Fáir læknar áminntir vegna vanrækslu Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 25. mars 2014 07:00 Í Danmörku er hægt að fá upplýsingar um áminningar lækna en það er ekki heimilt á Íslandi á grundvelli upplýsingalaga. fréttablaðið/vilhelm Á síðastliðnum sex árum hafa fimmtán heilbrigðisstarfsmenn fengið áminningu frá landlækni og þar af tíu læknar. Ástæða áminninga var í flestum tilfellum áfengis- og/eða lyfjamisnotkun. Þrisvar hefur læknir verið sviptur starfsleyfi í kjölfar áminningar á þessu tímabili, í einu tilfelli var svipting takmörkuð við ávísun ávanabindandi lyfja og í tveimur tilfellum var það vegna vanrækslu eða brota á starfsskyldum. Það eru einu tilfellin af þessum fimmtán sem tengjast vanrækslu eða atvikum sem valda sjúklingum heilsutjóni. Aftur á móti barst landlækni á árinu 2012 á annað hundrað formlegra kvartana vegna meintrar vanrækslu, mistaka eða ótilhlýðilegrar framkomu við veitingu heilbrigðisþjónustu.Dagrún hálfdánardóttir, lögfræðingur hjá embætti landlæknis, segir ekki alltaf áminnt þótt mistök hafi orðið í starfi.Mynd/aðsendDagrún Hálfdánardóttir er lögfræðingur hjá Embætti landlæknis. Aðspurð hvort áminningar til lækna séu ekki fáar samanborið við fjölda kvartana, segir hún ekki alltaf áminnt þótt mistök hafi orðið í starfi. „Komist landlæknir að þeirri niðurstöðu að starfsmanni hafi orðið á mistök í starfi kemur til greina að veita starfsmanni tilmæli, áminna hann, svipta hann starfsleyfi eða gera ekkert. Hvert mál er rannsakað í þaula og mistökin eða vanrækslan getur verið smávægileg eða atvik átt sér eðlilegar skýringar,“ segir Dagrún. Þegar einstaklingar höfða skaðabótamál vegna heilsutjóns við læknismeðferð er mál höfðað gegn heilbrigðisstofnuninni, ekki einstökum starfsmanni. Jafnvel þótt sök starfsmanns sannist hefur sakfelling engar afleiðingar fyrir viðkomandi. Dagrún segir landlækni sjá um eftirlitið með starfsmönnunum og taka ákvarðanir um afleiðingar út frá eigin rannsókn á hverju máli. Í Danmörku geta sjúklingar leitað sér upplýsinga um hvort læknar hafi verið áminntir af heilbrigðisyfirvöldum. Slíkt er ekki heimilt á Íslandi á grundvelli upplýsingalaga þar sem litið er svo á að um einkahagsmuni viðkomandi sé að ræða. Tengdar fréttir Heimasíða um andlát eiginmannsins Ástríður Pálsdóttir hefur opnað heimasíðu með öllum gögnum um sjúkralegu og andlát eiginmanns síns og um samskipti sín við starfsmenn heilbrigðiskerfisins vegna málsins. 24. mars 2014 07:00 Þriðjungur fær bætur vegna heilsutjóns Tilkynningum um heilsutjón vegna sjúkdómsmeðferðar hefur fjölgað mikið frá því ný lög tóku gildi árið 2001. Af 110 málum árið 2012 var 91 synjað eða vísað frá. 20. mars 2014 09:16 Skaðabótamál vegna heilsutjóns þung og erfið Mikil sönnunarbyrði, seinleg öflun gagna og lítið læknasamfélag á Íslandi gera málin þung í framkvæmd. 24. mars 2014 07:00 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Sjá meira
