Bjarni kynnti áform um 45% skuldaþak Haraldur Guðmundsson skrifar 28. mars 2014 07:00 Ársfundur Seðlabanka Íslands var haldinn í húsakynnum bankans í gær. Vísir/Valli Ríkisstjórnin afgreiddi á fundi sínum í gær nýtt frumvarp um opinber fjármál sem á að stuðla að auknum aga við stjórn ríkisfjármála. Með frumvarpinu er meðal annars stefnt að innleiðingu 45 prósenta skuldaþaks og því að árlegur halli ríkissjóðs fari ekki yfir 2,5 prósent. Þetta kom fram í ræðu Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, á ársfundi Seðlabanka Íslands í gær. Þar sagði hann lækkun skulda hins opinbera eitt helsta grunnstefið í efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar. „Lítið hagkerfi eins og okkar, sem er viðkvæmt fyrir utanaðkomandi sveiflum, þarf að setja sér metnaðarfull markmið um litla skuldsetningu og leggja áherslu á langtímasýn í opinberum fjármálum,“ sagði Bjarni. Ráðherra benti einnig á að fyrir Alþingi liggur frumvarp til laga um fjármálastöðugleikaráð, formlegan vettvang stjórnvalda sem á að hafa yfirsýn yfir stöðu og þróun fjármálamarkaðar. Í frumvarpinu er einnig gerð tillaga um stofnun kerfisáhættunefndar sem á að undirbúa umfjöllun ráðsins. Bjarni lagði áherslu á að með þessum breytingum væri ekki verið að hrófla við sjálfstæði Seðlabankans eða Fjármálaeftirlitsins. „Af fenginni reynslu hérlendis sem erlendis má ætla að áföll á fjármálamarkaði kalli á beina eða óbeina aðkomu ríkissjóðs. Er því nauðsynlegt að viðbrögð við slíkum áföllum verði undir forustu þess ráðherra sem fer með fjárreiður ríkisins,“ sagði Bjarni. „Verði þessi tvö frumvörp að lögum munu þau styrkja umgjörð efnahagsstjórnarinnar til frambúðar.“ Þá upplýsti Bjarni að til skoðunar væri í fjármálaráðuneytinu að vinna frumvarp til að setja ákveðna tímafresti á slitameðferð föllnu bankanna. Nái kröfuhafarnir ekki að ljúka nauðasamningum sé ekki annað að gera en fara með bú bankanna í hefðbundið gjaldþrot.Már sagði verðbólgu geta aukist á nýMár Guðmundsson seðlabankastjóri sagði á fundi bankans í gær að haldist gengi krónunnar tiltölulega stöðugt séu horfur á að verðbólga haldist við markmið þessa árs. „Leggjast þar á eitt hagstæð verðbólguþróun það sem af er þessu ári, vísbendingar um að hækkun launakostnaðar hafi verið minni á síðustu misserum en áður var talið, að kjarasamningar sem náðust um áramótin og samrýmdust verðbólgumarkmiði virðast ætla að verða ráðandi varðandi flesta aðra kjarasamninga og að horfur eru á að alþjóðleg verðbólga verði á næstunni nokkru minni en áður var spáð,“ sagði Már. Hann sagði að þegar litið væri til lengri tíma en árs gæti verðbólgan hins vegar aukist á ný þegar slakinn hyrfi úr þjóðarbúskapnum og áhrifa aukinna fjárfestinga og skuldalækkunaraðgerða ríkisstjórnarinnar fari að gæta. Tengdar fréttir Löggjöf um tímafresti á slitameðferð banka í undirbúningi Fjármála- og efnahagsráðherra segir til skoðunar í fjármálaráðuneytinu að vinna frumvarp til að setja ákveðna tímafresti á slitameðferð föllnu bankanna. Nái kröfuhafarnir ekki að ljúka nauðasamningum sé ekkert annað að gera en fara með bú þessara banka í hefðbundið gjaldþrot. 27. mars 2014 19:06 Mest lesið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Viðskipti innlent Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Neytendur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Viðskipti erlent Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Viðskipti innlent Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Atvinnulíf Fátt rökrétt við lækkanirnar Viðskipti innlent Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Viðskipti erlent Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Neytendur Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty Sjá meira
