Einar Ágúst snýr aftur í Skítamóral Gunnar Leó Pálsson skrifar 7. mars 2014 09:00 Hljómsveitin Skítamórall snýr aftur. Sveitin er nú fullskipuð og ætlar sér stóra hluti á árinu. fréttablaðið/stefán „Það er æðislegt að vera kominn aftur, þetta er algjör draumur. Ég hef voða lítið spilað á böllum undanfarin tíu ár,“ segir Einar Ágúst Víðisson, söngvari Skítamórals, en hann hefur snúið aftur í sveitina. „Það eru tíu ár síðan Einar Ágúst varð viðskila við hljómsveitina. Hann sótti tímabundið á önnur mið og við vorum í litlu sambandi á þessum tíma. Hann er á góðu róli í dag og það er frábært að fá hann aftur,“ segir Arngrímur Fannar Haraldsson gítarleikari sveitarinnar, betur þekktur sem Addi Fannar. Hljómsveitin hefur þó starfað með hléum undanfarin ár og bætti meðal annars við sig gítarleikaranum Gunnari Þór Jónssyni. Einar Ágúst var leynigestur á dansleik á Spot fyrir skömmu og voru viðbrögðin góð. „Viðtökurnar voru frábærar og menn fóru strax að skoða möguleikann á að fá Einar aftur inn í bandið,“ segir Addi Fannar. Nú þegar Einar er aftur kominn í hljómsveitina var strax farið í að semja lög og texta. „Öll næsta helgi er undirlögð í stúdíói og við gerum ráð fyrir að nýtt lag verði frumflutt fimmtudaginn 27. mars hjá Ívari Guðmunds,“ útskýrir Addi Fannar. Þeir félagar eru að vinna í nokkrum lögum sem gætu endað á plötu. „Ég veit ekki með plötu, plötusala er orðin eins og hún er í dag. Við ætlum allavega að gefa út nokkur lög. Það er þó aldrei að vita nema ný plata líti dagsins ljós.“ Skítamórall ætlar að vera virk á árinu og hefur nú þegar bókað fjölda tónleika. „Við erum búnir að bóka þessar helstu helgar í sumar og nú er verið að raða upp sumrinu,“ bætir Addi Fannar við. Fyrsti formlegi dansleikurinn með Einari verður á Spot laugardaginn 29. mars. „Þetta verður fyrsti formlegi dansleikurinn okkar sem fullskipað band á ný.“ Manstu alla textana Einar? „Þetta er að koma, ég þurfti að rifja þá upp. Ég þurfti líka að rifja upp lög sem ég samdi sjálfur,“ segir Einar Ágúst léttur í lundu. Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Fleiri fréttir Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Sjá meira
„Það er æðislegt að vera kominn aftur, þetta er algjör draumur. Ég hef voða lítið spilað á böllum undanfarin tíu ár,“ segir Einar Ágúst Víðisson, söngvari Skítamórals, en hann hefur snúið aftur í sveitina. „Það eru tíu ár síðan Einar Ágúst varð viðskila við hljómsveitina. Hann sótti tímabundið á önnur mið og við vorum í litlu sambandi á þessum tíma. Hann er á góðu róli í dag og það er frábært að fá hann aftur,“ segir Arngrímur Fannar Haraldsson gítarleikari sveitarinnar, betur þekktur sem Addi Fannar. Hljómsveitin hefur þó starfað með hléum undanfarin ár og bætti meðal annars við sig gítarleikaranum Gunnari Þór Jónssyni. Einar Ágúst var leynigestur á dansleik á Spot fyrir skömmu og voru viðbrögðin góð. „Viðtökurnar voru frábærar og menn fóru strax að skoða möguleikann á að fá Einar aftur inn í bandið,“ segir Addi Fannar. Nú þegar Einar er aftur kominn í hljómsveitina var strax farið í að semja lög og texta. „Öll næsta helgi er undirlögð í stúdíói og við gerum ráð fyrir að nýtt lag verði frumflutt fimmtudaginn 27. mars hjá Ívari Guðmunds,“ útskýrir Addi Fannar. Þeir félagar eru að vinna í nokkrum lögum sem gætu endað á plötu. „Ég veit ekki með plötu, plötusala er orðin eins og hún er í dag. Við ætlum allavega að gefa út nokkur lög. Það er þó aldrei að vita nema ný plata líti dagsins ljós.“ Skítamórall ætlar að vera virk á árinu og hefur nú þegar bókað fjölda tónleika. „Við erum búnir að bóka þessar helstu helgar í sumar og nú er verið að raða upp sumrinu,“ bætir Addi Fannar við. Fyrsti formlegi dansleikurinn með Einari verður á Spot laugardaginn 29. mars. „Þetta verður fyrsti formlegi dansleikurinn okkar sem fullskipað band á ný.“ Manstu alla textana Einar? „Þetta er að koma, ég þurfti að rifja þá upp. Ég þurfti líka að rifja upp lög sem ég samdi sjálfur,“ segir Einar Ágúst léttur í lundu.
Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Fleiri fréttir Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Sjá meira