín í kaffi þá eru yfirgnæfandi líkur á að þú þurfir að setjast ofan á þvottahrúgu í sófanum og kannski þú stígir á eins og einn legókubb (já, eða hundrað kubba) líka, svo ekki fara úr skónum.“Sér falleg augnablik úti um allt Hvað veitir þér innblástur í hönnuninni? „Sú tilhugsun, að fleiri fái að njóta, drífur mig áfram. Fólk sem hefur unun af því að vinna með höndunum, eins og ég sjálf. Frumraun okkar í þessa átt er skartgripalína sem við munum frumsýna á Hönnunarmars og heitir Hryggur. Hún er sköpunarverk Jóns Helga Hólmgeirssonar vöruhönnuðar og samanstendur af bindi fyrir herra, bindi fyrir dömur, hálsmeni fyrir bæði og armbandi. Annars veiti ég mörgu í umhverfi mínu athygli og er eiginlega alltaf að horfa í kringum mig. Ekki af forvitni endilega, heldur sé ég bara falleg augnablik úti um allt. Ég tek til dæmis alltaf eftir höndum á fólki og handahreyfingum. Hvernig fingurnir hreyfast og hvernig fólk beitir höndunum. Fólk er eitt af því sem ég hef mestan áhuga á og ég veit fátt skemmtilegra en að kynnast ólíkum einstaklingum.“Svona verður skartið til. HönnunarMars Mest lesið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Áskoraranir í fyrra: Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun Brenton Wood er látinn Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið Fleiri fréttir Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Sjá meira
Í dag rekur Steinunn Vala Sigfúsdóttir handverks- og framleiðslufyrirtækið Hring eftir hring. Fyrir nokkrum árum tók hún mikilvæga ákvörðun um að fylgja hjartanu og segist vera lánsöm að starfa við það sem hún hefur unun af. Lífið ræddi við hana um fyrirtækið sem er í stöðugri þróun, íslenskt handverk, eftirlíkingar og annasamt líf með stóra fjölskyldu. „Það gerðist bara einn daginn að ég sá hlutina í nýju ljósi, eins og það rofaði til í huga mér og mig langaði allt í einu bara að vera heima og prjóna lopapeysur frekar en vinna áfram sem verkfræðingur. Ég hafði lagt allan minn metnað í verkfræðina í þeim tilgangi að læra eitthvað praktískt og merkilegt og tók líka þátt í ungliðapólitíkinni með það í huga að verða menntamálaráðherra einn daginn,“ segir Steinunn Vala Sigfúsdóttir hlæjandi þegar talið berst að aðdraganda Hring eftir hring ævintýrsins. Hún stóð á tímamótum í lífi sínu, ófrísk að þriðja barni og þráði ekkert heitar en að synda á móti straumnum. Steinunn Vala fékk leyfi frá vinnunni á arkitektastofunni sem hún starfaði á og ákvað að sækja um í myndlist í Listaháskólanum til að ýta undir sköpunargáfuna og láta gamlan listakonudraum rætast. „Í undirbúningsnámi fyrir inntöku í Listaháskólann var rík áhersla lögð á að horfa inn á við og ég áttaði mig á því að ég hef verið að búa til skartgripi allt mitt líf. Ég hafði alltaf búið til fylgihluti til að poppa lúnu og margnotuðu flíkurnar mínar upp því ég var alltaf svo blönk. Eitt af verkefnunum mínum gekk út á að sýna að hægt væri að gera skart úr öllu í kringum þig, sama hvað það er. Upphaflegi hringurinn minn var því búinn til úr afgöngum, ef svo má að orði komast.“Hringurinn vakti strax athygliHver er sagan á bak við fyrsta hringinn? „Allt þetta ævintýri mitt hefur verið tekið í litlum skrefum. Ég bjó til einn hring úr leir og gekk með hann sjálf. Alls staðar sýndi fólk áhuga á að eignast slíkan hring og ég fann því fljótt að þetta gæti orðið dýrmætt verkefni. Það var frekar snemma sem ég setti mér það langtímamarkmið að búa til vörumerki með stefnuna á að stækka og fá hönnuði til að starfa í fyrirtækinu. Það er lykilatriði að fá fjárfesta en þeir vilja fjárfesta í einhverju sem er raunhæft og eftirsóknarvert. Ég get ímyndað mér að fæstir hönnuðir viti í byrjun hvernig fjárfestar eru aðgengilegir. Verkfræðinámið hefur því nýst mér einstaklega vel. Ég hugsa þetta í eins konar ferli og reikna allt út á hagkvæman hátt. Núna erum við að safna okkur tengslaneti og reynslu. Með reynslu tekurðu betri ákvarðanir, heldur