Íslands fullorðnu synir Hannes Pétursson skrifar 8. mars 2014 07:00 Ríkisstjórnin sem nú situr hefur haft nauman tíma til að fitja upp á einhverju nýju fyrir sífelldum afturköllunum. Með sjálfum mér skipti ég þeim afturköllunum í tvennt: afturkallanir hinar meiri og afturkallanir hinar minni, en þær ná til einstakra ráðherra, ekki ríkisstjórnarinnar í heild. Meðal afturkallana hinna minni má nefna að formaður Framsóknarflokksins og nú forsætisráðherra hefur afturkallað undirskrift sína undir bréf um Evrópumál sem hann sendi frá sér í nafni flokksins fyrir alþingiskosningar; í öðru lagi afturkallaði landbúnaðarráðherra kafla í ræðu sem hann flutti nýverið á Búnaðarþingi, þar fullyrti hann að Íslendingar væru sjálfum sér nægir um alla matvælaframleiðslu; í þriðja lagi afturkallaði utanríkisráðherra greinargerð sína með þingsályktunartillögu um slit aðildarviðræðna við ESB; það kom til vegna aðdróttana í garð þingmanna á síðasta kjörtímabili og þurfti að endurútgefa skjalið.Háleitasta kosningafyrirheitið Meðal afturkallana hinna meiri skulu einungis tvær nefndar, í fyrsta lagi: Á viðhafnarmiklum blaðamannafundi í beinni útsendingu úr Hörpu seint á árinu sem leið afturkallaði ríkisstjórnin að verulegu marki háleitasta kosningafyrirheit Framsóknarflokksins, „Leiðréttinguna“. Afturkallaðir voru á að gizka 220 milljarðar (sbr. fyrirheitið), eftir standa 20 milljarðar á ári í fjögur ár. Þær leifar eru nú til meðferðar einhvers staðar í nefndakerfinu, annaðhvort í nefnd (sem er lægsta þrep), vinnunefnd (næsta þrep fyrir ofan nefnd), starfshópi (á að láta meira að sér kveða en vinnunefnd) eða jafnvel í átakshópi (næsta þrep fyrir ofan starfshóp). Alveg sér á parti eru síðan svonefndir vinnukvöldverðir. Vera kann að „Leiðréttingin“ sé komin allar götur til meðferðar á vinnukvöldverðum.Maríneraðir í ósamkvæmni Í öðru lagi og það er nýjast: Ríkisstjórnin hefur afturkallað stjórnarsáttmálann í veigamiklu atriði, það er að segja því sem snýr að aðildarviðræðum við ESB. Ráðherrum og þingmönnum stjórnarflokkanna hefur verið gjarnt að vísa til stjórnarsáttmálans þegar þeim hentaði eins og væri hann Móselög. En þeir eru svo heillum horfnir og maríneraðir í ósamkvæmni flestir hverjir að þeir bregðast byrstir við þegar yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar rís upp og skipar þeim að standa við stjórnarsáttmálann og eigin heitstrengingar í téðu efni, þó ekki væri annað. Eðlilegast væri eins og málum háttar að ríkisstjórn sem er rúin fylgi og sérhæfð í afturköllunum ynni það þægðarverk að afturkalla sjálfa sig, fyrst kjósendum gefst ekki kostur á að afturkalla hana sem stendur sökum kosningafyrirkomulags. Sumir þeirra sem nú verma ráðherrastólana voru einhverjir mestu hávaðamenn þingsögunnar meðan þeir sátu í stjórnarandstöðu, fóru mikinn og kunnu skjót ráð við öllum vanda, hvort heldur á himni eða jörð. Nú fara þeir sem sagt með landsstjórnina. Því er ekki ófyrirsynju að mér koma í hug ljóðlínur eftir Hannes Hafstein. Hann þýddi á sínum tíma stakt erindi eftir Ludvig Holberg. Seinni hluti þess hljóðar svo: Í blaða og funda gargans-gríð menn geta fjölmargt sannað. En til að stjórna landi og lýð þarf langtum meira og – annað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hannes Pétursson Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin sem nú situr hefur haft nauman tíma til að fitja upp á einhverju nýju fyrir sífelldum afturköllunum. Með sjálfum mér skipti ég þeim afturköllunum í tvennt: afturkallanir hinar meiri og afturkallanir hinar minni, en þær ná til einstakra ráðherra, ekki ríkisstjórnarinnar í heild. Meðal afturkallana hinna minni má nefna að formaður Framsóknarflokksins og nú forsætisráðherra hefur afturkallað undirskrift sína undir bréf um Evrópumál sem hann sendi frá sér í nafni flokksins fyrir alþingiskosningar; í öðru lagi afturkallaði landbúnaðarráðherra kafla í ræðu sem hann flutti nýverið á Búnaðarþingi, þar fullyrti hann að Íslendingar væru sjálfum sér nægir um alla matvælaframleiðslu; í þriðja lagi afturkallaði utanríkisráðherra greinargerð sína með þingsályktunartillögu um slit aðildarviðræðna við ESB; það kom til vegna aðdróttana í garð þingmanna á síðasta kjörtímabili og þurfti að endurútgefa skjalið.Háleitasta kosningafyrirheitið Meðal afturkallana hinna meiri skulu einungis tvær nefndar, í fyrsta lagi: Á viðhafnarmiklum blaðamannafundi í beinni útsendingu úr Hörpu seint á árinu sem leið afturkallaði ríkisstjórnin að verulegu marki háleitasta kosningafyrirheit Framsóknarflokksins, „Leiðréttinguna“. Afturkallaðir voru á að gizka 220 milljarðar (sbr. fyrirheitið), eftir standa 20 milljarðar á ári í fjögur ár. Þær leifar eru nú til meðferðar einhvers staðar í nefndakerfinu, annaðhvort í nefnd (sem er lægsta þrep), vinnunefnd (næsta þrep fyrir ofan nefnd), starfshópi (á að láta meira að sér kveða en vinnunefnd) eða jafnvel í átakshópi (næsta þrep fyrir ofan starfshóp). Alveg sér á parti eru síðan svonefndir vinnukvöldverðir. Vera kann að „Leiðréttingin“ sé komin allar götur til meðferðar á vinnukvöldverðum.Maríneraðir í ósamkvæmni Í öðru lagi og það er nýjast: Ríkisstjórnin hefur afturkallað stjórnarsáttmálann í veigamiklu atriði, það er að segja því sem snýr að aðildarviðræðum við ESB. Ráðherrum og þingmönnum stjórnarflokkanna hefur verið gjarnt að vísa til stjórnarsáttmálans þegar þeim hentaði eins og væri hann Móselög. En þeir eru svo heillum horfnir og maríneraðir í ósamkvæmni flestir hverjir að þeir bregðast byrstir við þegar yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar rís upp og skipar þeim að standa við stjórnarsáttmálann og eigin heitstrengingar í téðu efni, þó ekki væri annað. Eðlilegast væri eins og málum háttar að ríkisstjórn sem er rúin fylgi og sérhæfð í afturköllunum ynni það þægðarverk að afturkalla sjálfa sig, fyrst kjósendum gefst ekki kostur á að afturkalla hana sem stendur sökum kosningafyrirkomulags. Sumir þeirra sem nú verma ráðherrastólana voru einhverjir mestu hávaðamenn þingsögunnar meðan þeir sátu í stjórnarandstöðu, fóru mikinn og kunnu skjót ráð við öllum vanda, hvort heldur á himni eða jörð. Nú fara þeir sem sagt með landsstjórnina. Því er ekki ófyrirsynju að mér koma í hug ljóðlínur eftir Hannes Hafstein. Hann þýddi á sínum tíma stakt erindi eftir Ludvig Holberg. Seinni hluti þess hljóðar svo: Í blaða og funda gargans-gríð menn geta fjölmargt sannað. En til að stjórna landi og lýð þarf langtum meira og – annað.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun