Bjarni kynnti áform um 45% skuldaþak Haraldur Guðmundsson skrifar 28. mars 2014 07:00 Ársfundur Seðlabanka Íslands var haldinn í húsakynnum bankans í gær. Vísir/Valli Ríkisstjórnin afgreiddi á fundi sínum í gær nýtt frumvarp um opinber fjármál sem á að stuðla að auknum aga við stjórn ríkisfjármála. Með frumvarpinu er meðal annars stefnt að innleiðingu 45 prósenta skuldaþaks og því að árlegur halli ríkissjóðs fari ekki yfir 2,5 prósent. Þetta kom fram í ræðu Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, á ársfundi Seðlabanka Íslands í gær. Þar sagði hann lækkun skulda hins opinbera eitt helsta grunnstefið í efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar. „Lítið hagkerfi eins og okkar, sem er viðkvæmt fyrir utanaðkomandi sveiflum, þarf að setja sér metnaðarfull markmið um litla skuldsetningu og leggja áherslu á langtímasýn í opinberum fjármálum,“ sagði Bjarni. Ráðherra benti einnig á að fyrir Alþingi liggur frumvarp til laga um fjármálastöðugleikaráð, formlegan vettvang stjórnvalda sem á að hafa yfirsýn yfir stöðu og þróun fjármálamarkaðar. Í frumvarpinu er einnig gerð tillaga um stofnun kerfisáhættunefndar sem á að undirbúa umfjöllun ráðsins. Bjarni lagði áherslu á að með þessum breytingum væri ekki verið að hrófla við sjálfstæði Seðlabankans eða Fjármálaeftirlitsins. „Af fenginni reynslu hérlendis sem erlendis má ætla að áföll á fjármálamarkaði kalli á beina eða óbeina aðkomu ríkissjóðs. Er því nauðsynlegt að viðbrögð við slíkum áföllum verði undir forustu þess ráðherra sem fer með fjárreiður ríkisins,“ sagði Bjarni. „Verði þessi tvö frumvörp að lögum munu þau styrkja umgjörð efnahagsstjórnarinnar til frambúðar.“ Þá upplýsti Bjarni að til skoðunar væri í fjármálaráðuneytinu að vinna frumvarp til að setja ákveðna tímafresti á slitameðferð föllnu bankanna. Nái kröfuhafarnir ekki að ljúka nauðasamningum sé ekki annað að gera en fara með bú bankanna í hefðbundið gjaldþrot.Már sagði verðbólgu geta aukist á nýMár Guðmundsson seðlabankastjóri sagði á fundi bankans í gær að haldist gengi krónunnar tiltölulega stöðugt séu horfur á að verðbólga haldist við markmið þessa árs. „Leggjast þar á eitt hagstæð verðbólguþróun það sem af er þessu ári, vísbendingar um að hækkun launakostnaðar hafi verið minni á síðustu misserum en áður var talið, að kjarasamningar sem náðust um áramótin og samrýmdust verðbólgumarkmiði virðast ætla að verða ráðandi varðandi flesta aðra kjarasamninga og að horfur eru á að alþjóðleg verðbólga verði á næstunni nokkru minni en áður var spáð,“ sagði Már. Hann sagði að þegar litið væri til lengri tíma en árs gæti verðbólgan hins vegar aukist á ný þegar slakinn hyrfi úr þjóðarbúskapnum og áhrifa aukinna fjárfestinga og skuldalækkunaraðgerða ríkisstjórnarinnar fari að gæta. Tengdar fréttir Löggjöf um tímafresti á slitameðferð banka í undirbúningi Fjármála- og efnahagsráðherra segir til skoðunar í fjármálaráðuneytinu að vinna frumvarp til að setja ákveðna tímafresti á slitameðferð föllnu bankanna. Nái kröfuhafarnir ekki að ljúka nauðasamningum sé ekkert annað að gera en fara með bú þessara banka í hefðbundið gjaldþrot. 27. mars 2014 19:06 Mest lesið Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn Samstarf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Sjá meira
Ríkisstjórnin afgreiddi á fundi sínum í gær nýtt frumvarp um opinber fjármál sem á að stuðla að auknum aga við stjórn ríkisfjármála. Með frumvarpinu er meðal annars stefnt að innleiðingu 45 prósenta skuldaþaks og því að árlegur halli ríkissjóðs fari ekki yfir 2,5 prósent. Þetta kom fram í ræðu Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, á ársfundi Seðlabanka Íslands í gær. Þar sagði hann lækkun skulda hins opinbera eitt helsta grunnstefið í efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar. „Lítið hagkerfi eins og okkar, sem er viðkvæmt fyrir utanaðkomandi sveiflum, þarf að setja sér metnaðarfull markmið um litla skuldsetningu og leggja áherslu á langtímasýn í opinberum fjármálum,“ sagði Bjarni. Ráðherra benti einnig á að fyrir Alþingi liggur frumvarp til laga um fjármálastöðugleikaráð, formlegan vettvang stjórnvalda sem á að hafa yfirsýn yfir stöðu og þróun fjármálamarkaðar. Í frumvarpinu er einnig gerð tillaga um stofnun kerfisáhættunefndar sem á að undirbúa umfjöllun ráðsins. Bjarni lagði áherslu á að með þessum breytingum væri ekki verið að hrófla við sjálfstæði Seðlabankans eða Fjármálaeftirlitsins. „Af fenginni reynslu hérlendis sem erlendis má ætla að áföll á fjármálamarkaði kalli á beina eða óbeina aðkomu ríkissjóðs. Er því nauðsynlegt að viðbrögð við slíkum áföllum verði undir forustu þess ráðherra sem fer með fjárreiður ríkisins,“ sagði Bjarni. „Verði þessi tvö frumvörp að lögum munu þau styrkja umgjörð efnahagsstjórnarinnar til frambúðar.“ Þá upplýsti Bjarni að til skoðunar væri í fjármálaráðuneytinu að vinna frumvarp til að setja ákveðna tímafresti á slitameðferð föllnu bankanna. Nái kröfuhafarnir ekki að ljúka nauðasamningum sé ekki annað að gera en fara með bú bankanna í hefðbundið gjaldþrot.Már sagði verðbólgu geta aukist á nýMár Guðmundsson seðlabankastjóri sagði á fundi bankans í gær að haldist gengi krónunnar tiltölulega stöðugt séu horfur á að verðbólga haldist við markmið þessa árs. „Leggjast þar á eitt hagstæð verðbólguþróun það sem af er þessu ári, vísbendingar um að hækkun launakostnaðar hafi verið minni á síðustu misserum en áður var talið, að kjarasamningar sem náðust um áramótin og samrýmdust verðbólgumarkmiði virðast ætla að verða ráðandi varðandi flesta aðra kjarasamninga og að horfur eru á að alþjóðleg verðbólga verði á næstunni nokkru minni en áður var spáð,“ sagði Már. Hann sagði að þegar litið væri til lengri tíma en árs gæti verðbólgan hins vegar aukist á ný þegar slakinn hyrfi úr þjóðarbúskapnum og áhrifa aukinna fjárfestinga og skuldalækkunaraðgerða ríkisstjórnarinnar fari að gæta.
Tengdar fréttir Löggjöf um tímafresti á slitameðferð banka í undirbúningi Fjármála- og efnahagsráðherra segir til skoðunar í fjármálaráðuneytinu að vinna frumvarp til að setja ákveðna tímafresti á slitameðferð föllnu bankanna. Nái kröfuhafarnir ekki að ljúka nauðasamningum sé ekkert annað að gera en fara með bú þessara banka í hefðbundið gjaldþrot. 27. mars 2014 19:06 Mest lesið Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn Samstarf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Sjá meira
Löggjöf um tímafresti á slitameðferð banka í undirbúningi Fjármála- og efnahagsráðherra segir til skoðunar í fjármálaráðuneytinu að vinna frumvarp til að setja ákveðna tímafresti á slitameðferð föllnu bankanna. Nái kröfuhafarnir ekki að ljúka nauðasamningum sé ekkert annað að gera en fara með bú þessara banka í hefðbundið gjaldþrot. 27. mars 2014 19:06