Erlent

Lögleysa hjá öfgahópum

Freyr Bjarnason skrifar
Átökin í Kænugarði í síðasta mánuði.
Átökin í Kænugarði í síðasta mánuði. Vísir/Getty
Utanríkisráðuneyti Rússlands segir að lögleysa ríki á meðal hægriöfgasinna í austurhluta Úkraínu.

Í yfirlýsingu frá ráðuneytinu segir að ofbeldismenn frá hinum svokallaða „Hægri hluta“ hafi fengið að vaða uppi með aðstoð nýrra yfirvalda í Úkraínu.

„Hægri hlutinn“ samanstendur af þó nokkrum hægriöfgahópum og þjóðernissinnum. Meðlimir þeirra höfðu sig hvað mest í frammi í mótmælunum í Kænugarði í síðasta mánuði sem urðu til þess að ríkisstjórnin liðaðist í sundur.

Rússar eru annars enn með herlið sitt á Krímskaga þrátt fyrir fordæmingu alþjóðasamfélagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×