Ekki flókið verkefni Ari Trausti Guðmundsson skrifar 22. mars 2014 07:00 Það þarf ekki að setja forseta Íslands flóknar eða viðamiklar reglur um hvernig hann höndlar utanríkismál Íslands á erlendum vettvangi, þvert ofan í orð Össurar Skarphéðinssonar. Gildandi stjórnarskrá, virðing fyrir þverpólitísku hlutverki talsmanns þjóðarinnar, almenn skynsemi og samstarf við utanríkisráðuneytið dugar nógu vel. Sé þessu blandað saman á hlutlægan hátt blasir við hvað forseti segir á alþjóðavettvangi um einstök stefnumál sem sitjandi ríkisstjórn hefur afgreitt – eða fyrri ríkisstjórnir – hafi sú nýjasta ekki breytt út af fyrri og ríkjandi stefnu. Hann útskýrir þau og minnir á að þar sé um að ræða samþykkta afstöðu ríkisstjórnar og Alþingis. Hann fer gjarnan yfir deilur og ólík sjónarmið innanlands ef því er að skipta, eða segir frá því að um stefnuna ríki sátt í meginatriðum. Ef á hann er gengið með hans eigin skoðun útskýrir hann hlutverk forseta sem ekki felst í stefnumótun utanríkismála heldur sé það nær því að ýta undir umræður og ákvarðanir í utanríkismálum jafnt sem öðrum málaflokkum. Vissulega hefur forsetinn málfrelsi, eins og utanríkisráðherra bendir á. Hann hefur mörg tækifæri til að velta upp ólíkum skoðunum, jafnt sínum sem öðrum, en hann veit hvenær slíkt á við og hvenær ekki. Hann leggur ekki persónulega skoðun sína á umdeildum málum fram á alþjóðafundum, í erlendum fréttaviðtölum um Ísland eða heimsmálum eða opinberum heimsóknum. Til þessa fást margvísleg önnur tækifæri.Rangar hugmyndir Hugmyndir um sérstaka utanríkisstefnu forseta Íslands eru rangar. Þess vegna vakti það athygli (og ég andmælti því) þegar sitjandi forseti sagði sem svo fyrir síðustu kosningar að æskilegt teldist að samhljómur væri með utanríkisstefnu forseta og ríkisstjórnar. Þar kom glöggt fram að hann lítur öðrum augum á sitt silfur en margur maðurinn og alveg örugglega meirihluti Alþingis. Sérhverjum forseta Íslands verður stundum boðið að halda ræðu um norðurslóðamálefni á háskólaráðstefnum eða mannamótum þar sem hinir skipuðu fulltrúar Íslands í Norðursheimskautsráðinu eða skyldum stofnunum eru ekki formlegir þátttakendur, eða að minnsta kosti ekki virkir ræðumenn. Hann heldur sína ræðu og skýrir stefnu landsins í málefnum norðurslóða, setur fram hugmyndir um úrbætur eða nýjungar, viðrar ef til vill gagnrýni sem heyrst hefur eða hvaðeina sem hann getur fært almenn rök fyrir. Hann tekur þátt í umræðum ef til þess er ætlast. Komi að því að einhver sambærilega boðinn ræðumaður setur fram skoðun sem forseta líkar ekki, er ekki sjálfgefið að hann mótmæli þeim. Þar kemur til álita að segja ekkert, upplýsa um stefnu Íslands ef það á við eða vísa til skipaðra landsfulltrúa. Þegar allt kemur til alls gildir að forseti Íslands er talsmaður og verjandi þorra landsmanna en ekki sjálfs sín. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Það þarf ekki að setja forseta Íslands flóknar eða viðamiklar reglur um hvernig hann höndlar utanríkismál Íslands á erlendum vettvangi, þvert ofan í orð Össurar Skarphéðinssonar. Gildandi stjórnarskrá, virðing fyrir þverpólitísku hlutverki talsmanns þjóðarinnar, almenn skynsemi og samstarf við utanríkisráðuneytið dugar nógu vel. Sé þessu blandað saman á hlutlægan hátt blasir við hvað forseti segir á alþjóðavettvangi um einstök stefnumál sem sitjandi ríkisstjórn hefur afgreitt – eða fyrri ríkisstjórnir – hafi sú nýjasta ekki breytt út af fyrri og ríkjandi stefnu. Hann útskýrir þau og minnir á að þar sé um að ræða samþykkta afstöðu ríkisstjórnar og Alþingis. Hann fer gjarnan yfir deilur og ólík sjónarmið innanlands ef því er að skipta, eða segir frá því að um stefnuna ríki sátt í meginatriðum. Ef á hann er gengið með hans eigin skoðun útskýrir hann hlutverk forseta sem ekki felst í stefnumótun utanríkismála heldur sé það nær því að ýta undir umræður og ákvarðanir í utanríkismálum jafnt sem öðrum málaflokkum. Vissulega hefur forsetinn málfrelsi, eins og utanríkisráðherra bendir á. Hann hefur mörg tækifæri til að velta upp ólíkum skoðunum, jafnt sínum sem öðrum, en hann veit hvenær slíkt á við og hvenær ekki. Hann leggur ekki persónulega skoðun sína á umdeildum málum fram á alþjóðafundum, í erlendum fréttaviðtölum um Ísland eða heimsmálum eða opinberum heimsóknum. Til þessa fást margvísleg önnur tækifæri.Rangar hugmyndir Hugmyndir um sérstaka utanríkisstefnu forseta Íslands eru rangar. Þess vegna vakti það athygli (og ég andmælti því) þegar sitjandi forseti sagði sem svo fyrir síðustu kosningar að æskilegt teldist að samhljómur væri með utanríkisstefnu forseta og ríkisstjórnar. Þar kom glöggt fram að hann lítur öðrum augum á sitt silfur en margur maðurinn og alveg örugglega meirihluti Alþingis. Sérhverjum forseta Íslands verður stundum boðið að halda ræðu um norðurslóðamálefni á háskólaráðstefnum eða mannamótum þar sem hinir skipuðu fulltrúar Íslands í Norðursheimskautsráðinu eða skyldum stofnunum eru ekki formlegir þátttakendur, eða að minnsta kosti ekki virkir ræðumenn. Hann heldur sína ræðu og skýrir stefnu landsins í málefnum norðurslóða, setur fram hugmyndir um úrbætur eða nýjungar, viðrar ef til vill gagnrýni sem heyrst hefur eða hvaðeina sem hann getur fært almenn rök fyrir. Hann tekur þátt í umræðum ef til þess er ætlast. Komi að því að einhver sambærilega boðinn ræðumaður setur fram skoðun sem forseta líkar ekki, er ekki sjálfgefið að hann mótmæli þeim. Þar kemur til álita að segja ekkert, upplýsa um stefnu Íslands ef það á við eða vísa til skipaðra landsfulltrúa. Þegar allt kemur til alls gildir að forseti Íslands er talsmaður og verjandi þorra landsmanna en ekki sjálfs sín.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun