Nýsjálenska aðferðin við gjaldtöku í þjóðgörðum Einar Á. E. Sæmundsen skrifar 18. mars 2014 00:00 Fjölgun ferðamanna til Íslands undanfarin ár hefur ekki farið fram hjá nokkrum manni og síst þeim sem vinna í þjóðgörðum, friðlýstum svæðum og öðrum ferðamannastöðum landsins. Ferðamannastaðir á Íslandi eru flestir í eigu ríkis eða sveitarfélaga og margir friðlýstir á einhvern hátt. Erlendis gilda mjög skýrar reglur um stjórnun og rekstur ferðaþjónustu innan þjóðgarða og friðlýstra svæða. Hjá þjóðgarðastofnun Bandaríkjanna og Kanada, Umhverfisstofnun Nýja-Sjálands og Ástralíu eru ferðaþjónustufyrirtæki starfsleyfisskyld innan þjóðgarða. Fyrirtækin lúta kröfum og reglum en samhliða eru innheimt gjöld fyrir afnot ferðaþjónustu af svæðum í opinberri eigu. Ef viðskiptatækifærin snúast um takmarkaða auðlind eru þau boðin út. Á Nýja-Sjálandi eru þjóðgarðar og friðlýst svæði helstu ferðamannastaðir landsins og því er góð stjórnun og skýr stefna lykilatriði. Grunnreglan er að þeir sem hafa fjárhagslegan ávinning af því að vera inni á svæðum undir stjórn umhverfisstofnunar Nýja-Sjálands, þjóðgörðum, þjóðskógum og öðrum verndarsvæðum, verða að gera um það samninga og borga fyrir afnot. Þetta kerfi á við alla notkun í viðskiptalegum tilgangi m.a. beitarafnot, námavinnslu, skógarhögg, kvikmyndatökur yfir í ferðaþjónustu svo fátt eitt sé nefnt.Gjöldin felld inn í verð Þar sem ferðaþjónustan er stærsti notandi þjóðgarða borgar hún fyrir öll afnot af slíkum svæðum. Verðskráin er byggð upp fyrir mismunandi notkun og tímalengd og samningar geta verið fyrir einn atburð eða til fleiri ára. Ferðaskrifstofurnar fella síðan gjöldin inn í verð til ferðamanna. Hins vegar greiða skattborgarar Nýja-Sjálands og ferðamenn á eigin vegum ekki aðgangseyri að þeim svæðum sem Umhverfisstofnun Nýja-Sjálands stýrir. Þessa nýsjálensku aðferð tel ég vera mjög skýra og sanngjarna að því leyti að hún gerir ráð fyrir að þeir borgi gjald sem nýta svæðin í viðskiptalegum tilgangi og af þeim sem valda augljóslega mestu álagi á svæðin. Aðrir greiða ekki. Á þennan hátt verða ferðamenn heldur ekki varir við gjaldtökuna þannig að upplifunin af því að heimsækja fallegar náttúruperlur verður ekki rofin af því að greiða aðgangseyri líkt og farið sé inn í dýragarð eða skemmtigarða.Axlar ábyrgð Stórnotendur þjóðgarða og friðlýstra svæða eru ferðaþjónustufyrirtækin sjálf sem selja ferðir á þá staði. Með slíku kerfi er hægt að koma gjaldinu inn í verð til ferðamanna sem greiða það en um leið verða til upplýsingar um fjölda og nýtingu ferðaþjónustunnar sem hjálpar til að stýra og byggja upp staðina. Á þennan hátt axlar ferðaþjónustan sem atvinnugrein ábyrgð á því ástandi sem skapast þegar þúsundir ferðamanna á hennar vegum heimsækja helstu náttúruperlur landsins á sama tíma. Þessi aðferð hentar til að skapa tekjur til uppbyggingar og rekstur fyrir þá staði sem eru í opinberri eigu en einnig aðra staði sem eru í eigu einkaaðila eða með blönduðu eignarhaldi. Greitt væri þá fyrir þann fjölda sem heimsækir hvert svæði og það deildist niður á svæðin. Umsýsla og eftirlit vegna slíks kerfis er verkefni til að leysa en það er morgunljóst að öllum kerfum sem nefnd hafa verið til sögunnar fylgir umsýsla af mismunandi tagi. Hjá Umhverfisstofnun Nýja-Sjálands er haldið utan um alla samninga á innra landupplýsingakerfi stofnunarinnar og hafa starfsmenn aðgang að því þegar eftirliti er sinnt. Hægt er að kalla fram allar upplýsingar úr sama gagnagrunni um allt landið. Þeir sem fara um slík svæði án samnings fá