Þjóðin og ESB: Hvenær og hvernig á almenningur að koma að málinu? Þorgils Jónsson skrifar 27. febrúar 2014 07:00 Fjölmenn mótmæli hafa farið fram á Austurvelli síðustu daga þar sem aðalkrafan er að þjóðin fái að tjá hug sinn í þjóðaratkvæðagreislu um framhald ESB-viðræðnanna. Fréttablaðið/Pjetur Eftir að Vinstri græn lögðu í fyrrakvöld fram þingsályktunartillögu sína um framhald aðildarviðræðnanna við ESB liggja þrjár tillögur fyrir Alþingi um sama efni, sem nálgast það þó hver á sinn hátt. Þar að auki eru ýmsar aðrar hugmyndir á lofti og einnig er oft vísað til kosningaloforða Sjálfstæðisflokksins og samstarfssáttmálans milli stjórnarflokkanna. Skýrsla Hagfræðistofnunar um stöðu viðræðnanna og tillagan um viðræðuslit sem utanríkisráðherra lagði í framhaldinu fram í síðustu viku hleypti málinu svo upp og í kjölfarið komu fram tillögur frá stjórnarandstöðunni. Meginlínurnar snúast annars vegar um hvort viðræðum verði slitið, eins og stjórnarflokkarnir vilja, eða hvort hún verði látin liggja óhreyfð um óákveðinn tíma og hins vegar um hvort og hvenær þjóðin eigi að fá að segja sína skoðun á málunum í þjóðaratkvæðagreiðslu og að hverju verði þar spurt.Slit eða bið? Stjórnarflokkarnir hyggjast slíta viðræðum og hljóðar þingsályktunartillaga þeirra upp á það. Það sem stjórnarandstaðan leggur áherslu á er að umsóknin verði ekki dregin til baka þar sem það mundi lengja til muna endurupptökuferlið þegar/ef pólitískur vilji væri til staðar. Þess í stað verði fordæmi Svisslendinga fylgt og umsóknin látin liggja inni hjá ESB. Verði ferlið hafið á ný þurfi ekki að bíða samþykkis allra aðildarríkjanna. Til samanburðar leið rúmt ár frá því að Ísland lagði inn aðildarumsókn sína í júní árið 2009 þar til að aðildarviðræðurnar hófust.Aðkoma þjóðarinnar Skiptar skoðanir eru líka um aðkomu þjóðarinnar að ákvörðuninni. Sjálfstæðisflokkurinn hét því í aðdraganda alþingiskosninga að framhald viðræðnanna yrði borið undir þjóðina á kjörtímabilinu, en í stjórnarsáttmálanum var ekkert látið uppi um tímasetningar, heldur aðeins að ekki yrði haldið áfram án þjóðaratkvæðagreiðslu. Tillagan um viðræðuslit er á sama veg. Tvær línur eru hins vegar um málið innan stjórnarandstöðunnar. Annars vegar vilja Vinstri græn kjósa fyrir lok kjörtímabilsins og hins vegar vilja Samfylking, Björt framtíð og Píratar láta kjósa um málið samhliða sveitarstjórnarkosningunum í vor. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Eftir að Vinstri græn lögðu í fyrrakvöld fram þingsályktunartillögu sína um framhald aðildarviðræðnanna við ESB liggja þrjár tillögur fyrir Alþingi um sama efni, sem nálgast það þó hver á sinn hátt. Þar að auki eru ýmsar aðrar hugmyndir á lofti og einnig er oft vísað til kosningaloforða Sjálfstæðisflokksins og samstarfssáttmálans milli stjórnarflokkanna. Skýrsla Hagfræðistofnunar um stöðu viðræðnanna og tillagan um viðræðuslit sem utanríkisráðherra lagði í framhaldinu fram í síðustu viku hleypti málinu svo upp og í kjölfarið komu fram tillögur frá stjórnarandstöðunni. Meginlínurnar snúast annars vegar um hvort viðræðum verði slitið, eins og stjórnarflokkarnir vilja, eða hvort hún verði látin liggja óhreyfð um óákveðinn tíma og hins vegar um hvort og hvenær þjóðin eigi að fá að segja sína skoðun á málunum í þjóðaratkvæðagreiðslu og að hverju verði þar spurt.Slit eða bið? Stjórnarflokkarnir hyggjast slíta viðræðum og hljóðar þingsályktunartillaga þeirra upp á það. Það sem stjórnarandstaðan leggur áherslu á er að umsóknin verði ekki dregin til baka þar sem það mundi lengja til muna endurupptökuferlið þegar/ef pólitískur vilji væri til staðar. Þess í stað verði fordæmi Svisslendinga fylgt og umsóknin látin liggja inni hjá ESB. Verði ferlið hafið á ný þurfi ekki að bíða samþykkis allra aðildarríkjanna. Til samanburðar leið rúmt ár frá því að Ísland lagði inn aðildarumsókn sína í júní árið 2009 þar til að aðildarviðræðurnar hófust.Aðkoma þjóðarinnar Skiptar skoðanir eru líka um aðkomu þjóðarinnar að ákvörðuninni. Sjálfstæðisflokkurinn hét því í aðdraganda alþingiskosninga að framhald viðræðnanna yrði borið undir þjóðina á kjörtímabilinu, en í stjórnarsáttmálanum var ekkert látið uppi um tímasetningar, heldur aðeins að ekki yrði haldið áfram án þjóðaratkvæðagreiðslu. Tillagan um viðræðuslit er á sama veg. Tvær línur eru hins vegar um málið innan stjórnarandstöðunnar. Annars vegar vilja Vinstri græn kjósa fyrir lok kjörtímabilsins og hins vegar vilja Samfylking, Björt framtíð og Píratar láta kjósa um málið samhliða sveitarstjórnarkosningunum í vor.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira