Innlent

Kveikja seinna á götuljósum

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Ekki verður kveikt á ljósunum fyrr en klukkan 21:30 um kvöldið.
Ekki verður kveikt á ljósunum fyrr en klukkan 21:30 um kvöldið. vísir/heiða
Ekki verður kveikt á götuljósum í Reykjavík og Seltjarnarnesbæ fyrr en klukkan 21:30 á laugardag. 

Með þessum hætti taka sveitarfélögin þátt í umhverfisviðburðinum Jarðarstund eða Earth hour.



Jarðarstund er alþjóðlegur umhverfisviðburður sjálfboðaliðasamtakanna World Wildlife Fund sem 7.000 þúsund borgir í 150 löndum taka þátt í. Margir hafa hugann við hlýnun jarðar af mannavöldum og þau áhrif sem meðal annars birtast í náttúruhamförum eins og ofsaveðri.

Margar borgir taka þátt með því að slökkva ljós sem lýsa upp frægar byggingar eins og Óperuhúsið í Sydney og Eiffel turninn í París. 



Reykjavíkurborg hvetur um leið alla sem hafa forræði yfir upplýstum byggingum í borginni til að slökkva á lýsingunni þessa klukkustund svo fólk geti notið stundarinnar betur. Vitað er að ráðhúsið í Reykjavík, Perlan í Öskjuhlíð og aðalbygging Háskóla Íslands verða ekki upplýst.



Meðal viðburða sem verða í Reykjavík þegar Jarðarstundin er liðin eru órafmagnaðir tónleikar Ragnheiðar Gröndal og Pálma Gunnarssonar í Hámu á Háskólatorgi og einnig munu Grænir dagar (Green Days) við Háskóla Íslands standa fyrir viðburði við aðalbyggingu HÍ á Jarðarstundinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×