Ríkisstjórnin afgreiddi á fundi sínum í gær nýtt frumvarp um opinber fjármál sem á að stuðla að auknum aga við stjórn ríkisfjármála. Með frumvarpinu er meðal annars stefnt að innleiðingu 45 prósenta skuldaþaks og því að árlegur halli ríkissjóðs fari ekki yfir 2,5 prósent. Þetta kom fram í ræðu Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, á ársfundi Seðlabanka Íslands í gær. Þar sagði hann lækkun skulda hins opinbera eitt helsta grunnstefið í efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar. „Lítið hagkerfi eins og okkar, sem er viðkvæmt fyrir utanaðkomandi sveiflum, þarf að setja sér metnaðarfull markmið um litla skuldsetningu og leggja áherslu á langtímasýn í opinberum fjármálum,“ sagði Bjarni. Ráðherra benti einnig á að fyrir Alþingi liggur frumvarp til laga um fjármálastöðugleikaráð, formlegan vettvang stjórnvalda sem á að hafa yfirsýn yfir stöðu og þróun fjármálamarkaðar. Í frumvarpinu er einnig gerð tillaga um stofnun kerfisáhættunefndar sem á að undirbúa umfjöllun ráðsins. Bjarni lagði áherslu á að með þessum breytingum væri ekki verið að hrófla við sjálfstæði Seðlabankans eða Fjármálaeftirlitsins. „Af fenginni reynslu hérlendis sem erlendis má ætla að áföll á fjármálamarkaði kalli á beina eða óbeina aðkomu ríkissjóðs. Er því nauðsynlegt að viðbrögð við slíkum áföllum verði undir forustu þess ráðherra sem fer með fjárreiður ríkisins,“ sagði Bjarni. „Verði þessi tvö frumvörp að lögum munu þau styrkja umgjörð efnahagsstjórnarinnar til frambúðar.“ Þá upplýsti Bjarni að til skoðunar væri í fjármálaráðuneytinu að vinna frumvarp til að setja ákveðna tímafresti á slitameðferð föllnu bankanna. Nái kröfuhafarnir ekki að ljúka nauðasamningum sé ekki annað að gera en fara með bú bankanna í hefðbundið gjaldþrot.Már sagði verðbólgu geta aukist á nýMár Guðmundsson seðlabankastjóri sagði á fundi bankans í gær að haldist gengi krónunnar tiltölulega stöðugt séu horfur á að verðbólga haldist við markmið þessa árs. „Leggjast þar á eitt hagstæð verðbólguþróun það sem af er þessu ári, vísbendingar um að hækkun launakostnaðar hafi verið minni á síðustu misserum en áður var talið, að kjarasamningar sem náðust um áramótin og samrýmdust verðbólgumarkmiði virðast ætla að verða ráðandi varðandi flesta aðra kjarasamninga og að horfur eru á að alþjóðleg verðbólga verði á næstunni nokkru minni en áður var spáð,“ sagði Már. Hann sagði að þegar litið væri til lengri tíma en árs gæti verðbólgan hins vegar aukist á ný þegar slakinn hyrfi úr þjóðarbúskapnum og áhrifa aukinna fjárfestinga og skuldalækkunaraðgerða ríkisstjórnarinnar fari að gæta.
Tengdar fréttir Löggjöf um tímafresti á slitameðferð banka í undirbúningi Fjármála- og efnahagsráðherra segir til skoðunar í fjármálaráðuneytinu að vinna frumvarp til að setja ákveðna tímafresti á slitameðferð föllnu bankanna. Nái kröfuhafarnir ekki að ljúka nauðasamningum sé ekkert annað að gera en fara með bú þessara banka í hefðbundið gjaldþrot. 27. mars 2014 19:06 Mest lesið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Viðskipti innlent Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Neytendur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Viðskipti erlent Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Viðskipti innlent Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Atvinnulíf Fátt rökrétt við lækkanirnar Viðskipti innlent Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Viðskipti erlent Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Neytendur Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty Sjá meira
Löggjöf um tímafresti á slitameðferð banka í undirbúningi Fjármála- og efnahagsráðherra segir til skoðunar í fjármálaráðuneytinu að vinna frumvarp til að setja ákveðna tímafresti á slitameðferð föllnu bankanna. Nái kröfuhafarnir ekki að ljúka nauðasamningum sé ekkert annað að gera en fara með bú þessara banka í hefðbundið gjaldþrot. 27. mars 2014 19:06