Hreinræktaður húmor í innyflakássu Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 27. mars 2014 09:30 Þeir eru ekki frýnilegir, nasistasombíarnir í Dead Snow: Red Vs Dead. Dead Snow: Red vs. Dead Leikstjóri: Tommy Wirkola Aðalhlutverk: Vegar Hoel, Ørjan Gamst, Martin Starr, Hallvard Holmen, Jocelyn DeBoer og Ingrid Haas Dead Snow: Red vs. Dead er framhald norsku sombímyndarinnar Dead Snow sem sló óvænt í gegn árið 2009. Þeir sem hafa ekki séð fyrri myndina þurfa þó ekki að örvænta því framhaldsmyndin byrjar á því að rifja upp helstu tíðindi þeirrar fyrri. Satt best að segja bjóst ég ekki við miklu. Fyrri myndin var ágæt en tók sig helst til of alvarlega í staðinn fyrir að leyfa húmornum að hafa yfirhöndina. Enda nánast ómögulegt að gera mynd um morðóða nasistauppvakninga án þess að hafa grínið tiltækt. Því kom framhaldsmyndin mér skemmtilega á óvart og er hún talsvert betri en sú fyrri. Húmorinn ræður hér ríkjum og er leikstjóranum Tommy Wirkola ekkert heilagt þegar hann reynir að ganga fram af áhorfendum aftur og aftur og aftur. Og alltaf þegar mér leið eins og ég væri að horfa á extra langan Steindaþátt tónaði Tommy myndina aðeins niður sem varð til þess að hún hélt mér allan tímann. Dead Snow: Red vs. Dead er í einu orði sagt sprenghlægileg. Ég hló allan tímann og er greinilegt að kvikmyndagerðarmennirnir hafa unun af því sem þeir eru að gera og mikinn áhuga á þessu viðfangsefni. Húmorinn verður til þess að þó að blóðið flæði og innyfli kastist hingað og þangað gæti myndin skemmt hverjum sem er – jafnvel þeim viðkvæmu. Þessi mynd er hreinræktuð afþreying og góð afþreying sem slík. Hér eru engir Óskarsverðlaunahafar á ferð en myndin á eflaust eftir að slá í gegn hjá áhorfendum um allan heim.Niðurstaða: Þessi mynd rakar ekki til sín faglegum og fáguðum kvikmyndaverðlaunum en hún heldur manni, er sprenghlægileg og gengur endurtekið fram af manni. Hreinræktað skemmtiefni! Gagnrýni Tengdar fréttir Passaði ekki ofan í skriðdrekann Guðjón Sigmundsson var tökustaðarstjóri í myndinni Dead Snow: Red vs. Dead. 19. mars 2014 09:30 Fyrsta stiklan úr Dead Snow 2 Norska sombímyndin verður frumsýnd á Sundance í mánuðinum. 7. janúar 2014 19:00 Innyfli og blóð á íslenskri grundu Langt og gríðarlega blóðugt sýnishorn úr kvikmyndinni Dead Snow 2 er komin á netið. Myndin var tekin á Íslandi síðasta sumar. 23. janúar 2014 12:11 Fullt á forsýningu Dead Snow Sjáðu myndirnar. 20. mars 2014 17:30 Fluttu heilt hús frá Selfossi til Eyrarbakka Norska sombímyndin Dead Snow: Red vs. Dead verður frumsýnd á Íslandi á morgun. 20. mars 2014 09:12 Ein af hrollvekjunum sem vert er að fylgjast með Dead Snow 2 á lista Screen Rant en myndin var tekin upp á Íslandi í fyrra. 