Á síðastliðnum sex árum hafa fimmtán heilbrigðisstarfsmenn fengið áminningu frá landlækni og þar af tíu læknar. Ástæða áminninga var í flestum tilfellum áfengis- og/eða lyfjamisnotkun. Þrisvar hefur læknir verið sviptur starfsleyfi í kjölfar áminningar á þessu tímabili, í einu tilfelli var svipting takmörkuð við ávísun ávanabindandi lyfja og í tveimur tilfellum var það vegna vanrækslu eða brota á starfsskyldum. Það eru einu tilfellin af þessum fimmtán sem tengjast vanrækslu eða atvikum sem valda sjúklingum heilsutjóni. Aftur á móti barst landlækni á árinu 2012 á annað hundrað formlegra kvartana vegna meintrar vanrækslu, mistaka eða ótilhlýðilegrar framkomu við veitingu heilbrigðisþjónustu.Dagrún hálfdánardóttir, lögfræðingur hjá embætti landlæknis, segir ekki alltaf áminnt þótt mistök hafi orðið í starfi.Mynd/aðsendDagrún Hálfdánardóttir er lögfræðingur hjá Embætti landlæknis. Aðspurð hvort áminningar til lækna séu ekki fáar samanborið við fjölda kvartana, segir hún ekki alltaf áminnt þótt mistök hafi orðið í starfi. „Komist landlæknir að þeirri niðurstöðu að starfsmanni hafi orðið á mistök í starfi kemur til greina að veita starfsmanni tilmæli, áminna hann, svipta hann starfsleyfi eða gera ekkert. Hvert mál er rannsakað í þaula og mistökin eða vanrækslan getur verið smávægileg eða atvik átt sér eðlilegar skýringar,“ segir Dagrún. Þegar einstaklingar höfða skaðabótamál vegna heilsutjóns við læknismeðferð er mál höfðað gegn heilbrigðisstofnuninni, ekki einstökum starfsmanni. Jafnvel þótt sök starfsmanns sannist hefur sakfelling engar afleiðingar fyrir viðkomandi. Dagrún segir landlækni sjá um eftirlitið með starfsmönnunum og taka ákvarðanir um afleiðingar út frá eigin rannsókn á hverju máli. Í Danmörku geta sjúklingar leitað sér upplýsinga um hvort læknar hafi verið áminntir af heilbrigðisyfirvöldum. Slíkt er ekki heimilt á Íslandi á grundvelli upplýsingalaga þar sem litið er svo á að um einkahagsmuni viðkomandi sé að ræða.
Tengdar fréttir Heimasíða um andlát eiginmannsins Ástríður Pálsdóttir hefur opnað heimasíðu með öllum gögnum um sjúkralegu og andlát eiginmanns síns og um samskipti sín við starfsmenn heilbrigðiskerfisins vegna málsins. 24. mars 2014 07:00 Þriðjungur fær bætur vegna heilsutjóns Tilkynningum um heilsutjón vegna sjúkdómsmeðferðar hefur fjölgað mikið frá því ný lög tóku gildi árið 2001. Af 110 málum árið 2012 var 91 synjað eða vísað frá. 20. mars 2014 09:16 Skaðabótamál vegna heilsutjóns þung og erfið Mikil sönnunarbyrði, seinleg öflun gagna og lítið læknasamfélag á Íslandi gera málin þung í framkvæmd. 24. mars 2014 07:00 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Sjá meira
Heimasíða um andlát eiginmannsins Ástríður Pálsdóttir hefur opnað heimasíðu með öllum gögnum um sjúkralegu og andlát eiginmanns síns og um samskipti sín við starfsmenn heilbrigðiskerfisins vegna málsins. 24. mars 2014 07:00
Þriðjungur fær bætur vegna heilsutjóns Tilkynningum um heilsutjón vegna sjúkdómsmeðferðar hefur fjölgað mikið frá því ný lög tóku gildi árið 2001. Af 110 málum árið 2012 var 91 synjað eða vísað frá. 20. mars 2014 09:16
Skaðabótamál vegna heilsutjóns þung og erfið Mikil sönnunarbyrði, seinleg öflun gagna og lítið læknasamfélag á Íslandi gera málin þung í framkvæmd. 24. mars 2014 07:00