Lífið

Ásgeir Trausti í sjokki yfir dauðaslysi

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Ásgeir Trausti var hálftíma frá því að lenda í slysinu í Austin.
Ásgeir Trausti var hálftíma frá því að lenda í slysinu í Austin. Mynd/Jónatan Grétarsson
„Eftir að við kláruðum tónleikana okkar, var okkur boðið á staðinn þar sem slysið átti sér stað en við afþökkuðum það boð því við vorum svo þreyttir. Hálftíma síðar fréttum við af þessu skelfilega slysi,“ segir tónlistarmaðurinn Ásgeir Trausti, sem er staddur í Bandaríkjunum þar sem hann kemur fram á South By Southwest-hátíðinni í Austin, Texas.

Hann kom fram á tónleikastað sem er skammt frá þeim stað þar sem hræðilegt slys átti sér stað og kostaði tvær manneskjur lífið.

Spilað í sólinni í TexasMynd/Einkasafn
„Við rétt sluppum í raun og þarna var greinilega mikið af fólki. Við erum í sjokki yfir þessu,“ bætir Ásgeir Trausti við.

Fyrir skömmu gerði hann samning við bandaríska útgáfurisann Columbia Records.

„Við erum að hitta Columbia-fólkið í fyrsta skiptið núna og þetta lítur allt saman mjög vel út,“ segir Ásgeir Trausti um samninginn. Það var einmitt starfsmaður Columbia Records sem bauð þeim félögum á staðinn þar sem slysið varð.

Ásgeir Trausti í sólinni í TexasMynd/Einkasafn
Tónleikar Ásgeirs Trausta á hátíðinni gengu mjög vel að hans sögn. „Þetta gekk mjög vel, það var mikið af fólki og við vorum að spila á góðum tíma. Þetta gekk vonum framar.“

Þegar Fréttablaðið náði tali af Ásgeiri og félögum voru þeir að gera sig klára til þess að fara á tónleika með kántrígoðsögninni Willie Nelson.

„Við erum að fara á tónleika með Willie Nelson á búgarðinum hans. Hann er goðsögn og það verður gaman að sjá hann,“ segir Ásgeir Trausti.





Ásgeir Trausti var á leið á tónleika með Willie Nelson þegar Fréttablaðið náði í hannVísir/Getty
Þeir félagar koma fram á tvennum tónleikum í viðbót á hátíðinni og halda svo til Los Angeles. Þá tekur við tónleikaferðalag um Evrópu.

„Við komum svo heim um miðjan apríl. Við ætlum að taka smá afslöppun þegar við komum heim,“ segir Ásgeir en hann var einnig á tónleikaferðalagi um Asíu í febrúarmánuði.



„Já, Það er mikill munur á milli landa, það voru allt öðrvísi áhorfendur í Asíu til dæmis heldur en í Bandaríkjunum. Það var áhugavert að spila í Asíu, það var grafarþögn þar,“ segir Ásgeir Trausti um sitt mikla ferðalag á þessu ári, og bætir við að þetta hafi verið hans fyrsta tónleikaferð í Asíu.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.