4. febrúar 2014 14:00 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Dead Snow: Red vs. Dead Leikstjóri: Tommy Wirkola Aðalhlutverk: Vegar Hoel, Ørjan Gamst, Martin Starr, Hallvard Holmen, Jocelyn DeBoer og Ingrid Haas Dead Snow: Red vs. Dead er framhald norsku sombímyndarinnar Dead Snow sem sló óvænt í gegn árið 2009. Þeir sem hafa ekki séð fyrri myndina þurfa þó ekki að örvænta því framhaldsmyndin byrjar á því að rifja upp helstu tíðindi þeirrar fyrri. Satt best að segja bjóst ég ekki við miklu. Fyrri myndin var ágæt en tók sig helst til of alvarlega í staðinn fyrir að leyfa húmornum að hafa yfirhöndina. Enda nánast ómögulegt að gera mynd um morðóða nasistauppvakninga án þess að hafa grínið tiltækt. Því kom framhaldsmyndin mér skemmtilega á óvart og er hún talsvert betri en sú fyrri. Húmorinn ræður hér ríkjum og er leikstjóranum Tommy Wirkola ekkert heilagt þegar hann reynir að ganga fram af áhorfendum aftur og aftur og aftur. Og alltaf þegar mér leið eins og ég væri að horfa á extra langan Steindaþátt tónaði Tommy myndina aðeins niður sem varð til þess að hún hélt mér allan tímann. Dead Snow: Red vs. Dead er í einu orði sagt sprenghlægileg. Ég hló allan tímann og er greinilegt að kvikmyndagerðarmennirnir hafa unun af því sem þeir eru að gera og mikinn áhuga á þessu viðfangsefni. Húmorinn verður til þess að þó að blóðið flæði og innyfli kastist hingað og þangað gæti myndin skemmt hverjum sem er – jafnvel þeim viðkvæmu. Þessi mynd er hreinræktuð afþreying og góð afþreying sem slík. Hér eru engir Óskarsverðlaunahafar á ferð en myndin á eflaust eftir að slá í gegn hjá áhorfendum um allan heim.Niðurstaða: Þessi mynd rakar ekki til sín faglegum og fáguðum kvikmyndaverðlaunum en hún heldur manni, er sprenghlægileg og gengur endurtekið fram af manni. Hreinræktað skemmtiefni!
Gagnrýni Tengdar fréttir Passaði ekki ofan í skriðdrekann Guðjón Sigmundsson var tökustaðarstjóri í myndinni Dead Snow: Red vs. Dead. 19. mars 2014 09:30 Fyrsta stiklan úr Dead Snow 2 Norska sombímyndin verður frumsýnd á Sundance í mánuðinum. 7. janúar 2014 19:00 Innyfli og blóð á íslenskri grundu Langt og gríðarlega blóðugt sýnishorn úr kvikmyndinni Dead Snow 2 er komin á netið. Myndin var tekin á Íslandi síðasta sumar. 23. janúar 2014 12:11 Fullt á forsýningu Dead Snow Sjáðu myndirnar. 20. mars 2014 17:30 Fluttu heilt hús frá Selfossi til Eyrarbakka Norska sombímyndin Dead Snow: Red vs. Dead verður frumsýnd á Íslandi á morgun. 20. mars 2014 09:12 Ein af hrollvekjunum sem vert er að fylgjast með Dead Snow 2 á lista Screen Rant en myndin var tekin upp á Íslandi í fyrra. 4. febrúar 2014 14:00 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Passaði ekki ofan í skriðdrekann Guðjón Sigmundsson var tökustaðarstjóri í myndinni Dead Snow: Red vs. Dead. 19. mars 2014 09:30
Fyrsta stiklan úr Dead Snow 2 Norska sombímyndin verður frumsýnd á Sundance í mánuðinum. 7. janúar 2014 19:00
Innyfli og blóð á íslenskri grundu Langt og gríðarlega blóðugt sýnishorn úr kvikmyndinni Dead Snow 2 er komin á netið. Myndin var tekin á Íslandi síðasta sumar. 23. janúar 2014 12:11
Fluttu heilt hús frá Selfossi til Eyrarbakka Norska sombímyndin Dead Snow: Red vs. Dead verður frumsýnd á Íslandi á morgun. 20. mars 2014 09:12
Ein af hrollvekjunum sem vert er að fylgjast með Dead Snow 2 á lista Screen Rant en myndin var tekin upp á Íslandi í fyrra. 4. febrúar 2014 14:00