Verkfall og verðmætamat Guðmundur Andri Thorsson skrifar 24. mars 2014 06:00 Vart eru þarfari stéttir hér í þjóðfélaginu en kennarar og með sterkari inngróna ábyrgðarkennd gagnvart starfi sínu og þeim verðmætum sem þeim er trúað fyrir. Það þekkja allir sem átt hafa börn í skóla – eða verið börn í skóla – sem sagt: allir. Sjálfur get ég vitnað um það hversu mikilvægir kennararnir mínir í menntaskóla voru í MT/MS þegar maður var nú eiginlega óttalegt himpigimpi. Þá skipti máli að hafa kennara eins og Sigurð Ragnarsson, Aðalstein Davíðsson, Pál Bjarnason og Sverri Hólmarsson og ýmsa fleiri afbragðs kennara sem leiddu hjá sér stælana og náðu að næra með okkur mörgum þá hugmynd að þekkingin væri eftirsóknarverð og skólinn væri nokkuð góður staður til að stunda þekkingarleit. Maður stendur í þakkarskuld við slíka kennara alla ævi og það er dapurleg tilhugsun og beinlínis fráleit, að svo mikilvægt fólk í samfélagsvefnum skuli þurfa að standa í jafn róttækum aðgerðum og verkfalli, til þess svo mikið sem ná eyrum viðsemjenda sinna, sem stunda það jafnan að tala ekki við neinn fyrr en allt er komið í óefni.Brottfall Ekki er að sjá að yfirvöld menntamála átti sig fyllilega á alvöru málsins. Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra virðist ekki hafa fyrst og fremst áhuga á því að leysa þetta mál heldur hyggst hann nota það til að ná fram tilteknum kerfisbreytingum á íslensku menntakerfi sem honum eru hugleiknar. Hann virðist standa í þeirri meiningu að allir framhaldsskólar séu eins og MR og bjóði bara upp á fjögurra ára nám – kannski að einfaldast væri bara að breyta MR, en svona almennar hugmyndir viku fyrir verkfall eru vitanlega fyrst og fremst til þess ætlaðar að drepa launakröfum á dreif. Óskandi væri að yfirvöld hefðu sama metnað við að búa kennurum góð kjör og þau sýna jafnan þegar reistar eru skólabyggingar, þar sem allir virðast jafnan þrútnir af metnaði. Margoft hefur komið fram að brottfall nemenda framhaldsskóla er hér meira en forsvaranlegt er. Skýringar á því eru sjálfsagt margvíslegar – menningarlegar og sögulegar og einkalegar hjá hverjum og einum – en ætli ein þeirra hljóti ekki að vera hreinlega sú að það beinlínis borgi sig fyrir suma að hætta í skóla og fara að vinna. Það borgi sig að vera fremur ófaglærður verkamaður á einhverju sviði en að verja tilteknum árafjölda í að mennta sig og sérhæfa til ákveðinna starfa: að í samfélag okkar vanti hreinlega hvata til þess að mennta sig. Og samt er það ævinlega viðkvæðið þegar talið berst að vandamálum íslensks samfélags, að hér skorti menntað vinnuafl á ótal sviðum, og því sé verðmætasköpun hér minni en ella og framleiðni íslensks samfélags ekki nægileg. Til skamms tíma hefur það reyndar verið svo að menn hafa getað hætt í skóla og skapað sér gott líf út af því svigrúmi einstaklinganna sem hér hefur löngum verið ærið, en smám saman hafa minnkað möguleikar þeirra próflausu; sífellt fleiri svið útheimta háskólagráðu.Hvað viltu Ísland? Allt er þetta samtengt. Lág laun kennara eru til vitnis um verðmætamat samfélagsins. Þau sýna – hvað sem orðagjálfri líður – að menntun nýtur ekki þeirrar virðingar sem er sjálf forsenda framfaranna. Nú eru háskólakennarar einnig teknir að ókyrrast og skyldi engan undra: ekki síst hefur stundakennsla á háskólastigi hér verið nokkurs konar góðgerðastarfsemi eða þegnskylduvinna. Daglega er tekist á um Ísland og hvernig við ætlum eiginlega að hafa þetta hjá okkur. Fullvirkjað land? Jafnvel krani á fossum eins og Dettifossi og Gullfossi? Og kostar þúsund krónur takk inn á sýningu tvisvar í viku? Risasvört rör um allt land eins og við Hellisheiðarvirkjun – og landið eins og eitthvert Mordor? Háspennulínur yfir hálendið þvert? Hraðbraut yfir Sprengisand? Hvergi þögn? Hvergi seytlandi lækur? Allt í vatn í eigu Samherja? Og verksmiðjur í hverjum firði? Atvinnusköpun: nei nei, vertu ekkert að mennta þig því þú getur valið úr þrettán kísilgúrverksmiðjum og átta álverksmiðjum þar sem þú getur unnið. Viltu þetta, Ísland? Eða hitt: fjölbreytt og hugvitssamlegt atvinnulíf þar sem einstaklingarnir fá notið sín og framtakssemi sinnar við að framleiða hver handa öðrum alls konar skemmtilegan varning: föt og skó og skúlptúra, tölvuleiki, öpp, ljóð og skáldsögur; ljóstillífunarlakkrís, yngingarkrem úr hitakærum örverum, ferðir um undraheima Íslands, tónlistarhátíðir í afskekktum dölum með tilheyrandi selshreifaáti… og þannig áfram og áfram þar sem hugmynd kveikir hugmyndir. Forsenda þessa alls er ákveðið hugarfar, ákveðin sýn á sjálfan sig og samfélagið sitt, ákveðið verðmætamat. Við eigum að vísu sögur um dásamleg séní sem voru droppát, allt frá Halldóri Laxness til Bjarkar, en til að slíkt fólk njóti sín þarf að vera viss jarðvegur, visst hugarfar, visst menntunarstig, visst verðmætamat þar sem störf kennara eru metin að verðleikum.Lesendur Vísis geta sent inn greinar á greinar@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Vart eru þarfari stéttir hér í þjóðfélaginu en kennarar og með sterkari inngróna ábyrgðarkennd gagnvart starfi sínu og þeim verðmætum sem þeim er trúað fyrir. Það þekkja allir sem átt hafa börn í skóla – eða verið börn í skóla – sem sagt: allir. Sjálfur get ég vitnað um það hversu mikilvægir kennararnir mínir í menntaskóla voru í MT/MS þegar maður var nú eiginlega óttalegt himpigimpi. Þá skipti máli að hafa kennara eins og Sigurð Ragnarsson, Aðalstein Davíðsson, Pál Bjarnason og Sverri Hólmarsson og ýmsa fleiri afbragðs kennara sem leiddu hjá sér stælana og náðu að næra með okkur mörgum þá hugmynd að þekkingin væri eftirsóknarverð og skólinn væri nokkuð góður staður til að stunda þekkingarleit. Maður stendur í þakkarskuld við slíka kennara alla ævi og það er dapurleg tilhugsun og beinlínis fráleit, að svo mikilvægt fólk í samfélagsvefnum skuli þurfa að standa í jafn róttækum aðgerðum og verkfalli, til þess svo mikið sem ná eyrum viðsemjenda sinna, sem stunda það jafnan að tala ekki við neinn fyrr en allt er komið í óefni.Brottfall Ekki er að sjá að yfirvöld menntamála átti sig fyllilega á alvöru málsins. Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra virðist ekki hafa fyrst og fremst áhuga á því að leysa þetta mál heldur hyggst hann nota það til að ná fram tilteknum kerfisbreytingum á íslensku menntakerfi sem honum eru hugleiknar. Hann virðist standa í þeirri meiningu að allir framhaldsskólar séu eins og MR og bjóði bara upp á fjögurra ára nám – kannski að einfaldast væri bara að breyta MR, en svona almennar hugmyndir viku fyrir verkfall eru vitanlega fyrst og fremst til þess ætlaðar að drepa launakröfum á dreif. Óskandi væri að yfirvöld hefðu sama metnað við að búa kennurum góð kjör og þau sýna jafnan þegar reistar eru skólabyggingar, þar sem allir virðast jafnan þrútnir af metnaði. Margoft hefur komið fram að brottfall nemenda framhaldsskóla er hér meira en forsvaranlegt er. Skýringar á því eru sjálfsagt margvíslegar – menningarlegar og sögulegar og einkalegar hjá hverjum og einum – en ætli ein þeirra hljóti ekki að vera hreinlega sú að það beinlínis borgi sig fyrir suma að hætta í skóla og fara að vinna. Það borgi sig að vera fremur ófaglærður verkamaður á einhverju sviði en að verja tilteknum árafjölda í að mennta sig og sérhæfa til ákveðinna starfa: að í samfélag okkar vanti hreinlega hvata til þess að mennta sig. Og samt er það ævinlega viðkvæðið þegar talið berst að vandamálum íslensks samfélags, að hér skorti menntað vinnuafl á ótal sviðum, og því sé verðmætasköpun hér minni en ella og framleiðni íslensks samfélags ekki nægileg. Til skamms tíma hefur það reyndar verið svo að menn hafa getað hætt í skóla og skapað sér gott líf út af því svigrúmi einstaklinganna sem hér hefur löngum verið ærið, en smám saman hafa minnkað möguleikar þeirra próflausu; sífellt fleiri svið útheimta háskólagráðu.Hvað viltu Ísland? Allt er þetta samtengt. Lág laun kennara eru til vitnis um verðmætamat samfélagsins. Þau sýna – hvað sem orðagjálfri líður – að menntun nýtur ekki þeirrar virðingar sem er sjálf forsenda framfaranna. Nú eru háskólakennarar einnig teknir að ókyrrast og skyldi engan undra: ekki síst hefur stundakennsla á háskólastigi hér verið nokkurs konar góðgerðastarfsemi eða þegnskylduvinna. Daglega er tekist á um Ísland og hvernig við ætlum eiginlega að hafa þetta hjá okkur. Fullvirkjað land? Jafnvel krani á fossum eins og Dettifossi og Gullfossi? Og kostar þúsund krónur takk inn á sýningu tvisvar í viku? Risasvört rör um allt land eins og við Hellisheiðarvirkjun – og landið eins og eitthvert Mordor? Háspennulínur yfir hálendið þvert? Hraðbraut yfir Sprengisand? Hvergi þögn? Hvergi seytlandi lækur? Allt í vatn í eigu Samherja? Og verksmiðjur í hverjum firði? Atvinnusköpun: nei nei, vertu ekkert að mennta þig því þú getur valið úr þrettán kísilgúrverksmiðjum og átta álverksmiðjum þar sem þú getur unnið. Viltu þetta, Ísland? Eða hitt: fjölbreytt og hugvitssamlegt atvinnulíf þar sem einstaklingarnir fá notið sín og framtakssemi sinnar við að framleiða hver handa öðrum alls konar skemmtilegan varning: föt og skó og skúlptúra, tölvuleiki, öpp, ljóð og skáldsögur; ljóstillífunarlakkrís, yngingarkrem úr hitakærum örverum, ferðir um undraheima Íslands, tónlistarhátíðir í afskekktum dölum með tilheyrandi selshreifaáti… og þannig áfram og áfram þar sem hugmynd kveikir hugmyndir. Forsenda þessa alls er ákveðið hugarfar, ákveðin sýn á sjálfan sig og samfélagið sitt, ákveðið verðmætamat. Við eigum að vísu sögur um dásamleg séní sem voru droppát, allt frá Halldóri Laxness til Bjarkar, en til að slíkt fólk njóti sín þarf að vera viss jarðvegur, visst hugarfar, visst menntunarstig, visst verðmætamat þar sem störf kennara eru metin að verðleikum.Lesendur Vísis geta sent inn greinar á greinar@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun