Borgarstjóri Osló: "Viljum ekki að hefðin leggist af“ Bjarki Ármannsson skrifar 12. apríl 2014 17:12 Fabian Stang segir Oslóarbúa ekki vilja að hefðin leggist af. Vísir/Valli/AFP Oslóarborg vill ekki að hefðin í kringum „Oslóartréð“ leggist af og hefur lagt til að grenitré verði fellt á Íslandi þetta árið. Það sé bæði umhverfisvænna og betra fyrir tréð sjálft. Þetta kemur fram í bréfi frá Fabian Stang, borgarstjóra Osló, sem Morgunblaðið birti í dag. Í bréfinu segist Stang hafa skrifað Jóni Gnarr borgarstjóra um hvernig sé best að viðhalda og betrumbæta þá hefð að Osló færi Reykjavík jólatré að gjöf. Norska fréttasíðan Osloby.no greindi frá því í vikunni að Oslóarborg íhugaði nú að gefa ekki jólatré til Reykjavíkur og Rotterdam líkt og hefð hefur skapast fyrir. Bent var á í fregninni að flutningur trésins væri bæði dýr og flókinn. „Við vorum bara að heyra af þessu og þurfum tíma til að fara yfir málin,“ sagði S. Björn Blöndal, aðstoðarmaður borgarstjóra í kjölfar fregnanna. „Við ætlum að heyra í frændum okkar og vinum í Noregi,“ sagði Björn. Í bréfi Stang vekur hann athygli á því að þegar Oslóbúar tóku fyrst að gefa Reykvíkingum grenitré á jólunum, fyrir rúmum sextíu árum, var það ekki síst vegna þess að jólatré af þessari stærð voru vandfundin í og í kringum Reykjavík. „En núna vaxa grenitré á Íslandi og þegar breytingar verða á eina sviði getur verið viturlegt að athuga hvort breyta megi til batnaðar á öðrum sviðum líka,“ segir Stang. Hann segist einnig hafa boðið Jón Gnarr að athuga hvort fella megi tréð á Íslandi, jafnvel í skógi sem plantað hefur verið í samvinnu við Noreg. „Það er umhverfisvænna en að flytja það um langan veg og grenitré geta orðið fyrir skaða við langa flutninga yfir hafið.“ Stang ítrekar jafnframt í bréfi sínu að hann vilji gjarnan þróa áfram samvinnu og vinskap milli Reykjavíkur og Osló. Tengdar fréttir „Ætlum að heyra í frændum okkar og vinum í Noregi“ Íbúar Óslóarborgar íhuga að hætta að gefa Reykvíkingum jólatré á aðventunni. Óslóartréð hefur verið fastur liður á aðventu Reykvíkinga. 8. apríl 2014 11:06 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira
Oslóarborg vill ekki að hefðin í kringum „Oslóartréð“ leggist af og hefur lagt til að grenitré verði fellt á Íslandi þetta árið. Það sé bæði umhverfisvænna og betra fyrir tréð sjálft. Þetta kemur fram í bréfi frá Fabian Stang, borgarstjóra Osló, sem Morgunblaðið birti í dag. Í bréfinu segist Stang hafa skrifað Jóni Gnarr borgarstjóra um hvernig sé best að viðhalda og betrumbæta þá hefð að Osló færi Reykjavík jólatré að gjöf. Norska fréttasíðan Osloby.no greindi frá því í vikunni að Oslóarborg íhugaði nú að gefa ekki jólatré til Reykjavíkur og Rotterdam líkt og hefð hefur skapast fyrir. Bent var á í fregninni að flutningur trésins væri bæði dýr og flókinn. „Við vorum bara að heyra af þessu og þurfum tíma til að fara yfir málin,“ sagði S. Björn Blöndal, aðstoðarmaður borgarstjóra í kjölfar fregnanna. „Við ætlum að heyra í frændum okkar og vinum í Noregi,“ sagði Björn. Í bréfi Stang vekur hann athygli á því að þegar Oslóbúar tóku fyrst að gefa Reykvíkingum grenitré á jólunum, fyrir rúmum sextíu árum, var það ekki síst vegna þess að jólatré af þessari stærð voru vandfundin í og í kringum Reykjavík. „En núna vaxa grenitré á Íslandi og þegar breytingar verða á eina sviði getur verið viturlegt að athuga hvort breyta megi til batnaðar á öðrum sviðum líka,“ segir Stang. Hann segist einnig hafa boðið Jón Gnarr að athuga hvort fella megi tréð á Íslandi, jafnvel í skógi sem plantað hefur verið í samvinnu við Noreg. „Það er umhverfisvænna en að flytja það um langan veg og grenitré geta orðið fyrir skaða við langa flutninga yfir hafið.“ Stang ítrekar jafnframt í bréfi sínu að hann vilji gjarnan þróa áfram samvinnu og vinskap milli Reykjavíkur og Osló.
Tengdar fréttir „Ætlum að heyra í frændum okkar og vinum í Noregi“ Íbúar Óslóarborgar íhuga að hætta að gefa Reykvíkingum jólatré á aðventunni. Óslóartréð hefur verið fastur liður á aðventu Reykvíkinga. 8. apríl 2014 11:06 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira
„Ætlum að heyra í frændum okkar og vinum í Noregi“ Íbúar Óslóarborgar íhuga að hætta að gefa Reykvíkingum jólatré á aðventunni. Óslóartréð hefur verið fastur liður á aðventu Reykvíkinga. 8. apríl 2014 11:06