Agent Fresco landar plötusamningi ytra Gunnar Leó Pálsson skrifar 20. mars 2014 13:30 Hljómsveitin Agent Fresco hefur skrifað undir samning við þýskt útgáfufyrirtæki. Ný plata kemur út undir lok sumars. mynd/magnús andersen „Við erum mjög sáttir við samninginn og það er gaman að geta loksins tilkynnt þetta, það lá fyrir í sumar að við myndum semja við þá,“ segir Arnór Dan Arnarson, söngvari hljómsveitarinnar Agent Fresco, en sveitin hefur skrifað undir plötusamning við þýska útgáfufyrirtækið Long Branch Records, sem er undirútgáfa SPV GmbH fyrirtækisins. Um er að ræða þriggja platna samning og koma þær út um heim allan. „Þetta er eina fyrirtækið sem setti aldrei spurningamerki við tónlistarstefnuna okkar og hefur fylgst með okkur í langan tíma. Þeir ætla líka að gefa fyrstu plötuna okkar út, A Long Time Listening,“ bætir Arnór Dan við. Eins og fyrr segir hefur í langan tíma legið fyrir að sveitin myndi semja við fyrirtækið. „Þetta hefur verið hálfs árs ferli. Það tekur svo langan tíma að fara í gegnum þetta ferli, það þarf að láta lögfræðinga fara yfir þetta og svona. Það eina sem við viljum er bara að fá tækifæri til þess að leyfa fleira fólki að heyra músíkina okkar,“ útskýrir Arnór Dan. Agent Fresco sem skipuð er auk Arnórs Dans, Þórarni Guðnasyni, gítar- og píanóleikara, Hrafnkeli Erni Guðjónssyni trommuleikara og Vigni Rafni Hilmarssyni bassaleikara, fagnaði í síðasta mánuði sex ára afmæli. Hún gaf út sína fyrstu plötu árið 2010 og fékk hún frábærar viðtökur, þá var sveitin einnig valin bjartasta vonin á Íslensku tónlistarverðlaununum árið 2008. „Við erum mjög spenntir að gefa út nýtt efni,“ segir Arnór Dan spurður út í nýja efnið. Fyrsta smáskífulagið, Dark Water, af nýrri plötu kemur líklega út í byrjun maí. „Við stefnum á að gefa út fyrsta singúlinn í maí og gefum þá einnig út myndband. Við gerum svo ráð fyrir að platan komi út undir lok sumars.“ Fyrsta platan, A Long Time Listening, kemur út á sama tíma og nýja platan. Sveitin hefur eins og fyrr segir ekki gefið út efni síðan árið 2010 og leggur mikið í að vinna sitt efni vel. „Þetta hefur verið eitt erfiðasta verkefni sem ég hef verið í og platan er mjög persónuleg líkt og fyrri platan. Við byrjuðum í ágúst að taka upp grunna en það tekur bara tíma að finna sándið,“ segir Arnór Dan en nýja platan mun verða eitt heildarverk líkt og fyrri platan. Allir meðlimir sveitarinnar hafa verið önnum kafnir í öðrum verkefnum. Arnór Dan hefur mikið unnið með Ólafi Arnalds og verið á tónleikaferðalagi með honum. Þórarinn hefur lagt stund á nám við Listaháskólann, Hrafnkell hefur leikið með sveitum á borð við Sign og Highlands og Vignir hefur leikið með Ultra Mega Technobandinu Stefáni og verið að kenna. „Maður þarf að fjarlægjast tilfinningar og hlutina til þess að finna út hvað megi betur fara. Þetta var bara eðlilegt ferli hjá okkur, maður þarf tíma til að melta tilfinningar sínar og verða endurnærður,“ bætir Arnór Dan við. Tónlist Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Við erum mjög sáttir við samninginn og það er gaman að geta loksins tilkynnt þetta, það lá fyrir í sumar að við myndum semja við þá,“ segir Arnór Dan Arnarson, söngvari hljómsveitarinnar Agent Fresco, en sveitin hefur skrifað undir plötusamning við þýska útgáfufyrirtækið Long Branch Records, sem er undirútgáfa SPV GmbH fyrirtækisins. Um er að ræða þriggja platna samning og koma þær út um heim allan. „Þetta er eina fyrirtækið sem setti aldrei spurningamerki við tónlistarstefnuna okkar og hefur fylgst með okkur í langan tíma. Þeir ætla líka að gefa fyrstu plötuna okkar út, A Long Time Listening,“ bætir Arnór Dan við. Eins og fyrr segir hefur í langan tíma legið fyrir að sveitin myndi semja við fyrirtækið. „Þetta hefur verið hálfs árs ferli. Það tekur svo langan tíma að fara í gegnum þetta ferli, það þarf að láta lögfræðinga fara yfir þetta og svona. Það eina sem við viljum er bara að fá tækifæri til þess að leyfa fleira fólki að heyra músíkina okkar,“ útskýrir Arnór Dan. Agent Fresco sem skipuð er auk Arnórs Dans, Þórarni Guðnasyni, gítar- og píanóleikara, Hrafnkeli Erni Guðjónssyni trommuleikara og Vigni Rafni Hilmarssyni bassaleikara, fagnaði í síðasta mánuði sex ára afmæli. Hún gaf út sína fyrstu plötu árið 2010 og fékk hún frábærar viðtökur, þá var sveitin einnig valin bjartasta vonin á Íslensku tónlistarverðlaununum árið 2008. „Við erum mjög spenntir að gefa út nýtt efni,“ segir Arnór Dan spurður út í nýja efnið. Fyrsta smáskífulagið, Dark Water, af nýrri plötu kemur líklega út í byrjun maí. „Við stefnum á að gefa út fyrsta singúlinn í maí og gefum þá einnig út myndband. Við gerum svo ráð fyrir að platan komi út undir lok sumars.“ Fyrsta platan, A Long Time Listening, kemur út á sama tíma og nýja platan. Sveitin hefur eins og fyrr segir ekki gefið út efni síðan árið 2010 og leggur mikið í að vinna sitt efni vel. „Þetta hefur verið eitt erfiðasta verkefni sem ég hef verið í og platan er mjög persónuleg líkt og fyrri platan. Við byrjuðum í ágúst að taka upp grunna en það tekur bara tíma að finna sándið,“ segir Arnór Dan en nýja platan mun verða eitt heildarverk líkt og fyrri platan. Allir meðlimir sveitarinnar hafa verið önnum kafnir í öðrum verkefnum. Arnór Dan hefur mikið unnið með Ólafi Arnalds og verið á tónleikaferðalagi með honum. Þórarinn hefur lagt stund á nám við Listaháskólann, Hrafnkell hefur leikið með sveitum á borð við Sign og Highlands og Vignir hefur leikið með Ultra Mega Technobandinu Stefáni og verið að kenna. „Maður þarf að fjarlægjast tilfinningar og hlutina til þess að finna út hvað megi betur fara. Þetta var bara eðlilegt ferli hjá okkur, maður þarf tíma til að melta tilfinningar sínar og verða endurnærður,“ bætir Arnór Dan við.
Tónlist Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira