Mannlegu sögurnar 31. mars 2014 10:00 Kristján Már Unnarsson fréttamaður hefur starfað á Stöð 2 frá árinu 1987. MYND/STEFÁN „Ég hef gaman af því að ferðast og held ég hafi séð hvern einasta sveitabæ á landinu,“ segir hann. Þegar Kristján er spurður hvort hann sé nokkurn tíma heima hjá sér, svarar hann að konan hans fái oft þessa spurningu. „Við nýtum ferðirnar og tökum upp nokkra þætti í einu. Það lítur þannig út að ég sé alltaf á ferðinni en svo er ekki,“ segir hann. Kristján er kvæntur Þorgerði Sigurðardóttur sjúkraþjálfara og eiga þau fjórar dætur og einn son. Það er því nóg að gera heima líka. Kristján segir að áhugi hans á landsbyggðinni hafi vaknað þegar hann hóf störf á Dagblaðinu tvítugur að aldri. „Jónas Kristjánsson ritstjóri lagði ríka áherslu á að við værum í góðum tengslum við allt landið og færum reglulega í vinnuferðir. Ég hef því frá fyrstu tíð sótt fréttir frá öllu landinu og horft víðar en bara á höfuðborgarsvæðið. Þegar ég byrjaði á Stöð 2, þegar hún var ársgömul, hélt ég áfram að sækja fréttir út á land. Þótt ég sé að vinna við dagskrárgerð leita ég eftir fréttum og margt af efninu ratar í fréttatíma. Hins vegar fæ ég lengri tíma til að gera efninu skil í lengri þáttum. Það eru fréttir á bak við margar mannlegar sögur og þetta er þakklátt efni." Það er ekki nóg með að Kristján hafi komið í alla dali landsins heldur hefur hann einnig heimsótt ýmsar eyjar í kringum landið. „Ég fór í Grímsey fyrir nokkrum árum, einnig hef ég komið í Æðey, Vigur og Flatey ásamt fleiri eyjum,“ segir hann. Fyrir utan vinnuferðir nýtir hann fríin til að fara í göngur um sveitir landsins ásamt eiginkonu og hópi gönguvina. Um land allt Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Lífið Fleiri fréttir Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Sjá meira
„Ég hef gaman af því að ferðast og held ég hafi séð hvern einasta sveitabæ á landinu,“ segir hann. Þegar Kristján er spurður hvort hann sé nokkurn tíma heima hjá sér, svarar hann að konan hans fái oft þessa spurningu. „Við nýtum ferðirnar og tökum upp nokkra þætti í einu. Það lítur þannig út að ég sé alltaf á ferðinni en svo er ekki,“ segir hann. Kristján er kvæntur Þorgerði Sigurðardóttur sjúkraþjálfara og eiga þau fjórar dætur og einn son. Það er því nóg að gera heima líka. Kristján segir að áhugi hans á landsbyggðinni hafi vaknað þegar hann hóf störf á Dagblaðinu tvítugur að aldri. „Jónas Kristjánsson ritstjóri lagði ríka áherslu á að við værum í góðum tengslum við allt landið og færum reglulega í vinnuferðir. Ég hef því frá fyrstu tíð sótt fréttir frá öllu landinu og horft víðar en bara á höfuðborgarsvæðið. Þegar ég byrjaði á Stöð 2, þegar hún var ársgömul, hélt ég áfram að sækja fréttir út á land. Þótt ég sé að vinna við dagskrárgerð leita ég eftir fréttum og margt af efninu ratar í fréttatíma. Hins vegar fæ ég lengri tíma til að gera efninu skil í lengri þáttum. Það eru fréttir á bak við margar mannlegar sögur og þetta er þakklátt efni." Það er ekki nóg með að Kristján hafi komið í alla dali landsins heldur hefur hann einnig heimsótt ýmsar eyjar í kringum landið. „Ég fór í Grímsey fyrir nokkrum árum, einnig hef ég komið í Æðey, Vigur og Flatey ásamt fleiri eyjum,“ segir hann. Fyrir utan vinnuferðir nýtir hann fríin til að fara í göngur um sveitir landsins ásamt eiginkonu og hópi gönguvina.
Um land allt Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Lífið Fleiri fréttir Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Sjá meira