Tónlist

Spáð í spilin: Kemst Pollapönk uppúr undankeppninni?

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Eurovision-spekingar um heim allan telja að Danir muni gefa Íslendingum þó nokkur atkvæði.
Eurovision-spekingar um heim allan telja að Danir muni gefa Íslendingum þó nokkur atkvæði. Vísir/Stefán
Pollapönk stígur á svið á fyrra undanúrslitakvöldinu í Eurovision þann 6. maí í Kaupmannahöfn með lag sitt Enga fordóma. Pollapönkarar eru þeir fimmtu í röðinni sem gæti verið mikið gæfumerki fyrir þá. Síðustu tvö ár hefur lagið sem hefur verið fimmta í röðinni á því kvöldi komist áfram í aðalkeppnina. Í fyrra vermdi hin danska Emmelie de Forest fimmta sætið með lagið Only Teardrops. Hún sveif í gegn í aðalkeppnina og fór með sigur úr býtum.

Það fyrirkomulag hefur verið á keppninni síðan árið 2008 að tvö undanúrslitakvöld eru haldin. Af þessum sex skiptum hefur sigurlagið í aðalkeppninni þrisvar komið úr fyrra undanúrslitakvöldinu, tvisvar úr seinna undanúrslitakvöldinu og einu sinni hefur eitt af löndunum fjórum sem styðja keppnina mest fjárhagslega unnið Eurovision en þau fjögur lönd þurfa ekki að taka þátt í undanúrslitakeppninni.

Vinningslíkur eru þó þeim þjóðum í hag sem keppa á seinna undanúrslitakvöldinu. Þar keppa fimmtán lög um tíu sæti í aðalkeppninni en á fyrra undanúrslitakvöldinu eru lögin sextán sem keppa um tíu sæti.

Norðurlöndunum er skipt jafnt á milli kvölda. Ísland og Svíþjóð keppa á fyrra undanúrslitakvöldinu og Noregur og Finnland á því seinna. Telja spekingar að Íslendingar muni græða á því að gestgjafarnir Danir mega kjósa og telja líklegt að þeir muni gefa Pollapönki þó nokkur atkvæði.

Fleiri ríki fyrrum Sovétríkjanna keppa á fyrra kvöldinu, alls sjö talsins – Rússland, Armenía, Aserbaídjan, Lettland, Úkraína, Eistland og Moldóvía. Á því síðara keppa aðeins þrjú – Georgía, Litháen og Hvíta-Rússland. Er hefð fyrir því síðustu ár að lög frá Austur-Evrópu komist í aðalkeppnina.


Tengdar fréttir

RÚV ræður öllu um Eurovision-lagið

Pollapönk ræður ekki á hvaða tungumáli framlag Íslands í Eurovision er. Lokaútgáfan er á ensku og fékk almenningur ekki að heyra þá útgáfu í undankeppninni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.