utan um framleiðendur, fjárfestana, lagerinn og sölustaði. Á Íslandi eru rosalega margir að gera flotta hluti og það er frjáls hönnun sem er tekið eftir erlendis. Margir gefast þó upp á rekstrinum sem fylgir því að vera með eigið vörumerki því það tekur langan tíma að ná uppskeru.Hvaðan kemur nafnið Hring eftir hring? „Ég hef alltaf átt erfitt með nöfn, dúkkan mín hét Dúkkan hennar Steinu. Hesturinn minn fékk aldrei nafn heldur og hét bara Hesturinn hennar Steinu. Þegar mig vantaði nafn á fyrirtækið þá leitaði ég til mágkonu minnar sem kom með hugmyndina. Mér þótti nafnið henta vel enda vísar það til þess að hlutirnir hafa tilhneigingu til að fara í hringi og mér fannst ég sjálf hafa farið í hring þegar ég gerði fyrsta hringinn. Og svo var ég líka að gera hring eftir hring eftir hring.“Ef þú lítur til baka, hefðir þú þá jafnvel frekar átt að feta listabrautina upphaflega í stað þess að fara í verkfræðina? „Ég sá ekkert praktískt við að læra hönnun eða myndlist þegar ég stóð frammi fyrir valinu á háskólanámi, sem þó var í raun það sem mig langaði mest til. Mér þótti ólíklegt að það gæti gengið upp hjá mér að lifa af sem listamaður og sjá fyrir fjölskyldu í leiðinni en sem betur fer hef ég áttað mig á því að raunveruleikinn er annar. Verkfræðin heldur mörgum leiðum opnum varðandi framhaldsnám og eins sá ég fyrir mér að ég gæti tengt hana við húsahönnun seinna meir. Ég sé ekki eftir náminu mínu. Ekki í eina mínútu. Ég lærði margt í verkfræðinni sem nýtist mér núna við uppbyggingu Hring eftir hring og rekstur fyrirtækisins. En það dýrmætasta sem ég lærði þar var að takast á við það sem manni þykir erfitt og stundum óyfirstíganlegt, vinna verkið og leysa það að lokum. Það er besta sjálfsstyrking sem ég þekki, að gefast ekki upp þó þú vitir ekki hver lausnin er í raun, fyrr en eftir á. Því yfirleitt er það auðveldara en maður heldur og það vekur hjá manni sigurtilfinningu og gefur manni þá vissu að maður sé sterkur og sjálfstæður einstaklingur.“Hugsjón Steinunnar Völu varðandi Hring eftir hring er skýr rétt eins og markmiðin hennar. „Ég hugsa þetta sem ævistarf. Allt sem við gerum hjá Hring eftir hring er gert með það fyrir augum að fyrirtækið verði sjálfbært, að það verði þekkt á alþjóðamarkaði sem gott og vandað hönnunarfyrirtæki sem búi yfir góðri þekkingu á framleiðslu, dreifingu og sölu hönnunarvara. Þannig getum við boðið fleiri hönnuðum góð atvinnutækifæri og stuðning við að koma hugmyndum sínum og vörum á framfæri. Mikið af tíma mínum fer í að mynda, rækta og efla tengsl við mikilvæga samstarfsaðila erlendis. Tengslanetið er mjög mikilvægt. Bloggarar, blaðamenn, ritstjórar, eigendur hönnunarverslana, umboðsmenn, kynningarfulltrúar, framleiðendur, aðrir hönnuðir, sýningarstjórar, ljósmyndarar og prófessorar hjá háskólum – allt þetta fólk er mikilvægt í þessu ferli. Allt skartið er byggt á einhvers konar handverkiSegðu örlítið frá samstarfi þínu við handverksfólk víða um land. „Ég hef alltaf viljað geta útvegað góð störf fyrir fólk, bæði hér í borginni og úti á landi, og er mjög upptekin af handverksfólki. Ætli ég hafi ekki einnig orðið örlítið pirruð af leirnum sem ég vann með og langaði að vinna með fagfólki sem byggi yfir sérþekkingu og tækjabúnaði þannig að erfiðara væri að herma eftir vörunum. Þegar ég ákvað að gera nýja línu sem nefnist Teboðið leitaði ég til tannsmiða en þeir vinna ótrúlega nákvæmnisvinnu sem gaman er að kynnast. Leirlistakona gerir fiskana og hina postulínshlutina fyrir mig og einnig vinn ég með Mugga húsgagnasmið sem gerir tréslaufurnar. Gullsmiður smíðar fyrir okkur hringana í Teboðslínunni. Handverk tel ég afar mikilvægt að haldist á lífi, rétt eins og mikilvægt er að við þekkjum tungumálið okkar, kunnum að lesa og skrifa og vitum hvaðan mjólkin og kjötið kemur, því að þó tæknin hjálpi okkur og opni margar dyr þá er handverkið grunnurinn. Ég hef mikla ástríðu fyrir handverki og hef sjálf unun af því að vinna með höndunum.“Eftirlíkingar geta verið skrautfjöður í hattinnSkartið þitt hefur notið mikilla vinsælda og þá virðast eftirlíkingar fylgja í kjölfarið. Hvað finnst þér um það? „Það er ekki alslæmt að gerðar séu eftirlíkingar af vörum þínum. Það jákvæða er að með eftirlíkingunum fylgir viðurkenning á því að þú hafir búið til eftirsóknarverða vöru. Stundum hefur það verið notað sem skrautfjöður í minn hatt þegar ég hef verið kynnt fyrir erlendum aðilum í fyrsta sinn: „Þetta er Steinunn Vala skartgripahönnuður. Það er ótrúlegt hversu margir hafa reynt að gera eftirlíkingar af skartinu hennar á Íslandi.“ En vissulega eru mörg vandræði sem fylgja eftirlíkingum. Þær villa um fyrir neytendum. Oftast eru gæði eftirlíkinganna léleg, enda forsenda þess að það sé þess virði að búa til eftirlíkingu sú að hún kosti minna en upprunalega varan. Það er mikil kúnst að búa til góða og vandaða vöru sem búin er til af fólki við mannsæmandi aðstæður og þolir álagningu hönnuðarins, vörumerkisins, framleiðandans, sölustaðarins og ríkisins. Allir þessir þættir eru mikilvægir og nauðsynlegir. Við viljum hafa búðir, ekki satt? Við viljum ganga að því vísu að við getum skipt vöru, fengið nýja og heyrt söguna á bak við vöruna. Við viljum geta eignast annan stól við borðstofuborðið sem er af sömu gerð og hinir. Allt kostar það sitt. Við viljum líka að hönnuðir hanni hluti fyrir okkur. Fólk sem hefur menntun, þjálfun og reynslu af að búa til hluti sem endast, eru umhverfisvænir, hagkvæmir, fallegir með góða notkunarmöguleika. Við viljum líka hafa vörumerki eða fyrirtæki sem halda utan um allt saman því án þeirra værum við ein, hver í sínu horni að halda uppi mörgum diskum í einu – það er ekki góð nýting á tíma.“Lífið gengur uppÍslenskar konur vinna mjög mikið ásamt því sem þær sinna öllu sem viðkemur fjölskyldulífinu. Hvernig hefur þér tekist að sameina krafta þína á þessum sviðum í miðri uppbyggingu á fyrirtæki? „Ég hugsa um það daglega hversu lánsöm ég er, að hafa tök á því að vinna við það sem ég hef mesta ánægju af að gera. Bara það eitt, að finna sína réttu hillu í lífinu, er dýrmætt og gefur manni heilmikla orku. Einnig á ég mann sem tekur þátt í uppeldinu og fjölskyldulífinu til jafns við mig. Ég á heilsuhrausta stráka sem bjarga sér eins og þeir geta, svo þetta reddast allt einhvern veginn. Oft skipti ég vinnudeginum í tvennt. Vinn aftur á kvöldin þegar strákarnir eru komnir í háttinn en hef í staðinn tíma fyrir fiðlutíma og skutl í lok skóladags. En ákveðir þú að reka inn nefið til mín í kaffi þá eru yfirgnæfandi líkur á að þú þurfir að setjast ofan á þvottahrúgu í sófanum og kannski þú stígir á eins og einn legókubb (já, eða hundrað kubba) líka, svo ekki fara úr skónum.“Sér falleg augnablik úti um allt Hvað veitir þér innblástur í hönnuninni? „Sú tilhugsun, að fleiri fái að njóta, drífur mig áfram. Fólk sem hefur unun af því að vinna með höndunum, eins og ég sjálf. Frumraun okkar í þessa átt er skartgripalína sem við munum frumsýna á Hönnunarmars og heitir Hryggur. Hún er sköpunarverk Jóns Helga Hólmgeirssonar vöruhönnuðar og samanstendur af bindi fyrir herra, bindi fyrir dömur, hálsmeni fyrir bæði og armbandi. Annars veiti ég mörgu í umhverfi mínu athygli og er eiginlega alltaf að horfa í kringum mig. Ekki af forvitni endilega, heldur sé ég bara falleg augnablik úti um allt. Ég tek til dæmis alltaf eftir höndum á fólki og handahreyfingum. Hvernig fingurnir hreyfast og hvernig fólk beitir höndunum. Fólk er eitt af því sem ég hef mestan áhuga á og ég veit fátt skemmtilegra en að kynnast ólíkum einstaklingum.“Svona verður skartið til.
HönnunarMars Mest lesið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Áskoraranir í fyrra: Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun Brenton Wood er látinn Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið Fleiri fréttir Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Sjá meira