Hver er skelfingin? Gauti Kristmannsson skrifar 27. febrúar 2014 06:00 Andstæðingar ESB-umsóknarinnar hafa gripið til margra þversagnarkenndra raka að mínum dómi sem mig langar að fara örstutt yfir. Fyrstu rökin eru þau um fullveldið. Nú er það þannig að Íslendingar gerðust aðilar að EES árið 1994. Ég var þá andvígur því á grundvelli þess sem Guðmundur Eiríksson lögfræðingur benti á með sannfærandi hætti að í EES-samningnum fælist fullveldisframsal. Á þeim tíma höfðu reyndar önnur EFTA-ríki á borð við Svíþjóð, Finnland, Noreg og Austurríki einnig gert þennan samning svo maður velti fyrir sér hvað slíkt framsal fæli í sér. Staðreyndin er sú að EES-samningurinn var aldrei hugsaður til frambúðar. Hann var „biðstofa“ meðan ríkin gætu „lagað sig að“ þeim kröfum sem einn sameiginlegur markaður gerði til þátttakenda þannig að réttindi manna væru sem jöfnust. Enda fóru þessi ríki nema Noregur og við inn í ESB og hafa þau miklu meiri áhrif á löggjöf sambandsins en á meðan þau voru í EES. Þau hafa því öðlast hluta þess fullveldis sem þau fórnuðu fyrir biðtímann í EES. Við stöndum hins vegar fyrir utan og þiggjum lög og reglur án þess að geta haft áhrif. Fullveldisrökin standa því annaðhvort til þess að ganga úr EES eða inn í ESB. Óbreytt ástand samræmist þeim ekki. Norðmenn höfnuðu sínum aðildarsamningi árið 1994 og hafði það afdrifaríkar afleiðingar fyrir Íslendinga. Góðvinur minn og andstæðingur ESB sagði þá sigri hrósandi: „Norðmenn kusu fyrir okkur,“ og þá velti ég fyrir mér hvaða fullveldi þetta væri eiginlega þegar önnur þjóð gæti í reynd ákveðið stefnu okkar. Það var nefnilega alveg rétt ályktað að við hefðum fylgt Norðmönnum inn og þá með stuðningi sjávarútvegsins. Ég áttaði mig líka þá á því að landhelgin okkar fræga var ekki byggð á neinum náttúrurétti, heldur hafði hún fengist í gegnum baráttu og samninga íslenska ríkisins í alþjóðasamstarfi. Við öðluðumst sem sagt aukinn rétt yfir miklu hafsvæði og auðlindum í krafti þess að við vorum þátttakendur í alþjóðasamstarfi. Þessi réttur hefði aldrei fengist með öðrum hætti. Harmsagan Harmsagan er síðan sú að stærsta auðlindin sem við þetta vannst, fiskurinn í sjónum, var einkavædd fyrir ekki neitt og gengur síðan kaupum og sölum og hafa ófá byggðarlög verið svipt helstu atvinnutækifærum sínum þess vegna. Við fengum sem sagt vald yfir auðlindum gegnum hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna og glötuðum því í hendur örfárra einstaklinga. Eftir stendur aðeins valdið að ákveða heildarkvótann. Önnur rök eru þau að ekki sé hægt að „kíkja í pakkann“. Það er sérkennilegt í ljósi þess að fram fara langar og strangar samningaviðræður. Þær hefjast á svokölluðum rýniviðræðum þar sem lög og reglur lands og ESB er borin saman og helstu hagsmunir beggja aðila greindir. Síðan er samið um það sem út af stendur og hafa mörg dæmi verið færð fyrir því að tekið er tillit til sérhagsmuna þjóða, sumarhús í Danmörku, fiskveiðar í kringum Möltu, landbúnaður á norðurslóðum og margt fleira. En séu þessi rök andstæðinga ESB-umsóknar tekin til greina þá hlýtur maður að spyrja, hver er þá skelfingin við að fá samninginn kláraðan og greiða um hann atkvæði? Forystumenn stjórnmálaflokkanna hafa flestir, ef ekki allir, sagt að þeir myndu hafna samningi sem væri óhagstæður Íslendingum í sjávarútvegsmálum. Sé ekki hægt að kíkja í pakkann og „samningur“ feli í sér einungis „aðlögun“ þá er ljóst að þing og þjóð hafna slíkum samningi og málinu er lokið um langan aldur. Það standa því öll rök til þess að ljúka viðræðum og afgreiða málið. Ég spyr aftur, hver er skelfingin? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gauti Kristmannsson Mest lesið Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Sjá meira
Andstæðingar ESB-umsóknarinnar hafa gripið til margra þversagnarkenndra raka að mínum dómi sem mig langar að fara örstutt yfir. Fyrstu rökin eru þau um fullveldið. Nú er það þannig að Íslendingar gerðust aðilar að EES árið 1994. Ég var þá andvígur því á grundvelli þess sem Guðmundur Eiríksson lögfræðingur benti á með sannfærandi hætti að í EES-samningnum fælist fullveldisframsal. Á þeim tíma höfðu reyndar önnur EFTA-ríki á borð við Svíþjóð, Finnland, Noreg og Austurríki einnig gert þennan samning svo maður velti fyrir sér hvað slíkt framsal fæli í sér. Staðreyndin er sú að EES-samningurinn var aldrei hugsaður til frambúðar. Hann var „biðstofa“ meðan ríkin gætu „lagað sig að“ þeim kröfum sem einn sameiginlegur markaður gerði til þátttakenda þannig að réttindi manna væru sem jöfnust. Enda fóru þessi ríki nema Noregur og við inn í ESB og hafa þau miklu meiri áhrif á löggjöf sambandsins en á meðan þau voru í EES. Þau hafa því öðlast hluta þess fullveldis sem þau fórnuðu fyrir biðtímann í EES. Við stöndum hins vegar fyrir utan og þiggjum lög og reglur án þess að geta haft áhrif. Fullveldisrökin standa því annaðhvort til þess að ganga úr EES eða inn í ESB. Óbreytt ástand samræmist þeim ekki. Norðmenn höfnuðu sínum aðildarsamningi árið 1994 og hafði það afdrifaríkar afleiðingar fyrir Íslendinga. Góðvinur minn og andstæðingur ESB sagði þá sigri hrósandi: „Norðmenn kusu fyrir okkur,“ og þá velti ég fyrir mér hvaða fullveldi þetta væri eiginlega þegar önnur þjóð gæti í reynd ákveðið stefnu okkar. Það var nefnilega alveg rétt ályktað að við hefðum fylgt Norðmönnum inn og þá með stuðningi sjávarútvegsins. Ég áttaði mig líka þá á því að landhelgin okkar fræga var ekki byggð á neinum náttúrurétti, heldur hafði hún fengist í gegnum baráttu og samninga íslenska ríkisins í alþjóðasamstarfi. Við öðluðumst sem sagt aukinn rétt yfir miklu hafsvæði og auðlindum í krafti þess að við vorum þátttakendur í alþjóðasamstarfi. Þessi réttur hefði aldrei fengist með öðrum hætti. Harmsagan Harmsagan er síðan sú að stærsta auðlindin sem við þetta vannst, fiskurinn í sjónum, var einkavædd fyrir ekki neitt og gengur síðan kaupum og sölum og hafa ófá byggðarlög verið svipt helstu atvinnutækifærum sínum þess vegna. Við fengum sem sagt vald yfir auðlindum gegnum hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna og glötuðum því í hendur örfárra einstaklinga. Eftir stendur aðeins valdið að ákveða heildarkvótann. Önnur rök eru þau að ekki sé hægt að „kíkja í pakkann“. Það er sérkennilegt í ljósi þess að fram fara langar og strangar samningaviðræður. Þær hefjast á svokölluðum rýniviðræðum þar sem lög og reglur lands og ESB er borin saman og helstu hagsmunir beggja aðila greindir. Síðan er samið um það sem út af stendur og hafa mörg dæmi verið færð fyrir því að tekið er tillit til sérhagsmuna þjóða, sumarhús í Danmörku, fiskveiðar í kringum Möltu, landbúnaður á norðurslóðum og margt fleira. En séu þessi rök andstæðinga ESB-umsóknar tekin til greina þá hlýtur maður að spyrja, hver er þá skelfingin við að fá samninginn kláraðan og greiða um hann atkvæði? Forystumenn stjórnmálaflokkanna hafa flestir, ef ekki allir, sagt að þeir myndu hafna samningi sem væri óhagstæður Íslendingum í sjávarútvegsmálum. Sé ekki hægt að kíkja í pakkann og „samningur“ feli í sér einungis „aðlögun“ þá er ljóst að þing og þjóð hafna slíkum samningi og málinu er lokið um langan aldur. Það standa því öll rök til þess að ljúka viðræðum og afgreiða málið. Ég spyr aftur, hver er skelfingin?
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun