Tónlist

Þungavigtarhljómsveit með JT

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Hamagangur á bakvið Justin Timberlake
Hamagangur á bakvið Justin Timberlake Vísir/Getty
Eins og alþjóð veit er ein skærasta poppstjarna samtímans, Justin Timberlake, á leið til landsins. Gott og vel með það, en ég held almennt að fólk viti ekki hversu stórkostlegir listamenn koma með honum, því að við vitum að á bak við svona yfirgengilegt „show“ stendur ekki bara einn maður.

Í fylgd með Justin Timberlake er fagfólk á öllum sviðum og þeir sem eiga miða á þennan viðburð verða vitni að einum merkilegasta menningarviðburði sögunnar hér á landi.

Á bak við Justin Timberlake er fyrst og fremst stórhljómsveit skipuð vel völdum hljóðfæraleikurum sem eru allir vel kunnir í bransanum og hafa komið fram með hinum ýmsu listamönnum í gegnum tíðina.

Fréttablaðið grennslaðist fyrir um feril fjögurra meðlima hljómsveitar Justins sem eru engir nýgræðingar í tónlistarbransanum. Fyrir utan þá skipa sveitina fleiri snillingar, blásarasveit og frábærir bakraddarsöngvarar. Þar fyrir utan gera færir dansara tónleikana að alvöru „showi“. Tónleikarnir fara fram 24. ágúst í Kórnum og þar lýkur hluta af tónleikaferðalagi Justins. Justin fær þá smá frí en heldur svo til vinnu á ný í september. Næstu bókuðu tónleikar eru í Melbourne í Ástralíu 18. september.

Adam Blackstone er maðurinn á bak við Justin Timberlake en hann er hljómsveitar- og tónlistarstjóri Justins.Vísir/Getty
Adam Blackstone er maðurinn á bak við Justin Timberlake en hann er hljómsveitar- og tónlistarstjóri Justins.

Hann hefur spilað á hljóðfæri frá blautu barnsbeini. Hann var upphaflega píanóleikari og trommuleikari, en sex ára gamall var hann farinn að spila með hljómsveitum í kirkjunni sinni. Hann byrjaði þó ekki að spila á bassa, sem er hans aðalhljóðfæri í dag, fyrr en hann var kominn í framhaldsskóla.

Í dag er hann einn uppteknasti og virtasti bassaleikarinn í popp- og r&b-senunni í heiminum. Blackstone hafði til að mynda í nægu að snúast á síðustu Grammy-verðlaunahátíð þegar hann kom ekki bara fram með Justin Timberlake og stýrði hljómsveit hans, heldur spilaði hann einnig með Rihönnu og Aliciu Keys og stýrði hljómsveitum þeirra.

Hann hefur til dæmis komið fram með, spilað inn á plötur og verið hljómsveitar- og tónlistarstjóri hjá listamönnum á borð við Justin Timberlake, Jay Z, Rihanna, Eminem, Chris Brown, Nicki Minaj, The Roots, Janet Jackson, Kanye West, Drake, LL Cool J og Maroon 5.

Brian Frasier-Moore er trommuleikarinn í hljómsveit Justins Timberlake.
Brian Frasier-Moore er trommuleikarinn í hljómsveit Justins Timberlake.

Hann hefur spilað á trommur frá því hann var fimm ára gamall. Hann er einn eftirsóttasti trommuleikari heims í popp- og r&b-geiranum og byrjaði að túra með stórum nöfnum ungur að aldri. Hann var í mörg ár trommari söngkonunnar Aaliyah, sem lést langt um aldur fram.

Hann hefur komið fram með og spilað inn á plötur með listamönnum á borð við Justin Timberlake, Janet Jackson, Aaliyah, Christina Aguilera, Usher, Madonna og mörgum fleirum

Mike Scott er annar af gítarleikurum Justins Timberlake. Hann er svokallaður sólógítarleikari sveitarinnar og fer á kostum.
Mike Scott er annar af gítarleikurum Justins Timberlake.

Hann er svokallaður sólógítarleikari sveitarinnar og fer á kostum. Hann hefur frá þrettán ára aldri leikið á gítar úti um allt og með öllum.

Hann hefur komið fram með og spilað inn á plötur með listamönnum á borð við Justin Timberlake, m.a. á FutureSex/LoveShow tónleikunum árið 2007, Prince, Lenny Kravitz, Jimmy Jam & Terry Lewis, Timbaland, Janet Jackson, Mariah Carey, New Edition, Mary J. Blige, Lionel Richie, Rihanna, Leona Lewis, Maroon 5, Jermaine Jackson og Alicia Keys.

Elliot Ives er hinn gítarleikarinn í hljómsveit Justins Timberlake.
Elliot Ives er hinn gítarleikarinn í hljómsveit Justins Timberlake.

Hann er, eins og Justin, frá Memphis. Hann byrjaði ekki að spila á gítar fyrr en hann var 17 ára gamall. Hann var einn af þeim sem pródúseruðu 20/20 experience-plötur Justins sem komu út í fyrra.

Hann fékk djobbið í gegnum hljómsveitina sína FreeSol sem Justin uppgötvaði árið 2006. Elliott hefur einnig unnið með Timbaland, Beyonce, Keri Hilson, Jay-Z og mörgum fleirum.

nordicphotos/getty





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.