Stjarnan og Valur eru brothætt Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. febrúar 2014 07:30 Þjálfarar í Olísdeild kvenna völdu Haukastúlkuna Mariju Gedroit bestu skyttu deildarinnar í úttekt Fréttablaðsins. Hún verður í lykilhlutverki gegn Val í kvöld. fréttablaðið/valli Undanúrslitin í Coca-Cola-bikarkeppni kvenna fara fram í Laugardalshöllinni í kvöld. Tvö efstu lið Olísdeildar kvenna, Stjarnan og Valur, ættu samkvæmt „bókinni“ að eiga greiða leið í úrslitin en fleiri óvænt úrslit hafa verið á tímabilinu í vetur en oft áður í efstu deild kvenna undanfarin ár. Topplið Stjörnunnar hefur leik gegn Gróttu klukkan 17.15 í dag en í síðari leiknum eigast við ríkjandi bikarmeistarar Vals og Haukar. Sá leikur hefst klukkan 20.00. „Stjarnan og Valur eru tvö bestu lið landsins í dag og því auðvitað líklegast að þau mætist í úrslitaleiknum á laugardag. Bæði þessi lið hafa hins vegar sýnt í vetur að þau geta líka verið brothætt,“ segir Jón Gunnlaugur Viggósson, þjálfari ÍBV, en Fréttablaðið fékk hann til að gefa álit sitt á leikjunum. Jón Gunnlaugur bendir á að stutt sé síðan Haukar unnu óvæntan en góðan sigur á Val á útivelli og því sé allt opið fyrir leik liðanna í kvöld. „Valur hefur tapað þremur leikjum í vetur – naumlega fyrir Gróttu og ÍBV en sigur Hauka var hins vegar nokkuð sannfærandi. Ég held því að Hafnfirðingar muni mæta til leiks í kvöld með sjálfstraustið í botni,“ segir Jón Gunnlaugur.Skytturnar þurfa að vera heitar Þess ber þó að geta að Valur vann sannfærandi sigur á Stjörnunni, 29-21, um helgina en fyrr í mánuðinum misstigu Garðbæingar sig óvænt með því að gera jafntefli við HK, sem situr í áttunda sæti Olísdeildarinnar. En þrátt fyrir að Grótta hafi náð ágætum úrslitum í sínum leikjum að undanförnu telur Jón Gunnlaugur að róður liðsins gegn Stjörnunni í dag verði þungur. „Stjarnan er með besta leikmannahópinn í deildinni og marga þaulreynda leikmenn sem þekkja svona stórleiki mjög vel,“ segir hann og bendir á Florentinu Stanciu, Hönnu G. Stefánsdóttur, Jónu M. Ragnarsdóttur og Sólveigu Láru Kjærnested í því sambandi. Jón Gunnlaugur segir að eins og alltaf muni vörn og markvarsla skipta sköpum í leikjum kvöldsins en það verði sérstaklega mikilvægt í tilfelli Stjörnunnar. „Anett Köbli og Laufey Ásta Guðmundsdóttir [skyttur Gróttu] þurfa að eiga stórleik og geta sett hann að utan gegn þessari sterku 6-0 vörn Stjörnunnar og Florentinu í markinu. Unnur [Ómarsdóttir] mun fá sín hraðaupphlaupsmörk í leiknum en ef skotin að utan ganga illa verður þetta mjög erfitt fyrir Gróttu,“ bætir hann við.Haukar með besta leikmanninn Marija Getroit verður í lykilhlutverki hjá Haukum gegn bikarmeisturum Vals í kvöld. Hún var valin besta skytta deildarinnar í úttekt sem Fréttablaðið gerði meðal þjálfara liða í deildinni en hún skoraði samtals 23 mörk í tveimur deildarleikjum Hauka og Vals í vetur. „Hún er einn besti alhliðaleikmaður deildarinnar því hún er líka góður varnarmaður. Ég tel að hún sé besti leikmaðurinn af þeim sem spila í bikarnum um helgina og ef hún nær sér ekki á strik í kvöld verður þetta erfitt fyrir Hauka,“ segir Jón Gunnlaugur. Hann segir að Gedroit sé dugleg að búa til færi fyrir samherja sína og að Karen Helga Sigurjónsdóttir og Viktoría Valdimarsdóttir hafi notið góðs af því. „Þá má ekki gleyma því að Áróra [Eir Pálsdóttir] hefur vaxið mikið á línunni í vetur.“ Valskonur hafa náð frábærum árangri síðustu ár en Jón Gunnlaugur segir að þær verði að passa sig í kvöld þótt þær séu sigurstranglegri aðilinn. „Það hefur verið meira álag á leikmönnum Vals – þær eru eldri og mikilvægir leikmenn hafa verið að glíma við meiðsli. Ég tel því líklegra að það verði meiri spenna í síðari leik kvöldsins en reikna þó með því að það verði þrátt fyrir allt Valur og Stjarnan sem mætist í úrslitunum.“* Undanúrslitin í karlaflokki fara fram á morgun en báðir úrslitaleikirnir á laugardaginn. Olís-deild kvenna Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira
Undanúrslitin í Coca-Cola-bikarkeppni kvenna fara fram í Laugardalshöllinni í kvöld. Tvö efstu lið Olísdeildar kvenna, Stjarnan og Valur, ættu samkvæmt „bókinni“ að eiga greiða leið í úrslitin en fleiri óvænt úrslit hafa verið á tímabilinu í vetur en oft áður í efstu deild kvenna undanfarin ár. Topplið Stjörnunnar hefur leik gegn Gróttu klukkan 17.15 í dag en í síðari leiknum eigast við ríkjandi bikarmeistarar Vals og Haukar. Sá leikur hefst klukkan 20.00. „Stjarnan og Valur eru tvö bestu lið landsins í dag og því auðvitað líklegast að þau mætist í úrslitaleiknum á laugardag. Bæði þessi lið hafa hins vegar sýnt í vetur að þau geta líka verið brothætt,“ segir Jón Gunnlaugur Viggósson, þjálfari ÍBV, en Fréttablaðið fékk hann til að gefa álit sitt á leikjunum. Jón Gunnlaugur bendir á að stutt sé síðan Haukar unnu óvæntan en góðan sigur á Val á útivelli og því sé allt opið fyrir leik liðanna í kvöld. „Valur hefur tapað þremur leikjum í vetur – naumlega fyrir Gróttu og ÍBV en sigur Hauka var hins vegar nokkuð sannfærandi. Ég held því að Hafnfirðingar muni mæta til leiks í kvöld með sjálfstraustið í botni,“ segir Jón Gunnlaugur.Skytturnar þurfa að vera heitar Þess ber þó að geta að Valur vann sannfærandi sigur á Stjörnunni, 29-21, um helgina en fyrr í mánuðinum misstigu Garðbæingar sig óvænt með því að gera jafntefli við HK, sem situr í áttunda sæti Olísdeildarinnar. En þrátt fyrir að Grótta hafi náð ágætum úrslitum í sínum leikjum að undanförnu telur Jón Gunnlaugur að róður liðsins gegn Stjörnunni í dag verði þungur. „Stjarnan er með besta leikmannahópinn í deildinni og marga þaulreynda leikmenn sem þekkja svona stórleiki mjög vel,“ segir hann og bendir á Florentinu Stanciu, Hönnu G. Stefánsdóttur, Jónu M. Ragnarsdóttur og Sólveigu Láru Kjærnested í því sambandi. Jón Gunnlaugur segir að eins og alltaf muni vörn og markvarsla skipta sköpum í leikjum kvöldsins en það verði sérstaklega mikilvægt í tilfelli Stjörnunnar. „Anett Köbli og Laufey Ásta Guðmundsdóttir [skyttur Gróttu] þurfa að eiga stórleik og geta sett hann að utan gegn þessari sterku 6-0 vörn Stjörnunnar og Florentinu í markinu. Unnur [Ómarsdóttir] mun fá sín hraðaupphlaupsmörk í leiknum en ef skotin að utan ganga illa verður þetta mjög erfitt fyrir Gróttu,“ bætir hann við.Haukar með besta leikmanninn Marija Getroit verður í lykilhlutverki hjá Haukum gegn bikarmeisturum Vals í kvöld. Hún var valin besta skytta deildarinnar í úttekt sem Fréttablaðið gerði meðal þjálfara liða í deildinni en hún skoraði samtals 23 mörk í tveimur deildarleikjum Hauka og Vals í vetur. „Hún er einn besti alhliðaleikmaður deildarinnar því hún er líka góður varnarmaður. Ég tel að hún sé besti leikmaðurinn af þeim sem spila í bikarnum um helgina og ef hún nær sér ekki á strik í kvöld verður þetta erfitt fyrir Hauka,“ segir Jón Gunnlaugur. Hann segir að Gedroit sé dugleg að búa til færi fyrir samherja sína og að Karen Helga Sigurjónsdóttir og Viktoría Valdimarsdóttir hafi notið góðs af því. „Þá má ekki gleyma því að Áróra [Eir Pálsdóttir] hefur vaxið mikið á línunni í vetur.“ Valskonur hafa náð frábærum árangri síðustu ár en Jón Gunnlaugur segir að þær verði að passa sig í kvöld þótt þær séu sigurstranglegri aðilinn. „Það hefur verið meira álag á leikmönnum Vals – þær eru eldri og mikilvægir leikmenn hafa verið að glíma við meiðsli. Ég tel því líklegra að það verði meiri spenna í síðari leik kvöldsins en reikna þó með því að það verði þrátt fyrir allt Valur og Stjarnan sem mætist í úrslitunum.“* Undanúrslitin í karlaflokki fara fram á morgun en báðir úrslitaleikirnir á laugardaginn.
Olís-deild kvenna Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira