Lífið

Saga Kakala á HönnunarMars

Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar
Ingibjörg Gréta Gísladóttir og Helga Björnsson standa á bak við Saga Kakala.
Ingibjörg Gréta Gísladóttir og Helga Björnsson standa á bak við Saga Kakala. mynd/gva
Fyrsta varan okkar eru silkislæður sem við sýnum á samsýningu FKA, Félags kvenna í atvinnulífinu. Í framhaldinu munum við senda frá okkur trefla, peysur og fleira, allt úr hágæðaefnum eins og silki og kasmír. Við höfum mikinn metnað fyrir þessu nýja merki,“ útskýrir Ingibjörg Gréta Gísladóttir, viðskipta- og nýsköpunarfræðingur, en hún hefur sett á fót glænýtt tískumerki, Saga Kakala, ásamt Helgu Björnsson fatahönnuði.

Saga Kakala verður kynnt í Norræna húsinu á HönnunarMars. Fyrirsæta: Bríet Ólína Kristinsdóttir. mynd/ Antonio Rabasca
Slæðurnar eru hönnun Helgu en hún starfaði um árabil sem aðalhönnuður Louis Féraud í París. Innblásturinn að munstrunum í slæðunum sótti Helga til suðuramerískra kachina-brúða. Ingibjörg segir þær hafa fengið góð viðbrögð við fyrstu vörunum og saman séu þær gott teymi.

„Ég sé um viðskiptahliðina og Helga hannar en ég hef unnið við markaðssetningu fyrir fatahönnuði í nokkur ár. Saga Kakala er fyrsta tískumerkið sem ég tek þátt í að skapa. Við höfum fengið frábær viðbrögð og erum spenntar fyrir framhaldinu.“

Ingibjörg og Helga sýna slæðurnar í Norræna húsinu á samsýningunni Fjölbreyta, á HönnunarMars. Fjölbreyta verður opnuð miðvikudaginn 26. mars í milli kl. 16 og 19. 

Alls taka tuttugu og þrjár konur þátt í Fjölbreytu og sýna meðal annars fatnað, vistvænan arkitektúr, skartgripi, umbúðahönnun, leikefni og fleira.

Þá verður Saga Kakala einnig til sýnis í hönnunarversluninni Insúla á Skólavörðustíg og þar verður slegið upp fögnuði í tilefni sýningarinnar föstudaginn 28. mars.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.