Alþingi í sama farið Kári Jónasson skrifar 13. mars 2014 07:00 Þegar nýtt þing kom saman í fyrrasumar að loknum alþingiskosningum höfðu sumir þingmenn á orði að nú væri komið nýtt þing með mörgum nýjum þingmönnum og þörf væri á að breyta umræðuhefðinni í þingsal. Þessar hugmyndir skutu líka upp kollinum í haust þegar þing kom saman á ný, en hvað gerist svo? Þingheimur er fallinn í sömu umræðuhefðina, en nú er sú breyting á að þeir sem þrösuðu mest þegar stjórn Jóhönnu var við völd, sitja nú við völd, en fyrrverandi stjórnarmeirihluti hefur að manni sýnist tekið upp nákvæmlega sömu vinnubrögðin og stjórnarandstaðan fyrir ári, – er það dapurlegt í meira lagi. Þið þingmenn verðið að gæta virðingar ykkar og færa umræðuhefðina upp á annað plan en okkur almenningi þessa lands, háum og lágum, hefur verið boðið upp á að undanförnu. Ég er ekki að tala um efnisatriði og afstöðu til einstakra mála, heldur hvernig þingmenn haga sér í þingsal. Mér finnst hlutverk háttvirts þingforseta, bæði nú og í fyrra hálf aumkunarvert, svo ekki sé meira sagt. Það er eiginlega sama hvað hann tekur til bragðs og sama hvað hann segir og reynir að bæta umræðuhefðina, – ekkert breytist – fólk fær meiri og meiri skömm á þinginu. Það verður bara að segja þetta eins og er. Þingmenn vísa oft til fjölmiðla þegar þessi mál ber á góma og kenna þeim um hvernig komið er með álit þjóðarinnar á háttvirtu Alþingi. Þeir ættu hins vegar að líta í eigin barm, því fjölmiðlar eru aðeins að spegla ástandið sem við þeim blasir í þingsölum, og reyndar getur almenningur nú á dögum fylgst nákvæmlega með hvað er gerast þar innan dyra, vegna beinna útsendinga frá Alþingi. Hafa þingmenn kannski ekki áttað sig á að fjöldi manna fylgist með umræðum á þinginu á degi hverjum, – ekki síst þegar von er á átökum um einstök mál? Fjölmiðlar reyna hins vegar eftir bestu getu að skýra frá því sem fréttnæmt er hverju sinni, og lái þeim sem hver sem vill. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Jónasson Mest lesið „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Sjá meira
Þegar nýtt þing kom saman í fyrrasumar að loknum alþingiskosningum höfðu sumir þingmenn á orði að nú væri komið nýtt þing með mörgum nýjum þingmönnum og þörf væri á að breyta umræðuhefðinni í þingsal. Þessar hugmyndir skutu líka upp kollinum í haust þegar þing kom saman á ný, en hvað gerist svo? Þingheimur er fallinn í sömu umræðuhefðina, en nú er sú breyting á að þeir sem þrösuðu mest þegar stjórn Jóhönnu var við völd, sitja nú við völd, en fyrrverandi stjórnarmeirihluti hefur að manni sýnist tekið upp nákvæmlega sömu vinnubrögðin og stjórnarandstaðan fyrir ári, – er það dapurlegt í meira lagi. Þið þingmenn verðið að gæta virðingar ykkar og færa umræðuhefðina upp á annað plan en okkur almenningi þessa lands, háum og lágum, hefur verið boðið upp á að undanförnu. Ég er ekki að tala um efnisatriði og afstöðu til einstakra mála, heldur hvernig þingmenn haga sér í þingsal. Mér finnst hlutverk háttvirts þingforseta, bæði nú og í fyrra hálf aumkunarvert, svo ekki sé meira sagt. Það er eiginlega sama hvað hann tekur til bragðs og sama hvað hann segir og reynir að bæta umræðuhefðina, – ekkert breytist – fólk fær meiri og meiri skömm á þinginu. Það verður bara að segja þetta eins og er. Þingmenn vísa oft til fjölmiðla þegar þessi mál ber á góma og kenna þeim um hvernig komið er með álit þjóðarinnar á háttvirtu Alþingi. Þeir ættu hins vegar að líta í eigin barm, því fjölmiðlar eru aðeins að spegla ástandið sem við þeim blasir í þingsölum, og reyndar getur almenningur nú á dögum fylgst nákvæmlega með hvað er gerast þar innan dyra, vegna beinna útsendinga frá Alþingi. Hafa þingmenn kannski ekki áttað sig á að fjöldi manna fylgist með umræðum á þinginu á degi hverjum, – ekki síst þegar von er á átökum um einstök mál? Fjölmiðlar reyna hins vegar eftir bestu getu að skýra frá því sem fréttnæmt er hverju sinni, og lái þeim sem hver sem vill.
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar