Lífið

Passaði ekki ofan í skriðdrekann

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Gaui litli hefur verið viðriðinn kvikmyndabransann i um 20 ár.
Gaui litli hefur verið viðriðinn kvikmyndabransann i um 20 ár. mynd/einkasafn
„Skriðdrekinn stal senunni, hann er 38 tonn og við vorum í vandræðum með hann,“ segir Guðjón Sigmundsson, líklega betur þekktur sem Gaui litli, en hann var tökustaðarstjóri í norsku kvikmyndinni Dead Snow II: Red vs. Dead sem verður forsýnd hér á landi í kvöld.

Saga Film ehf. hafði veg og vanda af tökum á myndinni Dead Snow II hér á Íslandi þar sem áðurnefndur skriðdreki leikur stórt hlutverk. Um er að ræða þekktan skriðdreka. „Hann var fluttur hingað til lands frá Svíþjóð en hann kom fyrir í kvikmyndinni Saving Private Ryan þannig að þetta er frægur skriðdreki,“ útskýrir Guðjón.

Hann segist þó ekki hafa gerst svo djarfur að stíga fæti inn í tryllitækið. „Ég komst ekki ofan í hann, þetta er þröngt stríðstól,“ bætir Guðjón við sem er fróður um slík stríðstó,l þar sem hann er staðarhaldari í Hernámssetrinu í Hvalfirði.

Gaui litli tók að sér tökustaðarstjórn í Dead Snow II og sá hann um að leita að tökustöðum, semja við eigendur og hreinlega um alla umsýslu á tökustað. „Ég er núna að vinna í þáttaröðinni Fortitude sem tekin er upp á Reyðarfirði.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.