Nágranni heyrði skelfingaröskur Reevu Jóhannes Stefánsson skrifar 4. mars 2014 07:45 Réttarhöldin yfir Oscar Pistorius halda áfram í dag. vísir/AFP Suður-afríski íþróttamaðurinn Oscar Pistorius sagðist fyrir dómi í gær vera saklaus af ásökunum saksóknara um að hafa myrt Reevu Steenkamp, kærustu sína, á Valentínusardaginn í fyrra. „Það var eitthvað hræðilegt að gerast í húsinu,“ sagði Michelle Burger, vitni í málinu, fyrir rétti í gær. Burger segist hafa heyrt ógnvænleg óp og skothvelli frá íbúð þeirra Pistorius og Steenkamp. „Hún rak upp skelfingaröskur og bað um hjálp. Síðan heyrði ég karlmann hrópa þrisvar eftir hjálp,“ sagði Burger. „Skömmu eftir óp hennar heyrði ég fjóra skothvelli,“ bætti Burger við. Pistorius sat svipbrigðalaus í réttarsalnum í gær og horfði niður í gólfið. Hann hefur alla tíð haldið því fram að dauði Steenkamp hafi verið hræðilegt slys, en hann taldi sig vera að skjóta innbrotsþjóf sem hefði falið sig inni á klósettinu. Steenkamp varð fyrir þremur skotum sem hæfðu hana í handlegg, mjöðm og höfuð. Hún var úrskurðuð látin á vettvangi. Takist ákæruvaldinu að sýna fram á ásetning Pistorius um að myrða kærustu sína gæti hann átt yfir höfði sér lífstíðarfangelsi. Réttarhöldin munu standa yfir í þrjár vikur hið minnsta, en ráðgert er að þau muni taka töluvert lengri tíma í ljósi þess að 107 vitni hafa verið kölluð til í málinu. Réttarhöldunum er sjónvarpað beint í Suður-Afríku og þau halda áfram í dag. Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Fleiri fréttir Forseti Suður-Kóreu leystur úr embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps Sjá meira
Suður-afríski íþróttamaðurinn Oscar Pistorius sagðist fyrir dómi í gær vera saklaus af ásökunum saksóknara um að hafa myrt Reevu Steenkamp, kærustu sína, á Valentínusardaginn í fyrra. „Það var eitthvað hræðilegt að gerast í húsinu,“ sagði Michelle Burger, vitni í málinu, fyrir rétti í gær. Burger segist hafa heyrt ógnvænleg óp og skothvelli frá íbúð þeirra Pistorius og Steenkamp. „Hún rak upp skelfingaröskur og bað um hjálp. Síðan heyrði ég karlmann hrópa þrisvar eftir hjálp,“ sagði Burger. „Skömmu eftir óp hennar heyrði ég fjóra skothvelli,“ bætti Burger við. Pistorius sat svipbrigðalaus í réttarsalnum í gær og horfði niður í gólfið. Hann hefur alla tíð haldið því fram að dauði Steenkamp hafi verið hræðilegt slys, en hann taldi sig vera að skjóta innbrotsþjóf sem hefði falið sig inni á klósettinu. Steenkamp varð fyrir þremur skotum sem hæfðu hana í handlegg, mjöðm og höfuð. Hún var úrskurðuð látin á vettvangi. Takist ákæruvaldinu að sýna fram á ásetning Pistorius um að myrða kærustu sína gæti hann átt yfir höfði sér lífstíðarfangelsi. Réttarhöldin munu standa yfir í þrjár vikur hið minnsta, en ráðgert er að þau muni taka töluvert lengri tíma í ljósi þess að 107 vitni hafa verið kölluð til í málinu. Réttarhöldunum er sjónvarpað beint í Suður-Afríku og þau halda áfram í dag.
Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Fleiri fréttir Forseti Suður-Kóreu leystur úr embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps Sjá meira