Stjórn RÚV bregst við taprekstri Óli Kristján Ármannsson skrifar 19. mars 2014 07:00 Samkvæmt heimildum blaðsins telur stjórn RÚV ekki að hún hafi fengið rangar upplýsingar um fjárhag stofnunarinnar, heldur hafi gengið erfiðlega að framfylgja áætlunum um niðurskurð hjá RÚV. Fréttablaðið/Pjetur Umrót í tengslum við útvarpsstjóraskipti hjá Ríkisútvarpinu ohf. (RÚV) hafði þau áhrif að eftirfylgni varð minni en ella með niðurskurðar- og aðhaldsaðgerðum sem ráðist var í hjá stofnuninni á síðasta ári. Samkvæmt heimildum blaðsins er þetta meðal þess sem komið hefur upp í umræðum stjórnar RÚV um slakari afkomutölur en búist hafði verið við. Þá hafi einnig bæst við kostnaður vegna útvarpsstjóraskiptanna, en Páll Magnússon, fyrrverandi útvarpsstjóri, sagði starfi sínu lausu eftir deilur í kjölfar þess að niðurskurður og uppsagnir voru kynntar hjá RÚV.Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri.Fréttablaðið/StefánUppfærð rekstraráætlun RÚV var kynnt á fundi stjórnar félagsins í byrjun vikunnar. „Liggur fyrir að tap af rekstri félagsins á yfirstandandi rekstrarári verður umtalsvert meira en áætlanir stjórnenda RÚV gerðu ráð fyrir, jafnvel þótt að gripið hafi verið til umfangsmikilla niðurskurðaraðgerða á tímabilinu,“ segir í tilkynningu stjórnar til Kauphallarinnar. „Nú er gert ráð fyrir að tap af rekstri félagsins verði 305 milljónir króna fyrstu sex mánuði ársins og 357 milljónir króna á rekstrarárinu öllu.“ Frávik frá áætlunum sem áður höfðu verið lagðar fram er sagt umtalsvert og útlit fyrir að tap af rekstri RÚV hafi veruleg áhrif á eigið fé félagsins, sem var við lok síðasta rekstrarárs 653 milljónir króna. „Því er ljóst að hlutfall eiginfjár Ríkisútvarpsins fer undir átta prósenta mörkin sem skilgreind eru í lánasamningum sem það hefur gert. Rétt er að taka fram að RÚV hefur upplýst viðskiptabanka sinn um stöðuna og átt jákvæð samskipti um áframhaldandi samstarf,“ segir jafnframt í tilkynningu stjórnarinnar. Niðurstaða uppfærðrar rekstraráætlunar er sögð vera stjórn RÚV mikil vonbrigði og hefur hún óskað eftir óháðri úttekt á fjármálum þess. Samkvæmt heimildum blaðsins stendur ekki til að kalla eftir aðkomu Ríkisendurskoðunar, heldur leita til einkaaðila um framkvæmd úttektarinnar. Hún mun jafnframt vera hugsuð sem hjálpargagn til handa nýjum útvarpsstjóra, Magnúsi Geir Þórðarsyni, við að setja sig inn í stöðu mála. Stjórn RÚV hefur líka óskað eftir því við nýráðinn útvarpsstjóra, sem hóf störf í síðustu viku, að hann fari yfir rekstraráætlanir með það að markmiði að reksturinn komist í jafnvægi sem fyrst. „Stjórn telur raunhæft að það muni takast og að framtíðarhorfur kalli ekki á nýjar niðurskurðaraðgerðir til viðbótar við þær sem þegar hefur verið ráðist í á rekstrarárinu,“ segir í kauphallartilkynningunni.Framkvæmdastjórar reknir hjá Ríkisútvarpinu Öllum framkvæmdastjórum RÚV, þar á meðal fréttastjóra, hefur verið sagt upp störfum og stöður þeirra auglýstar til umsóknar. Þetta er meðal þess sem nýr útvarpsstjóri, Magnús Geir Þórðarson, kynnti starfsfólki RÚV í gærmorgun þegar hann fór yfir áherslur sínar og stefnu í rekstri RÚV. Fólkið gegnir störfum sínum út uppsagnartíma og er hvatt til að sækja aftur um. Að sögn útvarpsstjóra stendur þó til að jafna kynjahlutfall í hópi stjórnenda RÚV. Þeir sem fengu uppsagnarbréf eru Bjarni Guðmundsson, framkvæmdastjóri sjónvarps, Bjarni Kristjánsson fjármálastjóri, Eyjólfur Valdimarsson tæknistjóri, Óðinn Jónsson fréttastjóri, Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri Sjónvarps, Magnús R. Einarsson, dagskrárstjóri Útvarps, Þorsteinn Þorsteinsson markaðsstjóri, Berglind G. Bergþórsdóttir mannauðsstjóri og Ingólfur Bjarni Sigfússon, nýmiðla- og vefstjóri. Í tilkynningu er haft eftir Magnúsi Geir að til standi að leggja aukna áherslu á „innihaldið, dagskrána sjálfa og innlenda gæðaframleiðslu“. Jafnrétti milli kynja og út frá búsetu er sagt verða í forgangi og lagði Magnús Geir jafnframt áherslu á að dagskrá RÚV nái til nýrra kynslóða og að regluleg endurnýjun verði í hópi áhorfenda og hlustenda. Nýtt skipulag og skipurit Ríkisútvarpsins, sem ætlað er að styðja við þessar áherslubreytingar, var samþykkt af stjórn RÚV á mánudag. Í nýja skipuritinu fær dagskrárhluti starfseminnar aukið vægi, stoðsvið eru sameinuð og töluverð breyting verður á hlutverkum sviða Ríkisútvarpsins.Fyrirhugaðar breytingar• Dagskrársvið Rásar 1 og Rásar 2 verða aðskilin til að styrkja rásirnar og aðgreina betur áferð og efnistök.• Nýtt samskiptasvið vinnur að því að opna umræðuna um Ríkisútvarpið og tekur yfir kynningarhluta markaðssviðs.• Nýtt sameinað svið mun annast fjármál, rekstur og tækniþjónustu.• Íþróttadeild og svæðisstöðvar færast frá fréttastofu. Íþróttadeild færist yfir á dagskrársvið sjónvarps. Staðsetning svæðisstöðva í nýju skipulagi verður kynnt síðar.• Efla á nýmiðladeild. Mest lesið „Ásta mín, ef þú segir Nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Slippurinn allur að sumri loknu Viðskipti innlent Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Sjá meira
Umrót í tengslum við útvarpsstjóraskipti hjá Ríkisútvarpinu ohf. (RÚV) hafði þau áhrif að eftirfylgni varð minni en ella með niðurskurðar- og aðhaldsaðgerðum sem ráðist var í hjá stofnuninni á síðasta ári. Samkvæmt heimildum blaðsins er þetta meðal þess sem komið hefur upp í umræðum stjórnar RÚV um slakari afkomutölur en búist hafði verið við. Þá hafi einnig bæst við kostnaður vegna útvarpsstjóraskiptanna, en Páll Magnússon, fyrrverandi útvarpsstjóri, sagði starfi sínu lausu eftir deilur í kjölfar þess að niðurskurður og uppsagnir voru kynntar hjá RÚV.Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri.Fréttablaðið/StefánUppfærð rekstraráætlun RÚV var kynnt á fundi stjórnar félagsins í byrjun vikunnar. „Liggur fyrir að tap af rekstri félagsins á yfirstandandi rekstrarári verður umtalsvert meira en áætlanir stjórnenda RÚV gerðu ráð fyrir, jafnvel þótt að gripið hafi verið til umfangsmikilla niðurskurðaraðgerða á tímabilinu,“ segir í tilkynningu stjórnar til Kauphallarinnar. „Nú er gert ráð fyrir að tap af rekstri félagsins verði 305 milljónir króna fyrstu sex mánuði ársins og 357 milljónir króna á rekstrarárinu öllu.“ Frávik frá áætlunum sem áður höfðu verið lagðar fram er sagt umtalsvert og útlit fyrir að tap af rekstri RÚV hafi veruleg áhrif á eigið fé félagsins, sem var við lok síðasta rekstrarárs 653 milljónir króna. „Því er ljóst að hlutfall eiginfjár Ríkisútvarpsins fer undir átta prósenta mörkin sem skilgreind eru í lánasamningum sem það hefur gert. Rétt er að taka fram að RÚV hefur upplýst viðskiptabanka sinn um stöðuna og átt jákvæð samskipti um áframhaldandi samstarf,“ segir jafnframt í tilkynningu stjórnarinnar. Niðurstaða uppfærðrar rekstraráætlunar er sögð vera stjórn RÚV mikil vonbrigði og hefur hún óskað eftir óháðri úttekt á fjármálum þess. Samkvæmt heimildum blaðsins stendur ekki til að kalla eftir aðkomu Ríkisendurskoðunar, heldur leita til einkaaðila um framkvæmd úttektarinnar. Hún mun jafnframt vera hugsuð sem hjálpargagn til handa nýjum útvarpsstjóra, Magnúsi Geir Þórðarsyni, við að setja sig inn í stöðu mála. Stjórn RÚV hefur líka óskað eftir því við nýráðinn útvarpsstjóra, sem hóf störf í síðustu viku, að hann fari yfir rekstraráætlanir með það að markmiði að reksturinn komist í jafnvægi sem fyrst. „Stjórn telur raunhæft að það muni takast og að framtíðarhorfur kalli ekki á nýjar niðurskurðaraðgerðir til viðbótar við þær sem þegar hefur verið ráðist í á rekstrarárinu,“ segir í kauphallartilkynningunni.Framkvæmdastjórar reknir hjá Ríkisútvarpinu Öllum framkvæmdastjórum RÚV, þar á meðal fréttastjóra, hefur verið sagt upp störfum og stöður þeirra auglýstar til umsóknar. Þetta er meðal þess sem nýr útvarpsstjóri, Magnús Geir Þórðarson, kynnti starfsfólki RÚV í gærmorgun þegar hann fór yfir áherslur sínar og stefnu í rekstri RÚV. Fólkið gegnir störfum sínum út uppsagnartíma og er hvatt til að sækja aftur um. Að sögn útvarpsstjóra stendur þó til að jafna kynjahlutfall í hópi stjórnenda RÚV. Þeir sem fengu uppsagnarbréf eru Bjarni Guðmundsson, framkvæmdastjóri sjónvarps, Bjarni Kristjánsson fjármálastjóri, Eyjólfur Valdimarsson tæknistjóri, Óðinn Jónsson fréttastjóri, Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri Sjónvarps, Magnús R. Einarsson, dagskrárstjóri Útvarps, Þorsteinn Þorsteinsson markaðsstjóri, Berglind G. Bergþórsdóttir mannauðsstjóri og Ingólfur Bjarni Sigfússon, nýmiðla- og vefstjóri. Í tilkynningu er haft eftir Magnúsi Geir að til standi að leggja aukna áherslu á „innihaldið, dagskrána sjálfa og innlenda gæðaframleiðslu“. Jafnrétti milli kynja og út frá búsetu er sagt verða í forgangi og lagði Magnús Geir jafnframt áherslu á að dagskrá RÚV nái til nýrra kynslóða og að regluleg endurnýjun verði í hópi áhorfenda og hlustenda. Nýtt skipulag og skipurit Ríkisútvarpsins, sem ætlað er að styðja við þessar áherslubreytingar, var samþykkt af stjórn RÚV á mánudag. Í nýja skipuritinu fær dagskrárhluti starfseminnar aukið vægi, stoðsvið eru sameinuð og töluverð breyting verður á hlutverkum sviða Ríkisútvarpsins.Fyrirhugaðar breytingar• Dagskrársvið Rásar 1 og Rásar 2 verða aðskilin til að styrkja rásirnar og aðgreina betur áferð og efnistök.• Nýtt samskiptasvið vinnur að því að opna umræðuna um Ríkisútvarpið og tekur yfir kynningarhluta markaðssviðs.• Nýtt sameinað svið mun annast fjármál, rekstur og tækniþjónustu.• Íþróttadeild og svæðisstöðvar færast frá fréttastofu. Íþróttadeild færist yfir á dagskrársvið sjónvarps. Staðsetning svæðisstöðva í nýju skipulagi verður kynnt síðar.• Efla á nýmiðladeild.
Mest lesið „Ásta mín, ef þú segir Nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Slippurinn allur að sumri loknu Viðskipti innlent Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Sjá meira