fyrst tvær áminningar en kært er í þriðja sinn. Það er jákvætt og nauðsynlegt að núverandi ríkisstjórn sé að skoða leiðir til að fá tekjur til að standa undir nauðsynlegri uppbyggingu til að fást við þann fjölda ferðamanna sem kemur til Íslands. Það þarf hins vegar að gerast að vandlega athuguðu máli og þannig að fjármagnið nýtist beint á þeim stöðum sem ferðamenn heimsækja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Afreksverk Lilju Daggar Alfreðsdóttur Atli Valur Jóhannsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Fullorðins greining á loftslags stefnumálum Páll Gunnarsson,Matthías Ólafsson Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lækkum álögur á fólk og fyrirtæki á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Tæknitröll í heilbrigðiskerfið Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Valdeflandi endurhæfing Hugarafls styrkt í sessi Auður Axelsdóttir skrifar Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir skrifar Skoðun Kjósum breytingar – Kjósum Pírata Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Þreyttur á vók? Símon Vestarr skrifar Skoðun Áskorun í minnkandi heimi Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun í heilbrigðismálum – bréf frá einstakling með ADHD Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Er þetta gott plan í heilbrigðismálum? Jón Ívar Einarsson skrifar Skoðun Einkaframtakinu þarf að fylgja ábyrgð Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Vindorkuver? Ekki svona, ekki núna! Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin - lofað upp í ermina á sér Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri til breytinga með Samfylkingunni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hvernig getur þú stutt þjóðarmorð? Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson skrifar Skoðun Viljum við frjálshyggju? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Af hverju að kjósa Viðreisn - C fyrir frelsi og frið Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Fleiri læk – betra skap Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf undir forystu Sjálfstæðisflokksins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Wybory islandzkie i sprawy polskie Maksymilian Haraldur Frach skrifar Skoðun Grasrótin í brennidepli undir forystu Ásmundar Einars Ólafur Magnússon skrifar Skoðun United Silicon í Reykjanesbæ – víti til varnaðar fyrir Ölfus! Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun 108 ár – hverjum treystir þú? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Róluvallaráðherra Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hveitipoki á fjörutíu þúsund Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Tími til að endurvekja frelsið Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Einkaframtakið í sinni fegurstu mynd Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Viðreisn vakti hjá mér von Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvernig metum við listir og menningu? Andri Björn Róbertsson skrifar Sjá meira
Fjölgun ferðamanna til Íslands undanfarin ár hefur ekki farið fram hjá nokkrum manni og síst þeim sem vinna í þjóðgörðum, friðlýstum svæðum og öðrum ferðamannastöðum landsins. Ferðamannastaðir á Íslandi eru flestir í eigu ríkis eða sveitarfélaga og margir friðlýstir á einhvern hátt. Erlendis gilda mjög skýrar reglur um stjórnun og rekstur ferðaþjónustu innan þjóðgarða og friðlýstra svæða. Hjá þjóðgarðastofnun Bandaríkjanna og Kanada, Umhverfisstofnun Nýja-Sjálands og Ástralíu eru ferðaþjónustufyrirtæki starfsleyfisskyld innan þjóðgarða. Fyrirtækin lúta kröfum og reglum en samhliða eru innheimt gjöld fyrir afnot ferðaþjónustu af svæðum í opinberri eigu. Ef viðskiptatækifærin snúast um takmarkaða auðlind eru þau boðin út. Á Nýja-Sjálandi eru þjóðgarðar og friðlýst svæði helstu ferðamannastaðir landsins og því er góð stjórnun og skýr stefna lykilatriði. Grunnreglan er að þeir sem hafa fjárhagslegan ávinning af því að vera inni á svæðum undir stjórn umhverfisstofnunar Nýja-Sjálands, þjóðgörðum, þjóðskógum og öðrum verndarsvæðum, verða að gera um það samninga og borga fyrir afnot. Þetta kerfi á við alla notkun í viðskiptalegum tilgangi m.a. beitarafnot, námavinnslu, skógarhögg, kvikmyndatökur yfir í ferðaþjónustu svo fátt eitt sé nefnt.Gjöldin felld inn í verð Þar sem ferðaþjónustan er stærsti notandi þjóðgarða borgar hún fyrir öll afnot af slíkum svæðum. Verðskráin er byggð upp fyrir mismunandi notkun og tímalengd og samningar geta verið fyrir einn atburð eða til fleiri ára. Ferðaskrifstofurnar fella síðan gjöldin inn í verð til ferðamanna. Hins vegar greiða skattborgarar Nýja-Sjálands og ferðamenn á eigin vegum ekki aðgangseyri að þeim svæðum sem Umhverfisstofnun Nýja-Sjálands stýrir. Þessa nýsjálensku aðferð tel ég vera mjög skýra og sanngjarna að því leyti að hún gerir ráð fyrir að þeir borgi gjald sem nýta svæðin í viðskiptalegum tilgangi og af þeim sem valda augljóslega mestu álagi á svæðin. Aðrir greiða ekki. Á þennan hátt verða ferðamenn heldur ekki varir við gjaldtökuna þannig að upplifunin af því að heimsækja fallegar náttúruperlur verður ekki rofin af því að greiða aðgangseyri líkt og farið sé inn í dýragarð eða skemmtigarða.Axlar ábyrgð Stórnotendur þjóðgarða og friðlýstra svæða eru ferðaþjónustufyrirtækin sjálf sem selja ferðir á þá staði. Með slíku kerfi er hægt að koma gjaldinu inn í verð til ferðamanna sem greiða það en um leið verða til upplýsingar um fjölda og nýtingu ferðaþjónustunnar sem hjálpar til að stýra og byggja upp staðina. Á þennan hátt axlar ferðaþjónustan sem atvinnugrein ábyrgð á því ástandi sem skapast þegar þúsundir ferðamanna á hennar vegum heimsækja helstu náttúruperlur landsins á sama tíma. Þessi aðferð hentar til að skapa tekjur til uppbyggingar og rekstur fyrir þá staði sem eru í opinberri eigu en einnig aðra staði sem eru í eigu einkaaðila eða með blönduðu eignarhaldi. Greitt væri þá fyrir þann fjölda sem heimsækir hvert svæði og það deildist niður á svæðin. Umsýsla og eftirlit vegna slíks kerfis er verkefni til að leysa en það er morgunljóst að öllum kerfum sem nefnd hafa verið til sögunnar fylgir umsýsla af mismunandi tagi. Hjá Umhverfisstofnun Nýja-Sjálands er haldið utan um alla samninga á innra landupplýsingakerfi stofnunarinnar og hafa starfsmenn aðgang að því þegar eftirliti er sinnt. Hægt er að kalla fram allar upplýsingar úr sama gagnagrunni um allt landið. Þeir sem fara um slík svæði án samnings fá fyrst tvær áminningar en kært er í þriðja sinn. Það er jákvætt og nauðsynlegt að núverandi ríkisstjórn sé að skoða leiðir til að fá tekjur til að standa undir nauðsynlegri uppbyggingu til að fást við þann fjölda ferðamanna sem kemur til Íslands. Það þarf hins vegar að gerast að vandlega athuguðu máli og þannig að fjármagnið nýtist beint á þeim stöðum sem ferðamenn heimsækja.
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun United Silicon í Reykjanesbæ – víti til varnaðar fyrir Ölfus! Berglind Friðriksdóttir skrifar
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun