Einar Ágúst snýr aftur í Skítamóral Gunnar Leó Pálsson skrifar 7. mars 2014 09:00 Hljómsveitin Skítamórall snýr aftur. Sveitin er nú fullskipuð og ætlar sér stóra hluti á árinu. fréttablaðið/stefán „Það er æðislegt að vera kominn aftur, þetta er algjör draumur. Ég hef voða lítið spilað á böllum undanfarin tíu ár,“ segir Einar Ágúst Víðisson, söngvari Skítamórals, en hann hefur snúið aftur í sveitina. „Það eru tíu ár síðan Einar Ágúst varð viðskila við hljómsveitina. Hann sótti tímabundið á önnur mið og við vorum í litlu sambandi á þessum tíma. Hann er á góðu róli í dag og það er frábært að fá hann aftur,“ segir Arngrímur Fannar Haraldsson gítarleikari sveitarinnar, betur þekktur sem Addi Fannar. Hljómsveitin hefur þó starfað með hléum undanfarin ár og bætti meðal annars við sig gítarleikaranum Gunnari Þór Jónssyni. Einar Ágúst var leynigestur á dansleik á Spot fyrir skömmu og voru viðbrögðin góð. „Viðtökurnar voru frábærar og menn fóru strax að skoða möguleikann á að fá Einar aftur inn í bandið,“ segir Addi Fannar. Nú þegar Einar er aftur kominn í hljómsveitina var strax farið í að semja lög og texta. „Öll næsta helgi er undirlögð í stúdíói og við gerum ráð fyrir að nýtt lag verði frumflutt fimmtudaginn 27. mars hjá Ívari Guðmunds,“ útskýrir Addi Fannar. Þeir félagar eru að vinna í nokkrum lögum sem gætu endað á plötu. „Ég veit ekki með plötu, plötusala er orðin eins og hún er í dag. Við ætlum allavega að gefa út nokkur lög. Það er þó aldrei að vita nema ný plata líti dagsins ljós.“ Skítamórall ætlar að vera virk á árinu og hefur nú þegar bókað fjölda tónleika. „Við erum búnir að bóka þessar helstu helgar í sumar og nú er verið að raða upp sumrinu,“ bætir Addi Fannar við. Fyrsti formlegi dansleikurinn með Einari verður á Spot laugardaginn 29. mars. „Þetta verður fyrsti formlegi dansleikurinn okkar sem fullskipað band á ný.“ Manstu alla textana Einar? „Þetta er að koma, ég þurfti að rifja þá upp. Ég þurfti líka að rifja upp lög sem ég samdi sjálfur,“ segir Einar Ágúst léttur í lundu. Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Fleiri fréttir Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sjá meira
„Það er æðislegt að vera kominn aftur, þetta er algjör draumur. Ég hef voða lítið spilað á böllum undanfarin tíu ár,“ segir Einar Ágúst Víðisson, söngvari Skítamórals, en hann hefur snúið aftur í sveitina. „Það eru tíu ár síðan Einar Ágúst varð viðskila við hljómsveitina. Hann sótti tímabundið á önnur mið og við vorum í litlu sambandi á þessum tíma. Hann er á góðu róli í dag og það er frábært að fá hann aftur,“ segir Arngrímur Fannar Haraldsson gítarleikari sveitarinnar, betur þekktur sem Addi Fannar. Hljómsveitin hefur þó starfað með hléum undanfarin ár og bætti meðal annars við sig gítarleikaranum Gunnari Þór Jónssyni. Einar Ágúst var leynigestur á dansleik á Spot fyrir skömmu og voru viðbrögðin góð. „Viðtökurnar voru frábærar og menn fóru strax að skoða möguleikann á að fá Einar aftur inn í bandið,“ segir Addi Fannar. Nú þegar Einar er aftur kominn í hljómsveitina var strax farið í að semja lög og texta. „Öll næsta helgi er undirlögð í stúdíói og við gerum ráð fyrir að nýtt lag verði frumflutt fimmtudaginn 27. mars hjá Ívari Guðmunds,“ útskýrir Addi Fannar. Þeir félagar eru að vinna í nokkrum lögum sem gætu endað á plötu. „Ég veit ekki með plötu, plötusala er orðin eins og hún er í dag. Við ætlum allavega að gefa út nokkur lög. Það er þó aldrei að vita nema ný plata líti dagsins ljós.“ Skítamórall ætlar að vera virk á árinu og hefur nú þegar bókað fjölda tónleika. „Við erum búnir að bóka þessar helstu helgar í sumar og nú er verið að raða upp sumrinu,“ bætir Addi Fannar við. Fyrsti formlegi dansleikurinn með Einari verður á Spot laugardaginn 29. mars. „Þetta verður fyrsti formlegi dansleikurinn okkar sem fullskipað band á ný.“ Manstu alla textana Einar? „Þetta er að koma, ég þurfti að rifja þá upp. Ég þurfti líka að rifja upp lög sem ég samdi sjálfur,“ segir Einar Ágúst léttur í lundu.
Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Fleiri fréttir Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sjá meira