Skrípaleiks-atkvæðagreiðsla á Krím Stuart Gill skrifar 15. mars 2014 07:00 Þegar fólki er gert að velja milli valkosta undir hótunum um valdbeitingu er það ekki val. Á morgun, sunnudag, standa íbúar Krímskaga frammi fyrir ómögulegu vali: að kjósa að verða þegnar Rússlands, eða að kjósa sjálfstæði – með enga tryggingu fyrir því að rússnesk stjórnvöld muni virða fullveldi sjálfstæðs Krímskaga frekar en þau hafa virt landamæri sjálfstæðrar Úkraínu. Það er séð til þess að líkurnar séu yfirgnæfandi á að niðurstaðan verði Rússlandi í hag – eins og þegar kastað er upp peningi, og valkostirnir eru: Framhliðin: Rússland vinnur. Bakhliðin: Krím tapar. Atkvæðagreiðslan er – hver sem úrslit hennar verða – bæði ólögleg í skilningi alþjóðalaga og skýlaust brot á stjórnarskrá Úkraínu. Um það leikur enginn vafi. Atkvæðagreiðslan verður ólögmæt. Hvernig gætu kosningar sem haldnar eru í skugga þungvopnaðra rússneskra hermanna, í héraði sem sætir hernámi, verið nokkuð annað? Spurningar af þessu tagi á að útkljá í frjálsum og sanngjörnum þjóðaratkvæðagreiðslum – eins og við munum sjá dæmi um í Skotlandi seinna á þessu ári. En atkvæðagreiðslan á Krím á morgun verður allt annað en frjáls og sanngjörn. Á síðustu tveimur áratugum höfum við lagt okkur fram um að yfirvinna spennu og vantraust kaldastríðsáranna og viðurkenna hið öfluga og jákvæða framlag Rússlands til alþjóðasamfélagsins – og til hagsældar okkar allra.Ekki of seint Heilum vef alþjóðlegra sáttmála og stofnana hefur verið komið upp til að forðast að endurtaka hinar hatrömmu erjur fortíðarinnar og að stuðla að friðsamlegri lausn ágreiningsmála. Stofnanir á borð við ÖSE og Evrópuráðið, sem Rússland er virkur meðlimur í, gegna því hlutverki að aðstoða ríki við að útkljá mál sem varða sjálfsákvörðunarrétt þjóða og vernd minnihlutahópa. Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu – framvörður réttmætra kosningahátta – hefur lýst því yfir að atkvæðagreiðslan á Krím sé ólögleg og stofnunin muni ekki senda eftirlitsmenn til að fylgjast með framkvæmd hennar. Það er þó ekki orðið of seint fyrir Rússland að notfæra sér þessar stofnanir; að taka af alvöru þátt í diplómatískum samningaumleitunum og sanngjarnri leit að friðsamlegri lausn. Við skorum enn á Pútín Rússlandsforseta að beita áhrifum sínum í þágu hagsmuna Krímskaga, Úkraínu, Evrópu og Rússlands, og binda enda á þessa deilu. Mjög mikilvægt fyrsta skref að því marki væri að stjórnvöld í Moskvu ákvæðu að viðurkenna ekki niðurstöðuna úr skrípaleiks-atkvæðagreiðslunni á sunnudag. Það liggur fyrir, að hún mun ekki hafa neitt lagalegt gildi. Hún mun ekki hafa neitt siðferðilegt gildi. Og alþjóðasamfélagið mun ekki viðurkenna niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar. Hún ætti ekki að fara fram. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Þegar fólki er gert að velja milli valkosta undir hótunum um valdbeitingu er það ekki val. Á morgun, sunnudag, standa íbúar Krímskaga frammi fyrir ómögulegu vali: að kjósa að verða þegnar Rússlands, eða að kjósa sjálfstæði – með enga tryggingu fyrir því að rússnesk stjórnvöld muni virða fullveldi sjálfstæðs Krímskaga frekar en þau hafa virt landamæri sjálfstæðrar Úkraínu. Það er séð til þess að líkurnar séu yfirgnæfandi á að niðurstaðan verði Rússlandi í hag – eins og þegar kastað er upp peningi, og valkostirnir eru: Framhliðin: Rússland vinnur. Bakhliðin: Krím tapar. Atkvæðagreiðslan er – hver sem úrslit hennar verða – bæði ólögleg í skilningi alþjóðalaga og skýlaust brot á stjórnarskrá Úkraínu. Um það leikur enginn vafi. Atkvæðagreiðslan verður ólögmæt. Hvernig gætu kosningar sem haldnar eru í skugga þungvopnaðra rússneskra hermanna, í héraði sem sætir hernámi, verið nokkuð annað? Spurningar af þessu tagi á að útkljá í frjálsum og sanngjörnum þjóðaratkvæðagreiðslum – eins og við munum sjá dæmi um í Skotlandi seinna á þessu ári. En atkvæðagreiðslan á Krím á morgun verður allt annað en frjáls og sanngjörn. Á síðustu tveimur áratugum höfum við lagt okkur fram um að yfirvinna spennu og vantraust kaldastríðsáranna og viðurkenna hið öfluga og jákvæða framlag Rússlands til alþjóðasamfélagsins – og til hagsældar okkar allra.Ekki of seint Heilum vef alþjóðlegra sáttmála og stofnana hefur verið komið upp til að forðast að endurtaka hinar hatrömmu erjur fortíðarinnar og að stuðla að friðsamlegri lausn ágreiningsmála. Stofnanir á borð við ÖSE og Evrópuráðið, sem Rússland er virkur meðlimur í, gegna því hlutverki að aðstoða ríki við að útkljá mál sem varða sjálfsákvörðunarrétt þjóða og vernd minnihlutahópa. Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu – framvörður réttmætra kosningahátta – hefur lýst því yfir að atkvæðagreiðslan á Krím sé ólögleg og stofnunin muni ekki senda eftirlitsmenn til að fylgjast með framkvæmd hennar. Það er þó ekki orðið of seint fyrir Rússland að notfæra sér þessar stofnanir; að taka af alvöru þátt í diplómatískum samningaumleitunum og sanngjarnri leit að friðsamlegri lausn. Við skorum enn á Pútín Rússlandsforseta að beita áhrifum sínum í þágu hagsmuna Krímskaga, Úkraínu, Evrópu og Rússlands, og binda enda á þessa deilu. Mjög mikilvægt fyrsta skref að því marki væri að stjórnvöld í Moskvu ákvæðu að viðurkenna ekki niðurstöðuna úr skrípaleiks-atkvæðagreiðslunni á sunnudag. Það liggur fyrir, að hún mun ekki hafa neitt lagalegt gildi. Hún mun ekki hafa neitt siðferðilegt gildi. Og alþjóðasamfélagið mun ekki viðurkenna niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar. Hún ætti ekki að fara fram.
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun